Okkar á milli - 01.05.1988, Síða 5

Okkar á milli - 01.05.1988, Síða 5
BARNABÓKAPAKKI VERALDAR Dimmalimm, Tommabækur og púsluspil í barnabókapakka Veraldar eru fjórar bæk- ur og eitt púsluspil: Sagan af Dimmalimm kóngsdóttur, þrjár Tommabækur og púslu- spil meö myndum af persónum úr Prúöu- Ieikurunum vinsælu. Handafrænku sinni Málarinn Muggur, sem hét fullu nafni Guð- mundur Thorsteinsson, var eitt sinn á leiö meö saltskipi til Ítalíu. Þá hugkvæmdist honum aö færa lítilli frænku sinni í Barce- lona gjöf. Hann settist niöur og skrifaði æv- intýriö um Dimmalimm kóngsdóttur og myndskreytti jafnóöum meö vatnslitum. Nú er sagan löngu oröið sígilt verk, og mynd- irnar þykja einhver dýrlegustu verk, sem Muggur lét eftirsig. Víösjá barnanna Tomma-bækurnar eru franskar og höfund- ar þeirra heita Gérard og Alain Grée. Fjölvi hefur gefið bækurnar út á íslensku og kallar bókaflokkinn Víösjá barnanna. Bækurnar þrjár heita Tommi lærir um töfraheim tón- anna, Tommi lærir um líkama og heilbrigði og Tommi lærir að vernda náttúruna. Þess- ar bækur sameina tvo höfuðkosti allra góöra barnabóka: Þær eru í senn fræöandi og skemmtilegar. Halla Linker: Óvenjuleg ævisaga óven julegrar konu Nr.: 2215 Fullt verö: 2.340 kr. Okkar verð: 1.680 kr. Uppgjör konu - endurminningar Höllu Linker varö lang vinsælasta bókin fyrir siö- ustu jól og ekki aö ástæðulausu aö flestra dómi. Nú geta félagsmenn Veraldar eign- ast hana með nær30% afslætti. Eins og brúöa Þessi bók er uppgjör Höllu Linker viö þá ímynd sem skapaöist af henni í gegnum fjölmiöla í fjölda mörg ár. Aldrei sást annaö en yfirboröiö, frægð og velgengni. En þannig var líf hennar aldrei í raun og veru. í tuttugu og átta ár var hún gift manni sem stjórnaði henni eins og brúöu og tók allar ákvaröanir fyrir hana. Þegar hann lést skyndilega kom aö því aö hún þurfti aö standa ein og óstudd í fyrsta sinn - og sú ganga var ekki þrauta- laus. Skoplegu hliðarnar Saga Höllu Linker er engin harmsaga, heldur óvenjuleg ævisaga óvenjulegrar konu, sem séö hefur og reynt fleira en flestir íslendingar. Frásögnin læturengan ósnort- inn, en hún vekur líka ótal hlátra, því aö Halla kann flestum betur þá list aö draga fram skoplegu hliöarnar á því sem fyrir hana hefur boriö. 5

x

Okkar á milli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.