Okkar á milli - 01.05.1988, Page 2

Okkar á milli - 01.05.1988, Page 2
r^iBÓK MAN AÐARINS Vönduð og falleg bók um lífríki náttúrunnar Bók mánaöarins aö þessu sinni er alþjóð- leg bók, sem nú er kynnt á íslandi í fyrsta sinn og býðst fyrst félagsmönnum Veraldar áöur en hún fer á almennan markaö. Lífríki náttúrunnar heitir hún og er eftir Mark Car- wardine, en formála ritar Sir David Atten- borough. Bókin er gefin út í samvinnu viö Alþjóöa náttúruverndarsamtökin (World Wildlife Fund), en íslenska gerðin er gefin út af Skjaldborg. í máli og myndum Hér er um vandaða og glæsilega bók aö ræöa, sem lætur lesendum í té mikinn fróö- leik í stuttum en hnitmiðuðum texta og fall- egum og stórum litmyndum. Sagt er frá hinu fjölbreytta úrvali þeirra þúsunda dýra- tegunda sem lifa víös vegar í veröldinni, frá tilbreytni þeirra í útliti og atferli og furöulegri aölögunarhæfni. Hún greinir líka frá tengsl- um lífsins viö vistsvæöin allt frá frjósömum regnskógum hitabeltisins til haröbýlla freð- mýra og heimskautasvæða. Útrýmingarhætta Mörg dýranna sem sagt er frá í þessari bók eru í útrýmingarhættu. Þegar þannigstend- ur á eru orsakir þess raktar og hvaö gert er og hvaö hægt væri aö gera til að vernda tegundina. Auk þess sem Lífriki náttúrunn- ar gefur til kynna hvaöa tegundir er hætta á aö deyi út, hjálpar hún dýrunum sjálfum, því aö hagnaðurinn af bókinni rennur beint til Alþjóöa náttúruverndarsamtakanna. Sú stofnun hefur eins og kunnugt er lagt meira af mörkum en nokkur önnur samtök til aö vernda þær dýrategundir heimsins sem hætta er á aö veröi útrýmt. Kunnur höfundur Höfundur bókarinnar, Mark Canwardine, nam dýrafræöi viö Lundúnaháskóla og starfaöi fimm ár sem vísindalegur ráögjafi Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna. í því starfi hefur hann átt hlutdeild í fjölmörg- um verndunaraðgerðum víös vegar um heim. Einnig hefur hann starfað aö gerö umhverfisáætlana á vegum Sameinuðu þjóðanna sem vísindalegur ráögjafi og rit- höfundur. Loks hefur hann flutt reglulega þætti um náttúrufræðileg efni í útvarpi og skrifað fjölda greina í blöð og tímarit bæöi í Bretlandi og víöar og er höfundur bókar sem væntanleg er um náttúrulíf og friðunar- mál á íslandi - hinnar fyrstu sinnar tegund- ar.

x

Okkar á milli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.