Okkar á milli - 01.11.1988, Side 4

Okkar á milli - 01.11.1988, Side 4
BÓK MÁNAÐARINS Óttinn lamaði hann eins og eitur Hér fer á eftir örstuttur kafli úr Örlagasögu: Hjartaáfall. Ég var að deyja úr hjartaslagi. Ofthafði ég legið andvaka nætur- langt af ótta við slík endalok. Þetta varhann, endirinn. Hjartaslag. Þetta, sem fyllti hug minn nú og náði valdi yfir líkamanum, það var dauði minn. Nú kom hræðilegur risahnefinn ofar, hærra og hærra, til hjartans. Ég heyrði úr fjarska stunur sjálfs mín, árangurslausar tilraunir til þess að ná andanum. Ég þrýsti höndunum að líkamanum og vildi stöðva hnefann inni ímér á leið sinni til dauðans. En hann kom ofar. Ég fann hann nálgast hjartað. Óljóst sá ég herbergið, eins og í gegnum illa stillta myndavél. Myndirnar í kringum mig horfðu á mig. Hnefinn hélt áfram, hægt, miskunnarlaust, og skildi eftir sig á leið sinni dauð líffæri; hann þrengdi æ meir að því, sem eftir var af lífi, æðum, andardrætti, blóði; blóði, sem nú tók að hamast í fingrum og gagnaugum. Andþrengslin jukust og gerðu líkamann stifan eins og spenntan boga. Hælarnir grófust niður i gólfteppö, herðablöðin i stólbakið. „Ég... dey..." Ég heyrði veika rödd mína. Á sama andartaki náði ógnarhnefinn hjartanu, hnefinn, sem ekki var til, en deyddi mig samt. Óttinn fyllti heilann og lamaði hann eins og eitur. Óttinn! Aldrei hafði ég fundið fyrir stíkum ótta sem þessum, aldrei vitað að hann væri til. Ég hélt mig hræddan, þegar heilt kvikmyndaver brann til kaldra kola og ég lá grafinn undirsvalarústum. Ég taldiþá tilfinningu ótta, sem greip mig, þegar ég horfði á dauóastríð móður minnar. Á ýmsum augnablikum stríðsins þóttist ég viss um, að enginn þekkti aðra eins skelfingu og ég. Ótti? Ég hafði aldrei áður vitað, hvað ótti var. Nú vissi ég það. Nú fyllti hann mig, hinn rétti, sanni ótti. Hann lamaði útlimi mína, sjón og heyrn, óx og óx, fyllti mig, eins og loft fyllir blöðru. Hnefinn opnaðist. Fingurnir umluktu hjatta mitt og þrýstu að. Ég æpti af skelfingu, hátt og skerandi, en enginn gat heyrt það; stormurinn geisaði og yfirgnæfði öll óp Nú. Nú. Nú. Nú kom dauðinn. Dauðinn kom ekki. Ekki enn. Risahnefinn sleppti hjartanu ríaði, en nam staðar í kviðarhol- inu, lúmskur, öruggurum sig. Allurlíkaminn skalf. Ég fann njartað slá, ógnarhratt... Fimm matreiðslubækur fyrir sælkera Veröld býður nú í einum pakka fimm matreiðslubækur úr Sæl- kerasafni Vöku, en ritstjóri þess bókaflokks er Skúli Hansen matreiðslumeistari á veitinga- húsinu Arnarhóli, sem annast um þessar mundir þáttinn A la carte á Stöð 2. Þetta eru fall- egar og aðgengilegar mat- reiðslubækur; litmyndirnar eru svo glæsilegar, að lesandinn fær óðara vatn í munninn. Heiti bókanna er: Smáréttir við allra hæfi, Ódýrt og gott, Svepparéttir, Salatréttir og Fljótgerðir ún/alsréttir. Þeir sem eiga þessar bækur hafa úr að velja hundruð af girnilegum réttum og geta notið sælkera- stunda við að matreiða og borða Ijúffenga rétti, sem eru við allra hæfi. Nr.: 2277 Venjulegt klúbbveró: 2.475 kr. Tilboðsverð: 1.980 kr. 4 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.