Okkar á milli - 01.01.1987, Blaðsíða 8

Okkar á milli - 01.01.1987, Blaðsíða 8
Fyrstu 10 heiðursfélagarnir Dregið verður úr heiðursfélagapottinum annan hvern mánuð. Heiðursfélagar geta allir orðið sem hafa verið virkir félagar í klúbbnum um lengri tíma og staðið í skilum. 60 heiðursfélagar á ári Nöfnum margra góðra félaga var komið fyrir í heiðursfélagapottinum og úr honum voru 10 nöfn dregin. í hverjum mánuði munu ný nöfn bætast í pottinn og verða 10 nöfn dregin úr honum annan hvern mánuð, næst í febrúar. Á myndinni eru frá v., Bergljót Andrésdóttir og Guðrún A. Friðbertsdóttir, f.h. Guðrúnar Bergsdóttur, Ágústa Ólafsdóttir, Burkni Dómaldsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Sigríður Andersdóttir og Kristín Björnsdóttir. Fyrstu 10 heiðursfélagarnir voru: Ágústa Ólafsdóttir — Reykjavík, Anna María Jónsdöttir — Siglufirði Arnbjörg Pálsdóttir — Vopnafirði, Ármann Ketilsson — Hrafnagilshreppi Burkni Dómaldsson — Kópavogi, Guðrún Guðmundsdóttir — Reykjavík GuðrúnJ. Bergsdóttir — Reykjavík, Jón Gunnlaugsson — Bárðardal Sigríður Andersdóttir — Reykjavík, Sigurður O. Sveinsson — Vestmannaeyjum Kátt á hjalla Það var kátt á hjalla að Bræðraborgarstíg 7, þegar heiðursfé- iagarnir af Stór-Reykjavíkursvæðinu mættu til að taka á móti gjöfum sínum — því miður gat Veröld ekki boðið heiðursfé- lögunum utan af landi í bæinn. Desember heiðursgjöfin Heiðursgjöfin að þessu sinni var 3.000.- kr. úttekt hjá Veröld ásamt konfektkassa. Mældist gjöfin vel fyrir hjá heiðursfélög- unum og þakka starfsmenn Veraldar þeim ánægjulega kvöld- stund. „SVIKAMYLLAN“ eftir Robert Ludlum Robert Ludlum er einhver allra víðlesnasti spennusagnahöf- undur í heimi, enda eru bækur hans jafnharðan þýddar á fjölda tungumála og koma út í hverri útgáfunni á fætur annarri og hafa selst í tugmilljónum eintaka. ^ Nr.: 1467 Venjulegt verð: 594.- kr. ^ Klúbbverð: 489.- kr. fiSSfHT Æsispennandi — heimsfrægir höfundar Tvær bækur saman í pakka BRÁÐ BANARÁÐ David Morrell nýtur gífurlegra vinsælda um allan heim. Eftir fyrstu bók hans, í greipum dauðans, var t.d. gerð samnefnd kvikmynd (First Blood). „David Morell er óvæginn við lesendur sína og heldur þeim í heljargreipum frá fyrstu til síðustu blaðsíðu.“ Seattle Times ,,Ef ég hefði vitað hversu ótrúlega spennandi þessi bók er, hefði ég varla hætt á að opna hana.“ Daily News HJARTALÆKNIR MAFÍUNNAR Þýski höfundurinn Heinz G. Konsalik hefur samið einna flest- ar metsölubækur allra samtímahöfunda. Enginn sem les Hjartalækni Mafíunnar mun undrast hylli þessa höfundar, enda söguþráðurinn spennandi frá upphafi til enda. /------- -------------\ Bókapakki Nr.: 1468 Venjulegt verð: 1.686.- kr. \Klúbbverð: 1.149.- kr, /

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.