Reykvíkingur - 23.05.1928, Page 28

Reykvíkingur - 23.05.1928, Page 28
 60 REYKVÍKINGUR A\eira um stúlkurnar. Ekki vil ég almennlega kann- ast við að ég sé illgjarn- Samt var mér mjög skemt pegarég heyrði, að einum velþektum blaðamanni hérna í Reykjavík væri kend greinin mín um dag- inn. Og enn meir var mér skemt þegar ég heyrði, að þrjáreða fjórar stúlkur, smávaxnar en laglegar, væru ösku-vondar út í hann, af því þær héldu hann ætti við sig. Ég held nú að ég verði að ljösta því upp, að stúlkan litla, laglega, á hælunum háu, er farinn fyrir nokkru úr borginni; ég veif ég geri skaða með því að segja frá þessu, því það væri bara gotf að nokkrar stúlkur tæki það, sem sagt var, til sín. I mörgum löndum er það siður kvenfólks að guðlasta, þegar það verður hissa eða þegar því ofbýður- Hér áður sagði kvenfólkið við slíktlæki- færi: »Almátiugur!«, en nú er svo margt at því búið að dvelja í Danmörku, að nú hrópar það alt, eins og danska fólkið: »Guð!«, eða ef því verður mik- ið um: »Gvvvvuð!« Því þarf nú kvenfólkið okkar að vera svona óþjóðlegt? Ef það vill guðlasta, pví gerir það það þá ekki á Islenzku? Hér um dag- inn var ég að tala við mann fyrir utan pósthúsið- Mættust þá fvær meyjar og stönzuðu rétt hjá, en af því að eyrun á mér snúa sitt í hvora áttina (þið getið þekt mig á því, ef þið sjáið mig berhöfðaðan) þá heyrði ég alt, sem þær sögðu. önnur sagði: »Nei, hvernig hefurðu það?« Mig dauðlang- aði til þess að spyrja hana að því, hvað þetta »það« væri, en af því ég veit að ég er 40 ár- um of gamall til þess ungar stúlkur hafi gaman að tala við mig, þá hafði ég vit á að þegja. Rétt á eftir. bað hin stúlkan hana að fara meó sér inn til Haraldar, og svariðvar: »Já, so gjarnan!« Heyrið þið stúlkur! Ég veit að það eru margir karlmenn, sem tala vont mál, en þið er- uð yfirleitt verri. En af því þið eruð svo miklu snyrtilegri í allri framkomu en karlmennirnir, þá ættuð pið að ganga á undan þeim í pví, að hælta að tala hrognamál. Að fala slettött er söðaskapur og ekkert annað, og engu betra en að vera með skítugt hár eða með kálfs- fætur í silkisokkum- Þetta um kálfsfæturna ætiuð þið að at- huga, því það er ljötara að

x

Reykvíkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.