Okkar á milli - 01.12.1987, Blaðsíða 13

Okkar á milli - 01.12.1987, Blaðsíða 13
Gerði myndina sérstaklega fyrir Veröld ,,Jú, ég geröi þessa mynd sérstaklega fyrir Veröld,“ sagöi Rut Rebekka Sigurjóns- dóttir, myndlistarkona, í stuttu spjalli viö Okkar á milli, en félagsmönnum gefst kost- ur á að kaupa grafíkmynd eftir hana núna fyrir jólin. ,,Myndin heitir Leikur að blómi,“ heldur Rut áfram. „Frummyndin er reynd- ar gömul, en ég hef gert hana aö nýju af þessu tilefni og farið frjálslega með.“ Byrjaöi sautján ára ,,Ég byrjaði sautján ára að fást við mynd- list,“ segir Rut, ,,en það var ekki fyrr en ég var orðin þrítug heimavinnandi húsmóðir og þriggja barna móðir, sem ég tók þá ákvörðun að reyna af fremsta megni og eins og tíminn leyfði að læra myndlist. Fyrst sótti ég námskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur, en síðan hóf ég nám í Mynd- listar- og handíðarskólanum og útskrifaðist þaðan úr málaradeild.'1 Þrjár einkasýningar Rut Rebekka Sigurjónsdóttir hefur haldið þrjár einkasýningar og auk þess tekið þátt i mörgum samsýningum. Fyrst sýndi hún verk sín í Bókasafni Mosfellssveitar 1984, og síðan hélt hún sýningu í Viborg í Dan- mörku, en þar dvaldi hún um skeið í vinnu- stofu á vegum Nordisk Kunstcenter. Loks hélt hún einkasýningu á Kjarvalsstöðum 1985. Hún er félagi bæði í FÍM, Félagi ís- lenskra myndlistarmanna, og Grafíkfélag- inu. Ný sýning næsta haust Verk eftir Rut Rebekku hafa selst vel að undanförnu, bæði málverk og grafíkmynd- ir. Sem dæmi má nefna, að Hólmfríður Karlsdóttir valdi tvær myndir eftir hana í draumaíbúðina sína á heimilissýningunni Veröld fyrir skemmstu. Rut Rebekka hefur vinnustofu í kjallar- anum á heimili sínu að Stafnaseli 3 í Breið- holti og þar stundar hún list sína, þegar tími gefst til. ,,Ég er að undirbúa stóra mál- verkasýningu,“ segir hún að lokum. „Hún verður haldin á Kjarvalsstöðum næsta haust.“ 13

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.