Reykvíkingur - 22.12.1928, Qupperneq 12
872
RBYKVÍKINGUR
4
komu þeir að kaupfélagshús-
inu.
Var þar kaffi tilbúið, en er
þeir höfðu þegið það, var þegar
haldið af stað aftur, og komið
heim að bæjum eftir hálftíma
reið.
Niðurlag.
Voru strandmennirair nú
um kyrt í fjóra daga, en á
fimta degi var lagt af stað
landveg til Reykjavíkur. Var
það fimm daga ferð og voru
skipverjar kátir og ánægðir yf-
ir því hveraig úr þessu hafði
ræzt.
En í einhverju norsku bygð-
arlagi hefur, móðir, kona, unn-
usta eða systir fengið kald-
ranalega frétt, um að sonur
hennar, eiginmaður, unnusti
eða bróðir hafi druknað við ís-
land. Líkið hafi rekið, og verið
grafið í kirkjugarði í afskektri
sveit, sem hún á ilt með að
lesa nafnið á.
Vafalaust eru nú skipverj-
amir af Nystrand dreyfðir um
h'eimshöfin með norskum skip-
um. Og maðurinn frá Ástralíu
er sennilega kominn á suður-
hvelið, þangað sem heitir vind-
ar blása; segir hann þá félög-
um sínum þar, einhverntíma
söguna af því þegar hann
strandaði við kalda Island,
eyju, sem sé hinumegin á
hnettinum, um för hans í land
á litla bátnum, og um Islend-
inginn, sem fór um borð aftur
að sækja hina félagana þeirra,
en hér á Islandi er atvikið
gleymt, eins og svo ótal mörg
! önnur karlmensku- og dreng-
skaparbrögð sjómanna vorra, í
látlausri baráttu þeirra við
höfuðskepnumar. Ö. F.
Moissi.
.— 'a,
Hinn heimsfrægi þýzzki leikari
Alexander Moissi, sem sagður er
að eiga mest ítök allra í þýzzkrn
kvenhjörtum, er nýlega farinn til
Bandaríkjanna, og er ráðinn til
þess að leika þar þangað til í
marz. Fer hann þaðan til Buenos
Aires í Argentínu, en að því búnu
fer hann til Lundúna, því þang-
að er hann ráðinn á eftir. Hanin
á að leika í Bandarikjunum í
„Líkinu lifandi1' (eiingöngu í því),
en í Suður-Ameríku í „Öþidus
konungur" og „Afturgöngur".
Kennarinn: Heldurðu að það
þætti mikið til Ólafs Tryggvason-
ar koma, ef hann væri á lífi nú-
Drengurinin: Já afar mikið.
Hann væri þá yfir 900 ára.