Reykvíkingur - 06.09.1928, Side 28
508
REYKVÍKINGUR
JAFNINGI CHAPLÍNS.
, Einu sinni var strákur að
leika sér að bolta á götunni, og
var svo óheppinn að kasta bolt-
anuin inn um glugga svo rúðan
brotnaði.
I sömu andránni kom fokreið
kerling út úr húsinu og ætlaði
að skamma strákinn en hann
varð fyrri til og segir:
»Ég braut rúðuna í húsinu
pínu, e'n ég skal strax sækja
hann pabba og biðja hann að
láta nýja rúðu í«.
Við petta sefaðist kerlingiu.
Eftir stundarkorn kom strák-
ur aftur og með honum maður,
sem leit út fyrir að vera gler-
sali.
Peir fóru báðir inn í húsið og
glersalinn fór að láta nýja rúðu
í, en strákurinn tók boltann sinn,
sem var inni í húsinu pg fór við
svo búið.
»Verkinu er lokið. Ætlar frú-
in að borga strax, eða á ég að
senda reikning?« sagði glersal-
inn.
»Borga, par sem pað var son-
ur yðar sem braut rúðuna« seg-
ir kerling.
»Sonur minn, ég á engan son.
Pað kom strákur til mín í búð-
ina og sagðist. vera sendur til
pess að fá mann til pess að setja
rúðu í.
En eruð pér ekki móðir hans?«
»líg«, segir kerling. »Nei«.
Endirinn var sá, að kerling
varð að borga manninum, og sá
ekki strák meir.
---
Atlantshafsflug.
Tveir Pólverjar reyndu í fyrra
mánuði að íljúga frá Ameríku til
Evrópu, en pegar peir áttu að'
eins stutt eftír ófarið til pess að
komast til Portúgal, bilaði hreyf'
illinn, og peir urðu að láta vél'
ina setjast á sjóinn. Sáu peir 1
pvíý gufuskip koma, pað var
pýskt og hét »Samos« (3000
smál.). Var flugmönnunum bjarg'
að af bát frá pví skipi, en nokkr-
um erfiðleikum var pað bundið,
pví ekki var gott í sjóinn. Sand
náðust flugmennirnir ómeiddir,
en pegar upp á skipið kom datt
annar peirra og slasaðist nokk-
uð.
Pólska landsstjórnin kostaði
flug petta.
Enski flugmaðurinn Oo.urtenay
ætlaði að fljúga vestur yfir
lantshaf og koma við á Azo1
eyjum. Flaug hann frá Lisbóa
(höfuðborg Portúgala) til A’/-01
cyja, en er hann ætlaði a