Safnaðarblaðið Geisli - 01.03.1954, Blaðsíða 4

Safnaðarblaðið Geisli - 01.03.1954, Blaðsíða 4
-CEISLI 44 IX. ÁRGANGUR. híi£;bi nds mínum allt sem ég vissi um yður,og hann tók því mikið vel lét mig sækja blaðið,sem þér gáfuð mer.Og hann las það vandlega og mælti: "Mér lízt bæði vel á kvæðið og höndina. Vilji hann koma til mín,þessi ungi mað- ur,þá getum við séð hvað semur".Og nú ræð ég yður til að koma sem fyrst með mér til barónsins". Að lítilli stundu liðinni var Ge- org Neumark staddur inni hjá Rósin- kranz baróni,sem tók honum vinsamlega og spurði hann,hvort hann hefði ort þetta,sem á blaðinu stóð,og hvort það væri hans hönd á því,og játaði Georg því hæverskulega. "í>ér easuð þá skéld", mælti sendiherrann, "en hafið þér ekki ort'ánnað en andleg ljóð?" "LÍtið er um það",mælti Georg, "fa- tækra er himnaríki,og mótlætið knýr manninn til að biðja og akalla Guð. Ég hefi ekki enn rekist á neinn, sem í þessa heims fögnuði og fullsælu hefir lyft huga sínum til Guðs í andlegum ljóðum. Undir krossinum opnast munnur og hjarta af sjálfu sér". Sendiherrann var ekki alveg á• sama máli um þetta,og minnti hinn unge mann á konung þeirra Stíanna, Gustaf Adolf,sem á sinni frægu breut hefði ort hafleyga og innilega sálma; "en þér hafið reynt svo mikið mótdrægt i lifinu",bætti^hann við,"að þér hafið vísast óbeit á öllum,sem betur eru settir?" "Nei, Guði sé^lofjég he.fi aldrei orðið mannhateri, þó tt ég sé aumur og fátækur", svaraði Neumark.Það er svo margs konar fátækt til,suma vantar fé og mannvirðingar,aðra hjartefriðinn og ánægjuna,sume vanter þekkingu skiln- ing,aðra heilsu og vellíðen. Patækt mín er ekki hið þyngsta böl. Kristur sjálfur var fátækut vor vegna,og eftir orðum hans verðe guðspjöllin boðuð fá- tækum,og postulinn Pall segir, að hinir fatæku auðgi msrgai' (II.Kor„6,10 ‘Sendiherrann hlustaði með at- hygli á unga manninn og gazt auðsjaen- lega vel að orðum hans og framkomu. "Pjónninn minn hefir sagt mér,að þér hafið stundeð lögfræði",sagði bar- óninn. "Nú liggur hér fyrir að svara bréfi frá Oxenstjerna^kanslarajþar sem hann spyrst fyrir um ýmislegt.I þessu veski hafið þér bréfið frá Stokkhólmi, en i hinu er á leusum blöðum allt,sem ég hefi getað spurt uppi til að svara kanslarabréfinu. En það er eftir að koma því seman í sem styzt og skipu- legast mál.Nú getið þér reynt yður á þvi,og heitið því jafnfremt við dreng- skap yðar að þegja yfir því,sem þér lesið og heyrið frá mér.Þjónninn fær- ir yður morgunverð,og hér hafið þér næði til að leysa verk yðar af hendi. Þegar bréfið er fullsamið,hringið þér bjöllunni,sem þér s^áið fyrir framan yður,og ^erir þá þjonninn mér aövarti* Að aliðnum degi gekk Georg Neu- mark út úr hinum reisulega garði sendiherrans,en það var annar svipur yfir honum nú,en þegar hann fyrir rúmri viku læddist grátklökkur til veðmangarans,I>angað var förinni nú heitið.Hann hljóp við fót og kvað við raust: "Hver sa,er góðan Guð lét ráða".(Þessi sálmur er nr.64 í sálma- bókinni).- Það gekk greiðle^a að leysa út fiðluna,og hann flytti sér heim með hana.Þegar heim kom, varð fiðlan að túlka ^leði hans,ekki síð- ur en hún áður tulkað i íeorg hans. Gamla konan,sern^var húsráðandinn, og hafði komið mannúðlega fram við unga stúdentinn,heyrði að eitthvað nýtt var um að vera.Hún gerði sér er- indi inn til hans.En hann opnaði dyrn- ar á gátt a>.g bað hana og allt hennar fólk að koma inn til sín og samfagna 9Ór,því að nú væri hann í góðri stöðu hjá göfuglyndum manni,og honum væri það að þakka,að hann^hefði aftur feng- ið fiðluna sína,og nú vildi hann leika og syngja ljóðin,sem hefðu komið upp i huga hans þetta kvöld. Og áheyrendurnir voru bæði hljóð- ir og klökkir,begar í fyrsta sinn var farið með hinn trúarörugga fagra sálm: "Hver sá, er góðan Guð let ráða". Georg Neumark var ekki lengi skrifari hjá Rósinkranz.Velgjörðamað- ur hans kom honum að bókavarðarembætti i ¥eimar,og þar lifði hann það sem eftir var ævinnar,virtur og mikils metinn sem skáld og fræðimaður.Hann andaðist rúmlega sextugur,8. júli 1681. Þetta er sagan um skáldið og sálminn,og oss verður hann kærari á eftir. "Á bjargi föstu byggir sá, er byggir miskunn Drottins á". (Tekið samen úr "Ný kristileg smá- rit",sem út komu 1897).

x

Safnaðarblaðið Geisli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnaðarblaðið Geisli
https://timarit.is/publication/851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.