Okkar á milli - 01.12.1987, Blaðsíða 16

Okkar á milli - 01.12.1987, Blaðsíða 16
Jólaplötur Veraldar Nýjar íslenskar plötur Jólaplötur Veraldar eru sex, allar meö ís- lenskum listamönnum og allar spánýjar. Viö höfum aldrei boðið jafn fjölbreytt úrval af hljómplötum, kasettum og geisladiskum og nú. Bubbi-Dögun Þegar Bubbi sendir frá sér nýja plötu, er þaö jafnan sá atburöur í heimi popptónlistar hér á landi sem mesta athygli vekur. Nýja platan heitir Dögun og lögin á henni eru sem fyrr hjá Bubba hnitmiðuð, fjölbreytt og búa yfir aölaðandi hrynjandi. Söngur hans er blæbrigðaríkur, öruggur og túlkar vel innihald textanna. Árangurinn er fersk og góð plata, sem örugglega verður útnefnd ein af bestu plötum ársins 1987, á sama hátt og Frelsi til sölu í fyrra. Megas - Loftmynd Loftmynd er léttasta, fjörugasta og að- gengilegasta plata Megasartil þessa. Hann hefur bersýnilega skemmt sér vel í hljóð- verinu. Textarnir bregða upp mörgum skoplegum myndum af mannlífinu í Reykjavík fyrr og nú, og söngurinn er eins og hann gerist bestur hjá Megasi. Honum til aðstoðar er Björk Guðmundsdóttir, söng- kona Sykurmolanna heimsfrægu, og Inga, systir hennar. Þetta er hressilegasta Reykjavíkurplata, sem gefin hefur verið út. Bergþóra - í seinna lagi Bergþóra Árnadóttir er meö allrabestu vísnasöngkonum hér á landi, og ekki mun hróður hennar minnka við útkomu nýjustu plötu hennar. / seinna lagi heitir hún og inniheldur lög úr samnefndum sjónvarps- þætti, sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu 30. september síðastliðinn. Öll lögin á plöt- unni eru eftir Bergþóru og sannar hún hér, að hún er í hópi bestu lagasmiða landsins. ustu tónlistarmönnum landsins til mikillar tónlistarveislu. Gestalistinn lítur þannig út: Kór Öldutúnsskóla, Halla Margrét, Eiríkur Hauksson, Eyjólfur Kristjánsson, Egill Ólafsson, Ellý Vilhjálms, Helga Möller, Jó- hann Helgason, Fóstbræður, Pálmi Gunn- arsson, Bjarni Arason, Erna Gunnarsdóttir, Svala Björgvinsdóttir og Sönghópur Söng- skólans. Sannkallað einvalalið, ekki satt? Gaui-Gaui Platan Gaui með samnefndum listamanni er nýlega komin út og hafa fáar plötur komið jafn mikið á óvart á þessu ári. Þetta erfyrsta plata Gaua, en samt virðist stíll hans þegar mótaður. Lagið ,,Á bak viö fjöllin háu“ hefur hljómað oft á öldum Ijósvakans að undan- förnu og einnig er lagið ,,Gatan auða“ lík- legt til vinsælda. Hægt er að fá kassettur með öllum plötun- um og einnig geisladisk. Á geisladiskinum með Megasi eru fimm aukalög, sem hvergi eru til annars staðar. Upplagið á geisladisk- unum er mjög takmarkað. Kvöld viö lækinn Á plötunni Kvöld við lækinn flytja söngvar- arnir Jóhann Helgason, Halla Margrét og Kristinn Sigmundsson lög eftir Jóhann Helgason við texta eftir ýmis af bestu skáldum okkar fyrr og síöar: Jónas Hall- grímsson, Einar Benediktsson, Halldór Laxness og Kristján frá Djúpalæk. Þetta er vönduð plata, sem líkleg ertil vinsælda fyrir jólin. Jólagestir Hér er á ferðinni íslensk jólaplata, þar sem Björgvin Halldórsson býður öllum þekkt- 16

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.