Okkar á milli - 01.01.1987, Blaðsíða 6
Það er okkur í Veröld sönn ánœgja hversu vel nýjungar jólablaðsins mœldust
fyrir hjá félagsmönnum. Öll þau skemmtilegu bréf og góðu jólakveðjur sem
komu inn vegna samkeppninnar um demantshringinn gerðu desember að
sönnum jólamánuði. Við sendum öllum peim sem tóku pátt í samkeppninni
okkar bestu pakklœtiskveðjur.
• ÍTREKANIR
í desember mánuði sendum við út ítrekanir til peirra félagsmanna sem
höfðu gleymt að greiða okkur. Hafi einhver félagsmaður fengið ítrekun vegna
mistaka, biðjum við viðkomandi velvirðingar.
• DREIFING
Við viljum hvetja félagsmenn til að láta okkur tafarlaust vita fái peir heim-
sendingar óeðlilega seint eða ef pœr eru skildar eftir á óöruggum stað. Aðeins
með upplýsingum frá ykkur urn dreifinguna getum við kornið kvörtunum
áleiðis til dreifingaraðila.
• ÓSKIR FÉLAGSMANNA
Viö vekjum athygli félagsmanna á spumingum peim sem eru á svarseðlinum
á bls. 11. Það er okkur mjög mikilvœgt að vita hvers konar bœkur félags-
menn óska eftir að kaupa, pannig að okkar úrval ogykkar óskir fari saman.
Við vonumst pví til að sem Jlestir félagsmenn taki sér tíma til að svara pess-
um spumingum. Með von um gott og ánœgjulegt samstarf í framtíðinni.
ÍYCv-
f.h. starfsmanna Kristín Bjömsdóttir
framkvœmdastjóri
Fréttablað Veraldar.
Okkar á milli.
Bókaklúbburinn Veröld.
Ábm.: Kristín Björnsdóttir
Aðstoðarm. Óðinn Jónsson,
Sigurður Hróarsson, Sverrir
Diego.
Utlit: Auglýsingastofan Örk-
in.
Setning: Alprent
Litgreining: Litgreining
Filmuvinna og prentun:
Steinmark sf.
Bókband: Bindagerðin 3B
sf. Sent án endurgjalds til
allra félaga í Bókaklúbbnum
Veröld.
LÆKNIR Á TVENNUM TÍMUM
Æviminningar læknis er sjálfsævisaga Sigurðar Magnússonar (1866—1940). Engum
dylst að hér er um merkar æviminningar að ræða og athyglisvert framlag í íslenska
menningarsögu. Frásögn Sigurðar af æskudögum í Reykjavík, námsárunum og læknis-
starfi á landsbyggðinni er fjörmikil og hlaðin fróðleik. Það er auðvitað stórkostlegur
fengur í ævisögu slíks manns, hvernig hann lýsir á ljóslifandi hátt starfi og kjörum
sveitalæknisins á árunum fyrir og eftir aldamótin síðustu. í formála Vilmundar Jónsson-
ar landlæknis, sem ritaður er 1939, segir m.a.: „Er hér ritaður þáttur í menningar-
sögu vora, sem mér er ekki kunnugt um, að áður hafi verið færður í letur, og
af þeim manni, að ég ætla ekki annan núlifandi manna til þess kjörnari. Nefni
ég þar einkum til frásöguna um læknisnámið og undirbúning lækna undir lífs-
starfið, áður en hófst hin nýja öld læknismenntunarinnar hér á landi, svo og
starfsskilyrði lækna á þeim tímum, að ógleymdum erfiðleikum þeim að vera
uppfræddur af einni þekkingaröld til að starfa á annarri. Ætla ég höfundinn
valinn fulltrúa þeirra tímaskiptamanna."
Æviminningar læknis er kjarngóð og hispurslaus ævisaga, rík að heimildargildi.
Hún lýsir hreinskiptnum og hégómalausum manni sem fátt kom úr jafnvægi. í hressi-
legri frásögninni er oftar en ekki grunnt á kímnina, sem þá allt eins er á kostnað höf-
undar sjálfs. Fjöldi fólks er nefnt til sögunnar, margt kunnra manna. Þá fylgja með á
þriðja tug ljósmynda.
Bókarhandrit Sigurðar læknis lá innsiglað á Þjóðskjalasafni íslands frá 1966 til 1980,
en fyrir þann tíma hafði verið íhugað að prenta það með úrfellingum, en sem betur fór
varð ekki úr því. Hér talar Sigurður Magnússon læknir sínu máli í merkilegri bók. Um-
sjón með útgáfunni hafði Hannes Pétursson skáld. ^
Nr.: 1462
Venjulegt verð: 1.388.- kr.
Klúbbverð: 1.270.-kr.
BLINDÁLFAR:
Hljóðlát en áhrifamikil skáldsaga.
Páll H. jónsson er fjölhæfur rithöfundur. Hann hefur skrifað leikrit, ljóðabækur og
ævisögu, að ógleymdum þremur barnabókum sem hann hlaut mikið lof fyrir. Þegar
skáldsaga hans Blindálfar kom út 1985 sýndi hann enn á sér nýja hlið.
Blindálfar er skáldsaga sem sannarlega kemur lesandanum á óvart. Þessi hljóðláta
saga er full af hlýju og mannlegum tilfinningum. Hún fjallar um lífsleikinn sem við tök-
um öll þátt í, Blindálfaleikinn — leitina að lífsfyllingunni.
Sagan greinir frá samskiptum blinds skálds og ungrar stúlku sem lífið hefur gert skrá-
veifu. Frásögnin er áhrifamikil, margar spurningar vakna um mannleg samskipti og
hlutverk mannsins. Lifandi frásögnin endar á óvæntan hátt. Eftir situr lesandinn betri
maður, reynslunni ríkari. Páll H. Jónsson hefur skrifað eftirminnilega skáldsögu sem lif-
ir með lesandanum lengi. Það er næmi höfundar fyrir mannlegum tilfinningum og góð-
ur frásagnarhæfileiki sem gerir Blindálfa að góðri bók. yt jgf
s
\
Nr.: 1463
Venjulegt verð: 998.- kr.
Klúbbverð: 648.- kr.