Reykvíkingur - 22.12.1928, Blaðsíða 10
870]
KEYKVÍKINGUR
meiri en það, að klukkan tíu
var ennþá lifandi undir katl-
inum. Lét skipstjóri þá nota
eimpípuna, og var pípað í sí-
fellu til kl. 11, en þá var bú-
ið að eyða öllum eimnum. Ná-
lega hálfri stundu síðar fóru
vélarmenn alfarnir úr vélar-
rúmi.
Skipverjar voru 16 alls, og
voru nú 10 eftir um borð. Þetta
skeði við Skaftárós 20. nóvem-
ber 1926.
Ekki verður sagt, að þeim
tíu, eftir voru um borð, hafi
liðið illa. Þó útlitið væri ekki
glæsilegt. — Þeir gátu eldað,
höfðu góða matarlyst, og leið
svo nóttin.
Næsti dagur.
Þegar birti af degi næsta
morgun, sáu skipverjar fólk á
landi. Skildu þeir að það var
að benda þeim hvar bezt væri
að lenda, en brimið var svo
mikið, að ekkert viðlit var að
reyna lendingu.
Ekkert vissu þeir skipverjar
enn hvernig farið hafði fyrir
félögum þeirra, en afdrif þeirra
höfðu orðið þau, að bátnum
hvolfdi. Komust fimm þeirra á
kjöl og rak á land með bátn-
um, en sá sjötti, 'sem var
donkey-maðurinn druknaði. En
er þeim hafði skolað á land, þá
vissu þeir ekki hvert halda
skyldi, og héldu því kyrru fyr-
ir. Eftir 4 eða 5 tíma bið þarna
holdvotir í kalsaveðri, jíom fólk
á strandstaðinn, og fylgdi þeim
til húsa. Voru þeir þá töluvert
þjakaðir.
Nú víkur aftur að þeim, sem
um borð voru. Leið allur næsti
dagur, án þess viðlit væri að
reyna að fara í land. Vatn var
í vélararúmi upp til miðs, og
ekki var hægt að komast fram
í hásetaklefa, því ^að braut
yfir skipið að framan.
Næstu nótt var skipverjum
nokkuð kalt, en þó var líðanin
furðugóð.
Þriðji dagur.
Þegar morgnaði mátti sjá að
skipið hafði heldur færst upp,
en ennþá var haugabrim.
Ekkert var hugsað um að
elda þennan dag.
Þegar ' komið var fram yfii’
hádegi hafði sjóinn lægt nokk-
uð, og fóru menn þá að hugsa
til að reyna landgöngu.
Ekki var nema einn bátur
eftir í skipinu, og var það
tveggj amanna-f ar.
iKvaddi skipstjóri nú Björg-
vin til þess að reyna að komast
í land á bátnum, en Björgvin
tók með sér Ástralíumaim, er