Okkar á milli - 01.12.1987, Page 20
Nr.: 1664
Fullt verð: 1.594 kr.
Okkar verð: 1.275 kr.
Lifandi
fróðleikur
„Heimurinn er fullur af furðum og ráðgát-
um. Frá örófi alda hafa menn spurt ótal
spurninga um umhverfi sitt og uppruna.
Mörgum spurningum hefur veriö svarað,
mörg vandamál verið leyst, en sífellt vakna
nýjar spurningar og ævinlega eru næg
verkefni til að rannsaka.11
Þannig hefst Ný fjölfræðibók, sem ætluð er
börnum og unglingum, 220 síðna bók i
stóru broti. Útgefandi er Setberg en þýð-
andi Örnólfur Thorlacíus rektor.
Lesendum er boðið í rannsóknarleiðang-
ur í litríkum myndaopnum þessarar bókar.
Með hjálp ímyndunaraflsins er leitað á vit
fortíðar og framtíðar; þotið á svipstundu
umhverfis jörðina líkt og í eldflaug til að
kynnast því hvernig og hvar mennirnir lifa,
hvernig þeir vinna og við hvað þeir
skemmta sér. Þetta er lifandi fróðleikur,
sem allir hafa gaman af.
Fréttablað Veraldar
Okkarámilli
Útgefandi:
Bókaklúbburinn Veröld.,
Ábm.: Kristín Björnsdóttir
Ritstj.: Gylfi Gröndal
Ljósmyndir:
Magnús Hjörleifsson
Jóhannes Long
Prentverk: Steinmark