Okkar á milli - 01.01.1987, Side 3

Okkar á milli - 01.01.1987, Side 3
Veröld leitaði umsagnar þriggja lesenda Tímaþjófsins, Helgu Ágústsdóttur rithöfundar, Jóhönnu Sveinsdóttur bókmenntafræðings og blaðamanns og skáldsins Sjón. EIN SÚ ALSKEMMTILEGASTA OG DÝPSTA LÍFSSAGA SEM ÉG HEF LESIÐ LENGI. . . Það fer ekki hjá því að mörgum lesanda „Tímaþjófsins" vefjist tunga um tönn þegar kemur að því að tjá sig um þetta tímamótaverk Steinunnar Sigurðardóttur. Á bókarkápu segir meðal annars, að líf Öldu — söguhetjunnar — sé í traustum skorðum þar til ástir takast með henni og einum samkennara hennar. Þetta er afar hógværlega til orða tekið. Við lestur bókarinnar sog- ast lesandinn, gersamlega án þess að fá rönd við reist, inn í heim Öldu og það svo að hann tekur varla eftir því. Slíkum tökum nær þessi sérkennilega örlagasaga heimskonunnar á manni. í fyrstu má ætla að um einstaklega smellnar mannlífslýsingar sé að ræða og nú sé mál að koma sér fyrir og hlæja hressilega. Það gefast lfka fjölmörg tækifæri til að skella upp úr á leið með Öldu. En róðurinn þyngist eftir því sem á söguna líður og Steinunn kallar ekki ein- ungis fram hið skoplega í þessari makalausu sögu, heldur kemur hún til skila hinum fínlegustu og viðkvæmustu tilfinningum okkar — og það svo að fyrr en varir geta augu lesandans fyllst af tárum, í beinu framhaldi af ærlegu hláturskasti. Það kann að virðast harla ósennilegt að ,,sjarmörkvendi“ sem Alda, láti ást til „sögu- bangsa'* hafa afgerandi áhrif á líf sitt, nánast éta það upp. En einmitt það vekur spurninguna: Hver er eiginlega hin raunverulega Alda? Hvor er sannari, sú sem átti í fullu tré við allt og alla, skemmtileg, hnyttin, glæsileg og vel menntuð, sjálfstæð á allan hátt, — ellegar hin, sem kemur fram í dagsljósið þegar Alda kalda upplifir það sem flestir óttast kannski mest; Aldan sem brýst um í algeru vonleysi; í þráhyggju vegna mannsins, sem hafnar öllu því, sem hún hefur upp á að bjóða. Og hafði það þó löngum þótt all nokkuð. „Tímaþjófurinn" er fyrir mér hreint út sagt, ein sú alskemmtilegasta og um leið dýpsta lífs- saga, sem ég hef lengi Iesið á íslensku. Enda þarf nokkuð til að maður standi sig að þvf að hlæja, gráta, staldra við og velta vöngum, samsama sig söguhetjunni og fordæma hana kannski líka — allt í sömu bókinni. Steinunni tekst svo meistaralega, þrátt fyrir hin snörpu tilfinninga- legu átök og sársaukann, að feta svo einstigi frásagnarinnar, að hvergi örlar á væmni né vellu. Þegar kemur að tjáningu þeirra tilfinninga, sem rista dýpst og eru Öldu óviðráðanlegastar allra, bregður höfundur fyrir sig ljóðrænu, sem ef til vill kemur aftan að lesandanum. En ein- mitt á þennan hátt kemur hún til skila hvílíkur örlagavaldur ástin getur orðið í lífi okkar. Og svo á næstu síðu — kaldhæðnin, hárbeitt skop, sem Alda beinir gegn sjálfri sér; skop sem ljær sársaukanum enn dýpri undirtón. Um næmi Steinunnar Sigurðardóttur á málfar og margvísleg blæbrigði þess, þarf enginn að efast sem hefur lesið verk hennar og hún er skemmtileg; hreint og beint urrandi skemmtileg. Orðheppnin og hið sérstæða auga hennar og eyra fyrir því, sem er stórhallærislegt, en við tök- um yfirleitt ekki eftir, á sér fáa ef nokkra líka, meðal íslenskra rithöfunda í dag. Annars á maður kannski ekki aö reyna að tjá sig um þessa bók; það er nefnilega harla erfitt að gera henni skil í stuttu máli, svo mörgum hliðum mannlífsins veltir höfundur upp í hnit- miðaðri frásögn sinni. Mér barst bókin í hendur, svo gott sem glóðvolg úr prentsmiðjunni; gleypti hana í heilu lagi, fyrst einu sinni, svo aftur og síðan hefur hún staldrað býsna stutt við í hillunni minni. Áður en ég veit af er ég búin að troða henni í fangið á hverjum og einum sem kemur í heim- sókn. Helga Ágústsdóttir. ALDA ER EINSTÖK . . . Tímaþjófurinn kom mér skemmtilega á óvart, óhefðbundin kvennabók, lifandi skrifuð og Steinunn hleypir lífi og lofti í stílinn með því að brjóta frásögnina með alls kyns tiktúrum sem túlka vel víðáttuvilltan hugsunarhátt Öldu. Þarna er svartur húmor af stærðargráðu sem varla sést orðið í íslenskum bókmenntum og annað sem ég hef saknað í verkum yngri höfunda, frá- sagnargleði og stíll sem markast af hugarheimi aðalpersónunnar. Steinunn er að vinna úr „ást- arsögunni" á svipaðan hátt og ýmsir karlar hafa verið að vinna úr prakkarasögum bernsku sinnar, en henni tekst bara mun betur til en flestum „prakkaranna " Þetta hefði Öldu þótt gott. Alda er einstök, hún er brothætf, höfkúíól') yfirvcguð og fer yfir strikið. Ég hefði viljað kynnast henni betur. sjon. j 3 9 37 2 6 ALLUR TILFINNINGASfÍALINN . . . Á rithöfundaferli sfnum hefur Steinunn Sigurðardóttir sent frá sér smásagnasöfn, ljóðabæk- ur, útvarps- og sjónvarpsleikrit, en í fyrstu skáldsögu sinni, Tímaþjófnum, fjallar hún einkum um ástæðu þess að karlmaður hættir að vera lúxus daganna í lífi konu, en verður þess í stað nauðsyn sólarhringanna. Og öfugt. Að elska og elska ekki. Hinn andlausi fjötur ástarinnar. Iðnaðarmenn og landnámsmenn f ástum. Af þessu sést að efni bókarinnar kemur öllum við. Og hér birtist höfundur lesendum sínum í margslungnari búningi en áður, samsettum úr kitlandi húmor, óþolandi kaldhæðni, hjartasker- andi dramatík, ljóðrænu sem bombarderar allan tilfinningaskalann og ískaldri yfirvegun. Jóhantia Sveinsdóttir.

x

Okkar á milli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.