Safnaðarblaðið Geisli - 01.03.1954, Blaðsíða 11

Safnaðarblaðið Geisli - 01.03.1954, Blaðsíða 11
67 IX. ÁRGANGUR G E I S L I Erani3igldss8gan/: M 6 B I R I N. (Sigurður Pr. Einarsson endursagði úr ensku). Um morguninn var hún orðin hvíld og endurnærð. HÚn söng,t>egar hún var að útbúa morgunverðinn. Rigningunni var stytt upp. Rósofin skýin svifu um loftið. A húsþakinu andspænis hús- inu,sem Bess leigði þakherhergið í, kvökuðu fuglarnir o^: loguðu^ f jaðrir sínar,þegar sólin for allt í einu að skína. Og hugsun,sem búin var aö gera vart við sig hja henni allan fyrri hluta næturinnar,varð að föstu áformi. Hún tók Roddy upp í fangið og legði heitu kinnina hans að vanga sér. "Roddy,hjartans bernið mitt. Við förum upp í sveit í dag. Ja,mér er al- vara. Ég fer með þig upp í litla þorp- ið,þangað,sem ég átti heima,þegar ég var lítil. í“ú skalt fá að sjá trén og ána,stóru akrana og litlu hestana,og allt og allt, Og við drekkum te 1 ein- hverju kotinu,rjómate,og borðum sætar kökur með. Heldurðu ekki að þú þiggir það?" Og hún skelli-hló að því,hversu orðlaus hann varð við þessa gleðilegu frétt. Svona glaðan hafði hún ekki séð han'n' lengi - lengi. Svo bjó hún um bláa kjólinn í pappír. Hun ætlaði að afhenda hann leiðinni til járnbrautarstöðvarinpsr. Vonandi var,aö hefðermærin, ungfru Turner^greiddi^ saumalaunin/'út í höndj' En ef ekki - þá átti hún þó aurana,sem hún hafði dregið saman,til þess að fá sér fyrir þá efni í vetrarkjól,- Á- hætta - skortur á fyrirhyggju - o-ja- ja-á. Það var hægt að segja svo,- Og svo var Roddy orðinn flmmara.Og hann hafði ekki fengið að fara upp í sveit - eldrei fengið að fara neitt út úr £>essu sár-leiðinlega umhverfi,neme út a götuna - jú. En þar var sífelld lífshætta - og hún h'afð i engan til að gæta hans þar. Enhvað sem öllu öðru leið,skyldi hpnn fá að fara núna.Einn - einn einastp dag,- langen,yndisleg- an,fagran dag,sem hann gæti munað eft- ir lengi. - - Eorlögin voru henni hliðholl. Ung- frú Turner greiddi saimalaunin starx, og það sem betra var: Hún hrósaði vinnunni og lofaði Bess að lsta hana fá meir^ að starfa. "Blett er litur hamingjunnar", - hugsaði Bess,þegar hún lyfti Roddy upp í vagninn. Henni fannst að hún væri að sleppa úr fengelsi,þegar eim- lestin brunaði af stað - og Roddy fengi nú að sjá sveitina fögru, sem blasti við - eftir örstutta stund.En þegar þau stigu út á stöðvarpallinn í Hartswood,brást léttlyndi hennar. Henni fannst,að hún gæti látið Roddy inn í vagninn aftur og þotið með hann eitthvað - eitthvað út í veröldina, heldur en að koma aftur þangað,- til hins elskaða æsku heimkynnis hennar, Það, að kome bangað nú,myndi særa hjprto hennar - það myndi opna of mörg ógróin sér. Þeð yrði óbærilegt að verða að hugsa til þess,að hverfa aftur til litla,óhugnanlega þakher- bergins,- að þessum sífelldu,þreyt- endi saumum. Ég var flón,hugsaði hún, að ég skyldi leggja upp í þessa ferð. Og einstæðingshátturinn og allsleysið blasti svo ömurlega við í huga henn- er, En úr því sem komið var,métti hún ekki og get ekki látið blessað barn* ið sitt verða fyrir svo herfilegum vonbrigðum,- Og svo var nú líka eitt eð a.thuga: Það var mjög svo líklegt, að enginn myndi þekkja hana. Að helm# en hafði hún ferið,þegar hún var 20 ára gömul stúlke. SÍðan voru liðin 10 löng ár. Og það voru komin grá hár í vengpna og hún var grennri og fölari, Nei,það var ekki líklegt,að hún myndi þekkjast. Davíð móðurbróð- ir hennar var dáinn. Tom myndi vera kvæntur - líklege yngstu Cartwright stúlkunni,sem plltaf hafði verlð svo hrifin af honum. Eðo hann hefði far- ið til Ástralíu,eins og hann hefði veríð að hugsa um,einu sinni. NÚ,og svo va.r heimili hans nokkuð langt frá þorpinu - allt að hálfri annari mílu. Og svo var skógurinn,sem hún ætlaði að skoða,nokkuð langt frá al# fBTöVBgÍ• "Mig langar til að sjá litlu hestana,mpmma", sagði Roddy,þegar þau voru komin frá stöðinni. "Nei", svaraði hún ákveðin. "Hlustaðu nú á,Roddy minn.Litlu hest- ernir eiga heima svo langt héðan,- þarna langt frá langa veginum. Og,nú er mamma svo þreytt og þerf að hvila

x

Safnaðarblaðið Geisli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnaðarblaðið Geisli
https://timarit.is/publication/851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.