Okkar á milli - 01.05.1988, Blaðsíða 4

Okkar á milli - 01.05.1988, Blaðsíða 4
Kæru félagsmenn, Það er okkur mikið ánægjuefni að geta boðið bókina Lífriki nátt- úrunnar sem bók mánaðarins, áður en hún fer á almennan markað. Lífrlki náttúrunnar er al- veg einstaklega vönduð bók, full af fróðleik og fallegum Ijósmynd- um. Að venju bjóðum við bókina á afsláttarveröi, og er hún 495 kr. ódýrari en hún verður á almenn- um markaði. Mörg góð tilboð eru í blaöinu, og má þar nefna Uppgjör konu eftir Höllu Linker, sem var vin- sælasta jólabókin, en nú geta fé- lagsmenn eignast hana á aðeins 1.680 kr. Vér íslandsbörn eftir Jón Helgason, ein af perlum ís- lenskra bókmennta, býðst nú með tveimur afborgunum og 25% afslætti. Síðast en ekki síst vil ég nefna bókapakkann á baksíðunni, sem enginn ætti að missa af, og bað- sloppa, sængurföt og hljómplöt- ur, sem boðnar eru á sérstöku afsláttarverði og að auki með 10 - 20% afslætti til þeirra sem taka bók mánaðarins. Sem sagt: Það er nóg af hagstæðum tilboðum í maíblaðinu. Með bestu kveðju, Kristín Björnsdóttir framkvæmdastjóri OKKAR Á MILLI — Fréttablað Veraldar. Útgefandi: Bókaklúbb- urinn Veröld. Ábm.: Kristín Björnsdóttir. Ritstjóri: Gylfi Grön- dal. Ljósmyndari: Magnús Hjör- leifsson. Prentverk: Steinmarksf. Nr.: 2213 Fullt verð: 1.480 kr. Okkar verð: 1.185 kr. Málverkabækur Fjölva í boði: Líf og list Matisses Fjölvi hefur gefiö út flokk málverkabóka um meistara myndlistarsögunnar. Time-Life- bókaútgáfan fræga gefur bækurnar út, en Þorsteinn Thorarensen hefur þýtt þær. Alls eru komnar út sjö bækur í þessum flokki og verða þær boönar félagsmönnum Veraldar annan hvern mánuð ein bók í senn. Að þessu sinni bjóðum við bókina Lif og list Matisses, en síðan kemur hver meistarinn á fætur öðrum: Leonardó, Rembrandt, Goya, Manet, Van Gogh og Duchamp. - Þetta eru stórglæsilegar og sígildar mál- verkabækur, sem hafa hlotið viðurkenn- ingu víða um heim. Vcrðlaun fyrir að versla mest Þeir tíu félagsmenn Veraldar sem versluðu fyrir hæstu upphæðirnar á árinu 1987 hafa verið verðlaunaðir, og eru þeir þessir: 12 mánaðarbækur: Elínborg Guðmundsdóttir, Ballará við Búðardal, 11 mánaðarbækur: Hallgrímur Halldórsson, Reykjavík, 10 mánaðarbækur: Ólafur Olgeirsson, Vatns- leysu, Fnjóskadal, 9 mánaðarbækur: Arn- björg Pálsdóttir, Vopnafiröi, og 8 mánaðar- bækur hljóta: Hallgrímur Skaptason, Akur- eyri, Ingibjörg Jónasdóttir, Grásteini, Hvanneyri, Jósefína Magnúsdóttir, Sunnu- hvoli við Akureyri, Lilja Birkisdóttir, Bolung- arvík, Smári Guðmundsson, Reykjavík og Þóra Sigurjónsdóttir, Lækjarbrekku, Gaul- verjabæjarhreppi. Fimm fá grafíkmynd í verðlaun MAÍ-GETRAUNIN í maí-getraun Veraldar fá fimm félagsmenn verðlaun og er það grafíkmyndin Leikur að blómi eftir myndlistarkonuna Rut Rebekku Sigurjónsdóttur. Nýlega var dregið um verðlaunin í febrúar-getrauninni, en það voru fjögur skáldverk eftir Halldór Laxness, og þau hreppti Jóhanna Eiríksdóttir á Vogs- ósum II við Þorlákshöfn. Eins og venjulega geta aðeins þeir sem skuldlausir eru við klúbbinn 10. maí tekið þátt í getrauninni. Og spurningin er aö sjálfsögöu af léttara taginu eins og alltaf: Eftir hvern er bókin Sagan af Dimmalimm? Hringdu til okkar rétta lausn eða skrifaöu hana á svarseöilinn á bls. 7. 1 4

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.