Reykvíkingur - 22.12.1928, Blaðsíða 7

Reykvíkingur - 22.12.1928, Blaðsíða 7
REYKVÍKINGUR 863 Fylgist með fjöldanuin á JÓLASÖLU EDINBORGAR. ins, »við verðum líklega að hætta. Gammarnir hafa orðið á undan okkur«. Peir sneru heimleiðis og fóru að sofa. Einn af vinum Garibalda var vanur að koma inn til hans á hverjum morgni, og bjóða hon- um góðan daginn, um leið og Garibaldi fór á fætur, en f>að var æfinlega um fjögur 'leytið. Morguninn eftir leitina kom vin- urinn eins og hann var vanur, en aldrei þessu vant, svaf Gari- baldi. Vinurinn kveikti sér í vindli, og beið svo sem í hálf- tíma, en ekki vaknaði hinn. Vinurinn varð þá hræddur um, að Garibaldi mundi vera veikur, svo hann fór inn í stofuna og gerði dálítið prusk. Garibaldi vaknaði á augabragði, settist upp og néri augun. »Eru allir komnir á fætur?« spurði hann. »Nei, hershöfðingi, aðeins ég«. »Ágætt!« sagði Garibaldi, stakk höndunum niður undir ábrcið- una og dró upp ofurlítið lainb. »Farðu með pað til mömmu sinnar«, sagði hann, »henni er sjálfsagt farið að leiðast eftir pví«. Á borðinu hjá rúmi Garibalda stóð skál með mjólk. Allir höfðu gengið til hvílu um kvöldið, Garibaldi líka, en honuin var ómögulegt að sofna. líugsunin um lainbið, sem lá úti í nætur- kuldanum, hélt honum vakandi, kannske væru nú gammarnir að rífa pað í sig. Hann fór á fæt- ur, kveikti á skriðljósi sínu og fór út í náttmyrkrið. Alla nótt- ina leitaði hann, og loksins und- ir morguninn fann hann paö undir klettum, hálfstirðnað af kuldu. Hann vafði kápu sinni utan um pað, og pegar heim kom, hitaði hann pví mjólkur- sopa og stakk pví ofan undir hjá sér, til pess að pví gæti hlýnaö. IBeztu kolin í kolaverzlun Guðna Einarssonar & Einars. Sími 595.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.