Reykvíkingur - 23.05.1928, Page 30
REYKVIKINGUR
62 .
Kvenpjóðin.
— Dönsk stúlka Ása Tilly
að nafni hetur nýlega fengið
sveinsbréf sem silfursmiður.
Að eins einn danskur kven-
maður hefur áður orðið fuil-
nema silfursmiður.
— í Englandi stunda nú 20
þúsund kvenmenn buskap, sem
sjálfstæðir atvinnurekendur. —
Margir þeirra stunda hænsna-
rækt, geitarækt eða kaninu-
rækt- Kaninurækt hefur farið
mjög mikið í vöxt á síðari
árum, eftir að farið var að
rækta tegundir, sem verðmætt
skinn eru á.
— Á málverkasýningu kon-
unglega listaskólans (Royal
Academy) í London, sem opn-
uð var fyrir hálfum mánuði,
eru 140 málverk eftir kven-
menn af 720.
— Enskur kvenmaður, latði
ftailey flaug síðast í apríl frá
Lundúnum til Kapsiaðar í Suð-
ur-Afriku- Hún fór þetta alein
í „Moth“-vél, og þótti það frá-
munalega vel gert-
— Englendingar hafa skilað
soldáninum af Yohore aftur ýms-
um smáeyjum kringum Singapore,
er peir hafa haldið í yfír hundr-
að ár.
— Kemal pasha, forseti tyrk-
neska lýðveldisins lét í fyrra banna
að ganga með f e z, hinar sér-
kennilegu tyrknesku hútu, svo
nú ganga allir menn í Tyrklandi
með höfuðfat að Evrópumanna
sið. Nú er Kemal nýbúinn að
banna notkun arabiska letursms,
og fyrirskipa latínuletur. Er pað
stór framför, pvi arabaletrið cr
afar ógreinilegt og seinlært.