Okkar á milli - 01.12.1987, Qupperneq 12

Okkar á milli - 01.12.1987, Qupperneq 12
Glæsibók um eldstöðvar á íslandi í 10.000 ár Bókin íslandseldar, sem nú býöst félags- mönnum Veraldar á sérstöku jólatilboði, hlaut einróma lof þegar hún kom út fyrir síðustu jól, enda um að ræða stórvirki í íslenskri bókaútgáfu. Á fimm ára afmælinu íslandseldar eru tæpar tvö hundruð síður í mjög stóru broti, prýdd ótal litmyndum og skýringamyndum, og ná sumar myndanna yfir heilar opnur í bókinni. Höfundur er Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, en helstu aðstoðarmenn hans viö lokafrá- gang efnis í bókina voru Gunnar H. Ingi- Nr:. 1658 Fullt verð: 5.174 kr. Okkar verö: 4.359 kr. Athugiö bókin kemur á tveimur gíróseðlum sem borga má meö mánaðar millibili. mundarson landfræðingur, sem geröi 50 kort í bókina, og Eggert Pálsson myndlist- armaður, en hann teiknaði 20 skýringar- myndir. Vaka-Helgafell gaf bókina út í til- efni af fimm ára afmæli fyrirtækisins. Ekkert til sparað í bókinni er gerð grein fyrir eldvirkni á ís- landi undanfarin tíu þúsund ár eða á því tímabili sem nefnt er nútími í jarðsögunni. Ekkert var til sparað til að gera þessu áhugaverða efni sem best skil í máli og myndum, enda tók vinnsla bókarinnar hátt á fjórða ár. Að mati gagnrýnenda hefur tekist einstaklega vel um árangur þessa mikla verks og hafa sumir þeirra fullyrt, aö ekki sé hægt að hugsa sér aögengilegri og fegurri bók um jarðelda á íslandi, sem er eitt mesta eldfjallaland heims. Með íslandseldum fylgir Almanak fyrir ís- land 1988, sem kynnt er á öðrum stað hér í blaðinu. Auðveld leið til að eignast myndlist á viðráðanlegu verði Grafíkmynd eftir Rut Rebekku Veröld býður nu félagsmönnum sínum nýja grafíkmynd eftir listakonuna Rut Rebekku Sigurjónsdóttur. Þetta er jólagjöf, sem hjón ættu að gefa hvort öðru sameig- inlega; auðveld leið til að eignast myndlist á viðráðanlegu verði. Með eða án ramma Myndin er stór og falleg; hún er 48 cm. breið og 63 cm. há. Hægt er að kaupa hana með eða án ramma. Þegar búið er að setja á hana álramma er hún 68 cm. breið og 90 cm. há. Myndir eftir Rut Rebekku af þessari stærð kosta án ramma 8.500 kr., en við seljum hana 30% ódýrari, eða á 5.950 kr. Án ramma Með ramma Nr.: 2040 2041 Verð: 5.950 kr. 8.775 kr. Greiða verður með krítarkorti eða gegn póstkröfu W.WXWYw 12

x

Okkar á milli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.