Okkar á milli - 01.01.1989, Síða 5
Takið þátt í hinni vinsælu getraun Veraldar
Fallegurfondue-potturfrá Grossaq
Verðlaunin í janúar-getrauninni
okkar er þessi fallegi fondue-
pottur frá Grossaq. Fondue-
réttir eru að verða sífellt vin-
sælli, og auk þess er hægt að
nota pottinn við miklu fleiri rétti,
til dæmis má bræða súkkulaði í
honum og dýfa ferskum ávöxt-
um í. Pottinum fylgir mat-
reiðslubók með fondue-réttum,
sem við vonum að komi að góð-
um notum.
Allir þeir sem eru skuldlausir
10. febrúar geta tekið þátt í get-
rauninni. Spurningin hljóðar
svona: Hvað heitir fyrsta bók
Ólafs Jóhanns Ólafssonar?
Skrifaðu rétt svar á seðilinn á
bls. 11 eða hringdu inn rétta
lausn.
Dregið hefur verið í október-
getrauninni og það var Sólveig
S. Guðmundsdóttir á Súðavík
sem hafði heppnina með sér í
þetta sinn. Verðlaunin sem hún
fær er glæsilegt pottasett frá
Marke Tischfein. Til hamingju!
Bónustilboðið: Albúm fyrir jólamyndirnar
Bónustilboð Veraldar er að
þessu sinni 34 opnu Henzo-
myndaalbúm. Það er ekki sjálf-
límandi, en límstautur fylgir
með. Við höfum áður boðið
samskonar myndaalbúm við
mjög góðar undirtektir, svo að
við vonum að albúmið mælist
líka vel fyrir núna svona rétt eftir
jólin.
Fyrir þá sem taka Bónusnr.:
bók mánaðarins. 5025
Kemur á gíróseðli Bónusverð:
með mánaöarbókinni. 750 kr.
Fyrir þá sem ekki taka
bók mánaðarins.
Greiöist m/póstkröfu Nr.: 5026
eða krítarkorti Verð: 950 kr.
OKKAR Á MILLI
5