Alþýðublaðið - 06.11.1919, Qupperneq 1
Fimtudaginn 6. nóvember
8. tölubl.
Siðustu þing.
(NL).
Það er í fleiru er þessu, sem
Jiröngvað er kosti kaupstaðanna,
íjárhagslega séð. Sem dæmi má
Qefna, hvernig síðasta þing gekk
ífá launum yfirsetukvenna og
barnakennara. Kaupstaðirnir verða
að borga sínum yfirsetukonum
laun að öllu leyti úr bæjarsjóði,
en ríkissjóður greiðir að hálfu
tayti fyrir sveitirnar. Kaupstaðirnir
greiða 2/s af launum barnakennara
sinna, en rikissjóður V*. Sveitirnar
Sreiða að eins helming af launum
kennara sinna, en ríkissjóður
faelminginn. Þetta eru dæmi valin
handahófi, til þess að sýna
h^'sréttið, en sama er upp á ten-
tngnum, hvar sem litið er á. Jafn-
Jel það, sem lítið eða ekkert
xostar að gera, er ógert látið, ef
t>að er til góðs verkamönnum og
^ðruni kaupstaðabtíum. Svo ein-
®tætt róttlætismál, eins og fjölgun
í’ingmanna fyrir Reykjavík, hefir
«nn ekki fengist fram. Að eg ekki
tali um atvinnulöggjöf, verkamanna-
löggjöf, svo vér liggjum eigi undir
|ví ámæli, að vér séum ósiðuð
ómentuð þjóð, sem alt lætur
reka á reibanum í því efni. Þá
®r almenn og fullkomin trygging-
arlöggjöf, sem er bráðnauðsynleg,
hieðan þjóðfélaginu er svo fyrir-
komið, sem ntí er. Ekkert af
^essu er gert. Starf, hugsun og
úmhyggja þingsins er á alt öðru
sviði. Ekkert er þar gert, sem
Verkamönnum og kaupstaðabtíum
eQiur við, nema að láta þá greiða
^hoatan hluta skattanna.
V.
Af þessu má þá sjá, að harðir
^ðmar^ manna hér i Reykjavík um
PÍQgið eru ekki ástæðulausir. Þingið
. 8®r Verið mjög hlutdrægt, rang-
^ 1 garð bæjarbtía. En þetta
hiá ekki svo búið standa lengur.
^oykvísk alþýða getur ekki búið
1 ^ð, að hvert atkvæði þeirra
sé ekki meira metið en 1[t af at-
kvæði kjósenda sumstaðar á land-
inu. Þeir verða að fá þetta lagað,
mér liggur við að segja: ef ekki
með góðu, þá meb illu! En eg
veit, að til þess þarf ekki að koma.
Ef vór eigum fulltrtía á þingi, sem
eru nógu einbeittir og óhikandi,
geta hinir ekki spyrnt á móti.
Þingið á að vera stofnun fyrir
alla þjóðina, og þab hvorki má
nó getur látið sem vér Reykvík-
ingar, sjötti hluti þjóðarinnar,
séum ekki til annars en að flá
inn að beini.
En hvernig má það verða, að
þessu verði kipt í lag? Hvernig
verður bætt tír ranglætinu, sem
alþýða þessa bæjar á við að btía
frá þinginu?
Bótin verður að koma frá al-
þýðunni sjálfri. Það er ekki nóg,
að láta óánægju sína í Ijós
við kunningja sína á torgum og
gatnamótum, en gera svo ekkert
til þes3 að bæta tír. Alþýðan
verður að neita þess réttar, sem
htín hefir, kosningarréttarins, til
þess að hafa áhrif á þetta. Htín
verður að nota þetta vald sitt, til
þess að skipa vel þessi tvö þing-
sæti, sem hún á ráð á. Skipa þau
mönnum, sem hún þekkir að því
að hafa skoðanir hollar fyrir al-
þýðuna, sem hún veit ab aldrei
bregðast stefnu alþýðunnar, og
sem hún treystir til að standa
fast í ístabinu fyrir sig með al-
vöru, djörfung og staöfestu. Al-
þýðunni verður að skiljastþað, að
lítil von er til þess, að þeir, sem
áður hafa haft tækifæri til að
gera vel, en ekki gert það, fari
ntí að taka sér fram og gera
betur. Og sízt af öllu má búast
við góðu, enda þótt mennirnir
vildu vel, þegar þeir eru tilnefndir
af félagi, sem vitanlega er stofnað
til þess að vinna á móti alþýð-
unni. Og það er óþarfi fyrir al-
þýbumenn að fylgja þessum mönn-
um, með hálfum huga og litlu
trausti. Þeir eiga völ & mönnum
tír sínum fiokki, mönnum, sem
Au glýsingar.
Auglýsingum í blaðið er fyrst
um sinn veitt móttaka hjá Guð-
geir Jónssyni bókbindara, Lauga-
vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á
afgreiðslunni á Laugavegi 18 b.
hafa hollar skoðanir og vitanlegt
er að aldrei bregðast stefnu sinni.
Þeim er óhætt að treysta.
Að vísu er ekki að btíast við
bráðum endurbótum, þó tveir
menn komist að. Tveir menn
koma ekki miklu fram, ef fast er
staðið á móti. En bótin er, að
hinir eru sjálfum sér sundur-
þykkir. Og svo er annað. Sigur
alþýðunnar hér í Reykjavík hefir
áhrif á alþýðu um alt land. Hún
vaknar og sér hvað htín getur.
Ef Alþýðuflok*kurinn vinnur bæði
sætin hér nú við kosningarnar,
þá má reiða sig á, að hann fær
mörg sæti við næstu kosningar
hér á eftir.
Þá verður og að gera sér ljóst,
að því meiri von er um góðan
árangur, ef þingið finnur og veit,
að þeir menn, sem þar bera fram
kröfur alþýðunnar, eiga að baki
sér öflugan flokk manna, finnur
að öll alþýða þessa bæjar stendur
á bak við þá og styður þá í þess-
um kröfum. E*á getur þingið ekkl
staðið á móti til lengdar. Þess
vegna þurfa frambjóðendur Al-
þýðuflokksins að fá yfirgnæfandi
meiri hluta við kosningarnar. En
það hefst ekki fram nema því að
eins, að alþýðan sé samtaka, allir
láti sig skifta kosningarnar, geri
alt, sem í þeirra valdi stendur, til
þess að kosningin falli alþýðu í
vil, enginn sitji heima og láti
engan sitja heima. Þá er góð von
um sigur, og von um stefnubreyt-
ingu til góðs í þinginu.