Reykvíkingur - 22.12.1928, Síða 18

Reykvíkingur - 22.12.1928, Síða 18
874 REYKVIKINGUR „Sunna” er bezta ljósaolían, sem til landsins ílyzt, hrein og tær, gefur skæra birtu og er drjúg í notkun. Pessi tegund er ein notuð á ljósker brezku járnbrautanna og hina skæru vita umhverfis Bretland. Púsundir íslenzkra heimila geta borið hennar vitni. Biðjið um »Sunnu« í búðunum. Olíuverzlun íslands, h.f. Eru stórir menn gáfaðri en litlir. Danskur sálfræðingur, að nafni Paul Balmsen, segir, að yfirleitt væru stórir menn greind- ari en litlir. Hann hefur látið 1200 manns ganga undir gáfna- próf hjá sér, og er pessi áður- nefnda skoðun hans niðurstaðan af þeiin prófuin. Pað kom sem sé í ljós, að af þeim beztu úr hópnum, sem hann mældi, það er þeir sem voru 173—185 cm. háir, voru 47 af hundraði yfir meðallag að gáfum, en aðeins 18 af hundraði undir meðallag. Hinsvegar var af þeim, er lægst- ir voru úr hópnum (þeim sein voru 154—105 cm. háir) aðeins 22 af hundraði yfir meðallag að gáfum, en 43 af hundraði voru undir meðallagi. Pað voru, eins og skiljanlegt er, margar undantekningar frá þessu, margir stuttir og greind- ir, og langir og miður greindir. Ég er svo óldutdrægur, að skrifa grein um þetta fyrir »Reykvíking«, þó ég sé sjálfur ekki Jiár í loftinu; Pað hefur löngum verið hálf litið niður á okkur, sem litlir erum, og iRa lízt mér á, ef nú á að koma þvi á okkur, að við séum ekki eins greindir og löngu slánarnir. Stuttur.

x

Reykvíkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.