Okkar á milli - 01.12.1987, Síða 2

Okkar á milli - 01.12.1987, Síða 2
 Bók mánaðarins UU MÁNAÐARINS Fulltverð: 1.788 kr. Ar Okkarverð: 1.475 kr. Vinsæl skemmtisaga og sígilt bókmenntaverk Bók mánaöarins í desember er hin sígilda íslenska skáldsaga, Mannamunur eftir Jón Mýrdal. Þetta er spáný útgáfa af sögunni, sem Skjaldborg gefur út, og hún er boðin félagsmönnum Veraldar, áður en hún verður sett á almennan markað. Ein af þeim fyrstu Mannamunur eftir Jón Mýrdal er ein af fyrstu íslensku skáldsögunum og því merkilegt verk í bókmenntum okkar. En jafnframt er bókin vinsæl skemmtisaga, sem hver kynslóö á fætur annarri les sér til ánægju og þykir fróðleg heimild um horfna tíð. Vann viö trésmíðar Jón Jónsson (1825 - 1899) var fæddur í Hvammi í Mýrdal, Vestur-Skaftafellssýslu, og kenndi sig við heimabyggð sína. Hann lauk trésmíðanámi í Reykjavík 1852 og vann síðan við smíðar á ýmsum stöðum norðanlands og vestan til ársins 1890. Þá fluttist hann til Akraness og stundaði þar iðn sína til æviloka. Skáldsagnahöfundur Jón Mýrdal fékkst aðallega við skáld- sagnagerð, en einnig eru til eftir hann nokkur Ijóð á prenti og fáein leikrit í hand- riti, sem aldrei hafa verið tekin til sýningar. Hann sendi frá sér þrjár skáldsögur: Mannamun (1872), Vinina (1873) og Skin eftir skúr (1887). Löngu síðar voru gefnar út eftir hann þrjár skáldsögur, sem voru til í handriti á Landsbókasafni: Kvennamunur (1957), Niðursetningurinn (1958) ogTýndi sonurinn (1963). Vinsælasta sagan Mannamunur er lang vinsælasta saga Jóns Mýrdals og hefur verið prentuð aftur og aftur. Hún er nú gefin út í fimmta sinn meö skemmtilegum teikningum eftir Hall- dór Pétursson listmálara, og vonandi munu félagsmenn Veraldar hafa ánægju af að eignast hana og lesa. Flestir vildu Mannamun sem mánaðarbók Veröld lét gera skoðanakönnun meöal félagsmanna sinna, þegar ákvörðun var tekin um mánaðarbókina nú í des- ember. Hringt var til um tvöhundruð fé- lagsmanna og þeir beðnir að velja eina af fjórum hugsanlegum mánaðarbók- um. Bókunum var lýst í stuttu máli, sagt frá höfundum þeirra og reynt aö gefa sem besta hugmynd um efni þeirra og gerð. Ein þessara bóka var Manna- munur eftir Jón Mýrdal, og langflestir félagsmanna, eða 45%, vildu hana sem mánaðarbók. 2

x

Okkar á milli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.