Reykvíkingur - 22.12.1928, Side 16

Reykvíkingur - 22.12.1928, Side 16
876 REYKVIKINGUR Prinsessa skotin. Hinn heimsfrægi fiðlusnilling,ur Vasa Prihoda hélt hljómleika í Vínarborg 3. nóvember. Þegar hann var búinn að leika njkkur lög, kváðu alt í eimu við þrjú skammbyssuskot í salnum. Það var herforingi einn, Feiix Gart- ner að nafni, sem skaut þessum skotum á unmustu sína, Miihem prinsessu, sem er tyrknesk að þjóðerni, en hún h.né niður v:iö skotin, og var þegar örend. Ákaf- ur felmtur greip fölkið í. fyrstu, en brátt spektist það, og gengu nokkrir hugrakkir mernn til her- foringjans, sem sagðist hafa drep- ið unnustuna af afbrýðissemi. Var nú herforinginn handtekinn, enda veitti hann enga mótspyrnu, og var örenda prinsessan borin út, en síðan héldu hljómleikarnir á- fram. — í bæjarþinginu í Randarós (Randers) í Danmjörku lenti þeim saman um daginn, dómaranum, sem heitir Kaas, og fulltrúa á- kæruvaldsins, Erlind lögrcglufuU- trúa. Málið reis út af kvenmanni, er kærð var /yrir útigang á göt- um boTgarinnar. Tók dömarinn orðið af lögreglufulltrúanum, en hann mötmælti því, og varð úr þessu rifrildi, sem endaði' á því að dómarinn sló í borðið svo blekbyttan hoppaði, og sagðist sekta hinn, ef hann ekki þagnaði tafarlaust. Þagnaði hann þá, en þar með er ekki málinu lokið, því hann segist ekki mæta oftar göð- viljuglega í rétti þar sem Kaas sé, dómari. - Störþjófurinn danski Schön- dorff-Hansen, sem sagt var frá hér í blaðinu að reynt hefði að flýjá með því að stökkva út um lokaðan glugga, en við það föt- brotnað á báðum fótum, er nú í göðum bata. Hann liggur á „Kommunohospitalet'‘ í Khöfn. Konan: Hefði ég vitað að þú ert hreint og beint heimskiir, hefði ég aldrei gifst þér. Maðurin-n: Þig átti þó að renma grun í að ég væri ekki gáfaður, úr því að ég bað þín. Jón: Áfskaplega er nú yfirdriÞ ið í mörgum málsháttum, t. d. að með þolinmæði megi bera vatn í hripum. Bjarni: Það er hægt., Jþn: Þú meinar þegar Kölski gerði það í Odda? Bjarni: Nei, ég meina, að bæði þú og ég getum það með þolin- mæði með því að hafa þolin- mæði til þess að bíða eftir því að það frjösi.

x

Reykvíkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.