Okkar á milli - 01.01.1987, Blaðsíða 4

Okkar á milli - 01.01.1987, Blaðsíða 4
Steinn Steinarr er ótvírætt eitt virtasta og vinsælasta ljóðskáld þjóðarinnar Út er komin í nýrri útgáfu bókin Kvæðasafn og grelnar eftir Stein Steinarr. Óþarft er að kynna Stein Steinarr fyrir öllum áhugamönnum um ís- lenskar bókmenntir. Steinn hefur í marga áratugi verið einn virtasti og dáðasti rithöfundur þjóðarinnar. Vinsældir kvæða Steins hafa lengi verið — og eru enn, gríðarlega miklar. Óvíst er að nokkurt annað ís- lenskt ljóðskáld geti státað af öðrum eins vinsældum — og það sem meira er; á þeim eru engin lát. Samtímamenn Steins höfðu deildari meiningar, á sínum tíma átti hann sér bæði andstæðinga og öfundarmenn eins og allir sannir lista- menn. En sannir listamenn lifa og vaxa með árunum og leggja að fót- um sér nýjar kynslóðir áreynslulaust. Yrkisefni Steins, óvenju næm braggáfa, húmor hans og djúpvitur heimspeki höfða til allra og ber það íslendingum fagurt vitni, því í kvæðasafni hans er að finna einhver mestu öndvegisljóð íslenskra bókmennta. í þessari bók, Kvæðasafn og greinar, er heildarsafn ljóða Steins, einnig greinar hans og nokkur viðtöl sem tekin voru við hann á ýms- um tímum. Allt er þetta hin ágætasti lestur, sem í senn þroskar, fræð- ir og skemmtir hverjum þeim sem nema vill. Bókaflokkurinn íslensk öndvegisskáld Kvæðasafn og greinar Steins Steinarr er eitt af 11 bindum í bóka- flokknum íslensk öndvegisskáld. Allt eru þetta sígildar bækur, marg- ar helstu perlur íslenskrar ljóðlistar eftir mörg af virtustu og mest lesnu ljóðskáldum þjóðarinnar. Skáldin sem hér sitja í öndvegi eru þessi: Þessar bækur eru nú að koma út (sumar eru þegar komnar) í nýjum útgáfum frá Vöku-Helgafelli, og munu bjóðast klúbbfélögum jafnóð- um. Bækurnar eru að stofni til óbreyttar frá eldri útgáfum (sem sum- ar hverjar eru ófáanlegar) en koma nú út í nýjum mjög smekklegum kápum. Fordæmi Steins Steinarr áhrifa- ríkara en verk nokkurs annars ís- lensks skálds Þessi ummæli er að finna í bók eftir prófessor Svein Skorra Höskuldsson frá árinu 1970. Þar segir Sveinn Skorri einnig að „...stærð Steins sé þvílík í íslenzkum bókmenntum síðari áratuga, að segja megi, að hann hafi í raun og veru bæði hafið og lokið því fyrir- bæri, sem oft er kallað formbylting ljóðsins á fslandi." Önnur ummæli málsmetandi manna eru ámóta. Allir bera skáldskap Steins fagurt vitni og undirstrika stærð hans í íslenskri bókmennta- sögu. Verða hér til viðbótar tilfærð þrjú ummæli. Hið fyrsta er að finna í inngangi Kristjáns Karlssonar skálds og bókmenntafræðings að kvæðasafni Steins. Er þessi inngangur Kristjáns prentaður fremst í bókina og eykur hana gildi. Þar segir Kristján m.a.: „...heimspeki Steins er heimatilbúin, hún er nakið mál tilfinninga hans, og þess vegna skírskotar hún beint til til- finninga lesandans.“ I kveðjuorðum um Stein segir Halldór Laxness: „Ég held að Steinn Steinarr hafi verið einna skarpastur maður að greind sem ég hef kynnst og fljótastur að skilja þá hluti sem hann vildi.“ Og í bók sinni íslenzk nútímaljóðlist segir Jóhann Hjálmarsson skáld og gagnrýnandi: „Ástin og dauðinn er síendurtekin yrkisefni Steins. Steinn hefði því getað tekið undir með Tor Jonsson, að væri honum fengið guðlegt vald, myndi hann láta þá ósk rætast að skapa aðeins ást og dauða.“ Hannes Hafstein: Ljóð og laust mál. Jón Sigurðsson frá Kaldraðarnesi: Ritsafn. Jónas Hallgrímsson: Ritsafn. Magnús Ásgeirsson: Ljóðasafn I og II. Páll Ólafsson: Fundin ljóð. Sigurður frá Arnarholti: Ljóðmæli. Stefán frá Hvítadal: Ljóðmæli. Steingrímur Thorsteinsson: Ljóðmæli. Steinn Steinarr: Kvæðasafn og greinar. Þorsteinn Erlingsson: Eiðurinn og Þyrnar. Örn Arnarson: Illgresi. Nr.: 1459 Venjulegt verð: 1.890.- kr.

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.