Reykvíkingur - 22.12.1928, Blaðsíða 13

Reykvíkingur - 22.12.1928, Blaðsíða 13
REYKVfKINGUR 873 Af Lincoln. Eftir eina af orustunum í ám eríska stríðinu lágno. mörg pús- und særðra hermanna á sjúkra- húsi, margir af þeim biðu að eins dauða síns. Lincoln forseti frétti um þetta, og hraðaði sér til sjúkrahússins. Þegar hann kom þangað varið honum undir eins litið á ungan mann, sem hafði sýnt sérlega mikið hugrekki í bardaganium. „Get ég gert eitthvað fyrir þig?“ spurði forseti. „Mér þætti vænt urn, ef þér vikluð skrifa henni mömimiu fyr- ir mig.“ Lineoln skrifaði bréfið og setti nafn sitt undir. Þegar ungi mað- urinn sá nafnið, hrópaði hann hissa: „Eruð þér foi'setinn!“ „Já, drengur minn, get ég ekh gert eitthvað fyrir þig?“ „Jú, cf þér vilduð nú koma i staðinn fyrir hana mömmu og halda í hendina á mér þangað til það er búið. Það dregst ekki svo lengi.“ í meira en tvo tínia sat for- setinn mikli við rúm deyjandi hermannsins og hélt í hönd hains. Hann slepti henni ekki fyr en hún var orðin köld. Hittir þú manneskju í nauðum stadda, komdu þá í staðinn fyrir mömmu hennar. Það er betra en að halda hinn stærsta og bezta fyrirlestur um að elska náunga sinn. (Þýtt.) Loftferðaviti í Khöfn. Carlsberg ölgerðarhúsin hafa nýlega bygt loftferðavita við verk- smiðjur sínar í Khöfn. Neðst er ferhymt bygging allmikil, eða turn, notaður til ýmsra þarfa i sambandi við verksmiðjurnar, og eru þar skrifstofur, matsalir o. fl. cn efst er vatnsgeymir fyrir verk- smiðjurnar, er tekur 775 smálest- ir af vatni. Þessi ferhyrndi tum er 34 metra hár (Nathan & OÞ senshús í Rvík er 26 metra hátt). Ofan á honum er svo stálgrind, sem er í laginu sem egyfpzkur obeliski, og er hann 1 Vs sinnum hærri en 5 lofta hús. Er efri endi óbeliskans i viðlíka hæð og spír- an á Marmarakirkjunni í Kaui)- mannahöfn eða álíka há og turn- arnir á Hröarskeldu-dómkirkju. Hliðar óbeliskans eru með lýs- andi pípurn (Philips Neonpípur), og eru þær samtals 1/2 kílómeter á lengd. Þegar rafmagni er hleypt í pípur þessar lýsa þær með all- sterku rauðu ljósi, er sjá má langt að.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.