Rödd verkalýðsins - 01.06.1930, Qupperneq 2
RÖDD VERKALÝÐSINS
„Afvopnun”
danskra „jafnaðarmanna”,
skósveina Þjóðabandalagsins
svo mikið í aðra hönd, að það
borgi sig að greiða þessar 35.000
krónur?
Svo mörg ei'ii þau heilögu orð.
Vér höfðum nú haldið í fávisku
vorri, að lilutleysi landsins skifti
nokkuð meira máli en þessar
krónur.
Vér skulum nú reyna að gera
oss grein fyrir allri þeirri hless-
un, sem vér erum liklegir til að
njóta, ef vér, vesöl þjóð, verðum
þeirrar sæmdar aðnjótandi að fá
að greiða 35.000 krónur á ári,
sem styrk til stórveldanna.
Hvernig- Þjóðabandalagið fer að
því að afvopna.
Á átta árum voru ráðstefnur
þær, sem haldnar voru um af-
vopnunarmálið 121 að tölu. Hver
er árangurinn af þeim?
Stöðugur landher stórveldanna
fimm, Frakldands, Bretlands,
Ítalíu, Bandarikjanna og Japans
taldi 1913—'14:
eina miljón og 827 þúsundir,
en 1928—''29:
toær miljónir og H7 þúsundir.
Varalið þessara ríkja var 1914:
7—8 miljónir manna,
en 1929:
20 miljónir manna.
Eftir stríðið var myndaður
hringur fjandsamlegra smáríkja
kring um Rússland. Fimm hin
lielstu þessara ríkja hafa samtals
575.000 manna stöðugan landher.
Bæði í þessum ríkjum, sem hér
Iiafa verið talin, og í Miðevrópu-
löndunum, eru auk þess aftur-
haldssamir sjálfboðaliðar svo
miljónum skiftir i skipulags-
hundnum hernaðarsamböndum,
sem hafa stöðugar heræfingar.
Dr. Björn Þórðarson liefir það
eftir „jafnaðarmanninum“ Paul
Boncour, að landlier Frakklands
hafi minkað mjög síðan fyrir
stríð. Paul Boncour er einn af
helstu leiðtogum sósíaldemókrafa
í Frakklandi.
Sannleikurinn er sá, að land-
lier Frakklands taldi 546 þúsund-
ir manna árið 1914, en 725 þús-
undir 1929.
Hr. Boncour og' dr. Birni er
háðum mjög í mun að finna sann-
anir fyrir friðarstarfsemi Þjóða-
bandalagsins. En hvernig þeir
fara að komast að þeirri niður-
stöðu, að landher Frakklands
hafi minkað, er oss ráðgáta.
Hins er auðvitað ekki getið, að
þessi Boncour er upphafsmaður
að hernaðarlöggjöf þeirri, sem
nú gildir í Frakklandi. Með henni
er öll franska þjóðin, konur og
karlar, ungir og gamlir, gerð her-
skyld, ef til ófriðar kemur.
Hernaðarútgjöld stórveldanna
fimm voru 1912—’13:
H33 miljónir dollara,
en 1928:
21tí'i miljónir dollara.
Með öðrum orðum: Hernaðar-
útgjöld þessara fimm ríkja hafa
aukist nærri því um helming frá
því fyrir stríð.
í löndunum kringum Rússland
er mest af útgjöldum fjárlaganna
framlög til hernaðar.
Herfloti Bandarikjanna, Eng-
lands og Japans var 1922:
570.000.tonn,
en 1930:
923.00 tonn.
Á þessu ári verða bygð 24 ný
herskip af ýmsum tegundum i
Bretlandi.
Þó er ótalið það, sem langmestu
máli skiftir í næsta ófriði, en það
er hin gífurlega aukning her-
flugvélaflotans og eiturgasfram-
leiðslunnar.
Hernaðarútgjöldin gefa annars
litla liugmynd um alt það fé, sem
varið er til þess að undirbúa
næsta strið. Að minsta kosti 70%
af verslunarflota Bretlands má
nota í hernaði. Hernaðarflugvél-
ar og hernaðarbifreiðar eru
framleiddar undir yfirskini frið-
samlegra afnota. Miklum hluta
efnaframleiðslunnar er hægt að
breyta í hernaðarframleiðslu
Iivenær sem er.
Á ráðstefnum, sem skifta
hundruðum, hefir Þjóðabanda-
lagið skrafað um afvopnun. Á
ráðstefnu, sem lialdin var 1927,
báru Rússar fram tillögur um al-
gerða afvopnun. Þá gægðist úlf-
urinn undan sauðargærunni. Til-
lögunum var liafnað vegna þess,
að ekki þótti tiltækilegt að hafa
engan her til að bæla niður upp-
reisnir heima fyrir og í nýlend-
unum. Þarna fékst full viður-
kenning á því, að tilgangur
Þjóðabandalagsins er að vernda
auðvaldsskipulagið og nýlendu-
kúgunina.
Næsta ár komu Rússar með til-
lögur um takmörkun vígbúnaðar.
Þá var eins og ginkefli væri
stungið upp í friðarpostulana.
Þeim tillögum var einnig hafnað.
Þjóðabandalagið lieldur áfram
að skrafa um frið; meðlimir
þess halda áfram að vígbúast.
Hvernig þjóðabandalagið fer að
því, að koma í veg fyrir stríð.
Síðan Þjóðabandalagið var
stofnað hefir altaf verið barist
einhversstaðar í heiminum. Ægi-
legar styrjaldir liafa verið háðar,
en þær hafa bliknað svo í með-
vitund almennings fvrir hinum
mikla hildarleik, sem háður var
1914—T8, að mönnum hefir þótt,
sem friður væri.
Ófriður i Kína, ófriður milli
Frakka og Marolckóbúa, ófriður
milli Frakka og Sýrlendinga, ó-
friður milli Breta og Araba, ó-
friður milli Bandaríkjanna og
Nicaragua, ófriður i Afghanistan,
þar sem Bretar voru í raun og
veru annar aðilinn. Og nú dreg-
ur til ófriðar milli Breta og þeirra
þjóða, sem byggja Indland.
Herrarnir í Þjóðabandalaginu
liafa setið og skrafað um það,
hvernig þeir ættu að fara að því,
að gera friðinn eilífan, á meðan
þeir hafa sjálfir átt í blóðugum
styrjöldum víðsvegar um bnött-
inn. Það hefir sýnt sig, að ráns-
fengurinn frá stríðinu verður
ekki verndaður á friðsamlegan
hátt.
Síðan Þjóðabandalagið var
stofnað, bafa orðið ýmsir árekstr-
ar, sem vel hefðu gelað orðið
upphaf að nýrri heimsstyrjöld,
til dæmis deilan milli Bolivíu og
Paraguay, sem enn er í fersku
minni, og deilan um kinversk-
rússnesku járnbrautina síðast-
liðið ár.
Deilan milli Bolivíu og Para-
guay var árekstur milli auð-
magns Bandaríkjanna og Bret-
lands. Þegar í óefni var komið,
létu Bandaríkin selja sér sjálf-
dæmi í málinu, sem er vottur
þess að Bandaríkjaauðvaldið er
Bretum ofjarl í Suður-Ameríku.
Deilan um kínversk-rússnesku
járnbrautina var árekstur milli
stórveldanna, sem eiga hags-
muna að gæta í Kina, annars
vegar og Rússlands hins vegar.
Henni var komið af stað með það
fyrir augum, að siga Rússum og
Kínverjum saman, er skyldi
verða upphaf að almennri kross-
ferð gegn verkalýðsríkinu.
Þegar slík vandamál hafa bor-
ið að höndum, þegar ný heims-
styrjöld heíir drepið á dyr, hefir
Þjóðabandalagið staðið ráð-
þrota. Hvers vegna?
Vegna þess, að ráðamenn
Þjóðabandalagsins hafa verið
helstu hrókar í lafli.
Bretar eru forustuþjóðin í
Þjóðabandalaginu. Þegar nú er-
indrekar þeirra i Asíu eru önn-
um kafnir að æsa til ófriðar, er
þá nokkur Von til þess að fulltrú-
um þeirra í ráði Þjóðabandalags-
ins sé alvara, þegar þeir þykjast
vera að stilla til friðar?
Ófriðarblika er á lofti. Það
drégur til ófriðar milli auðjötn-
anna tveggja, Bretlands og
Bandaríkjanna. En snarpur
vindur blæs á blikuna frá verka-
lýðsstórveldinu i austri.
Stórkostleg kreppa er að fær-
ast yfir auðvaldsheiminn. Forða-
búrin eru full og allir markaðir
eru tæmdir. Sjötti hlutinn af
yfirborði jarðarinnar er á valdi
verkalýðsins og lokaður fyrir
auðmagninu. Auk þess eru ráð-
stjórnarlýðveldin að gerast
hættulegur keppinautur á heims-
markaðinum.
Þess vegna er það lifsskilyrði
fyrir stórveldin að koma verka-
lýðsríkinu á kné. Þess vegna
undirbúa þau hina ægilegustu
herferð á liendur því.
Engum, sem hefir augun opin,
getur blandast hugur um þenna
stríðsundirbúning. Þess eru áður
engin dæmi, að nokkurt ríki liafi
verið egnt svo til stórræða, sem
Rússland. Sendiherrabústaðir
þcirra liafa verið brotnir niður,
starfsmenn þeirra teknir fastir
og stundum drepnir, eignum
þeirra hcfir verið rænt, samning-
ar rofnir og herdeildir hafa ráð-
ist inn í land þeirra. Rússar hafa
tekið þessum árásum með slíkri
festu, að allar tilraunir fjand-
manna þeirra til að kveikja nýtt
ófriðarbál, hafa mistekist.
En það er enginn vafi á því,
að þessir ræningjar í gerfi friðar-
engla hafa í liyggju að láta til
skarar skríða hið bráðasta. Það
er bættulegt fyrir þá að striðið
við Rússland dragist lengi, því að
land verkalýðsins verður öflugra
með degi hverjum.
Vér getum nú hiklaust ályktað:
Hver, sem heldur því fram, að
Þjóðabandalagið starfi að því, að
koma á friði i heiminum, talar
annaðhvort af miklum ókunnug-
leik, eða þá hann er svo snortinn
af anda Þjóðabandalagsins, að
hann telur það skyldu sína að
breiða friðarblæju yfir undir-
búning hinnar ægilegustu styrj-
aldar, sem enn liefir verið háð á
þessari jörð.
Hvernig- „vernd“ Þjóðabandalags-
ins er háttað.
Þjóðabandalagið hefir fram-
kvæmt „vernd“ sína á löndum
þeim, sem sigurvegararnir lögðu
undir sig í stríðinu, á þann hátt,
að skifta þeim milli stórveld-
anna. Stórveldin hafa síðan liag-
nýtt sér auðlindir landanna, eftir
því sem föng voru á. Bændur eru
flæmdir burt af jörðum sínum,
og er þeir liröklast til borganna,
eru þeir arðnýtlir á miklu grimm-
úðugri hátt, en verkamenn
héíínalandanna, meðan samtök
þeirra voru i bernsku. Vinnu-
tíminn er 12—16 stundir á dag
og launin svo smánarleg, að eng-
inn Evrópumaður myndi geta
framfleytt lífinu af þeim, þó að
hann væri einlileypur. Híbýlin
myndu tæpast þykja boðleg svín-
um meðal „siðaðra“ manna. Ef
þrælarnir rísa ge£n erlendu
„verndurunum" ,eru þeir skotnir
niður eins og fé.
Sjálfstæði smárikjanna i Ev-
rópu, sem eru í Þjóðabandalag-
inu, er að eins á pappírnum.
Stórveldin ráða lögum og lofum.
Samkvæmt lögum Þjóðabanda-
lagsins, eru þau skyld að leggja
til herstyrk í ófriði og greiða fyr-
ir her, sem leggur leið sína gegn
um landið. „1 næsta stríði verða
engar hlutlausar þjóðir,“ sagði
einn af sérfræðingum Þjóða-
bandalagsins fyrir skemstu. Með
Þjóðabandalaginu hefir stór-
vehlunum tekist að skipulags-
binda smárikin þannig, að þau
geta sigað þeim út í styrjöld fyrir
sig, hvenær sem þörf gerist.
Að hvaða notum getur ísland orðið
stórveldunum í næstu styrjöld?
Það er nægilega ljóst af lögum
Þjóðabandalagsins, að stórveldin
gætu samkvæmt alþjóðalögum
nolað landið eins og þeim líkaði
i hernaði, ef það væri meðlimur.
Þá er fyrst að atluiga liverjir eru
líklegir lil að berjast i næsta ó-
friði.
í lögum Þjóðabandalagsins er
öllum bandalagsþjóðum gert að
skyldu að veita allan þann styrk,
Ríkisþing'ið danska samþykti ný-
lega lög um „afvopnun". Lög þessi
sýna glöggt, ekki einungis hatur
dönsku sósíaldemókratanna, sem Isera
álryrgðina á þeim, til Soviet-Rúss-
lands, heldur einnig aívopnun sér-
hv’ers auðvaldsríkis er að eins mögu-
leg að því leyti, sem hún ekki keni-
ur í bága við hernaðaráform auð-
valdsins gegn ráðstjórnarlýðveldinu.
Danski sósíaldemókrataflokkurinn á
sigur sinn við síðustu kosningar því
að þakka, hve vel hann notaði sér
hina almennu friðarþrá verkalýðs og
millistéttar. Kosningabeita sósíal-
demókratanna var alger afvopnun til
lands, heldur einnig að afvopnun sér-
koma lítið „hlutleysis-gæslulið“ eða
„landamæralögregla". Auðvaldsblöð
Englands, Póllands og Eystrasalts-
landanna mótmæltu þessu með mikl-
um ákafa og bentu á skyldur Dau-
merkur gagnvart Þjóðabandalaginu.
Þau bentu sósíaldemókrötunum
dönsku á það, að Danmörk væri
skyld til að hafa landher og flota til
þess að verja landið, hjálpa öðrum
löndum og taka þátt i herferðum
Þjóðabandalagsins, þegar á þyrfti að
halda.
Þetta var meira en nóg ástæða fyr-
ir dönsku sósialdemókratana til að
svikja opinberlega kosningaloforð
sín; t. d. skrifaði blaðið „Baltiske
Presse“ 24 stundum eftir að kosninga-
úrslitin urðu kunn: „Við þekkjum
allir ættjarðarást danska sósialdemó-
krataflokksins og efumst ])ví ekki um
er þau mega, til að ráða niður-
lögum „friðrofa“. Hver verður
þessi „friðrofi“? I síðustu heims-
styrjöld deildu báðir aðiljar um
það, hvor þeirra væri friðrofi og
niðurstaða hefir ekki fengist enn.
En nú hefir Þjóðabandalagið gert
ráðstafanir til að girða fyrir all-
an misskilning. Briand, liinn
franski, hefi skilgreint þetta frið-
rofa-hugtak þannig, að sá væri
„friðrofi“, sem væri í andstöðu
við lög Þjóðabandalagsins eða þá
samninga, sem njóta verndar
þess. Samkvæmt þessari skil-
greiningu er auðvelt að sjá, hver
skuli skoðasl friðrofi. 'Allar at-
liafnir Ráðstjórnarlýðveldanna í
ulanríkismálum eru í andslöðu
við lög Þjóðabandalagsins. Frá
þessu sjónarmiði er sjálf tilvera
verkalýðsríkisins fiðrof. Úrlausn-
arefnið verður þá að eins livaða
tíma skuli velja til að fara með
hernaði gegn þessuin „friðrofa“,
og livernig best sé að telja al-
menningi trú um, að Þjóðabanda-
lagið eigi hendur sínar að verja.
Vér höfum þegar bent á, að
það er lífsskilyrði fyrir auðvald-
ið, að fara með hernaði gegn
Rússlandi hið bráðasta. Vér get-
um þe.ss vegna gert ráð fgrir því,
að næsta slríð verði stríð milli
heimsveldanna tveggja, heims-
veldis auðvaldsins og heimsveldis
verkalýðsins.
IJvaða hernaðarlega þýðingu
hefir ísland i stríði milli Rúss-
lands annarsvegar og Vestur-Ev-
rópu og Bandaríkjanna hinsveg-
ar? Vér skulum ekki hætta oss
út á hálár brautir sérfræðipnar,
en nefna að eins það, sem mest
liggur í augum uppi.
Stórveldin liafa lagt mikið kapp
á það, á siðustu árum, að kanna
flugleiðirnar yfir heimskauta-
löndin. Stystu flugleiðirnar milli
Ameríku og Ráðstjórnarríkjanna
liggja yfir Ishafslöndin. Stysta
flugleið frá Bandaríkjunum til
Moskva liggur yfir Island. Ef tak-
ast skyldi að gera ]iessa flugleið
færa, er það auðskilið, hvaða
þýðingu það myndi hafa fyrir
landið.
Fyrir Bretland getur matvæla-
aS þessi stóri og voldugi flokkur at-
hugar betur hinar víötæku hernaö-
arlegu afleiöiugar málsins."
Og þaö kom á daginn, danski
sósíalistaflokkurinn, sem í heims-
styrjöldinni greiddi atkvæöi meö 500
milj. króna útgjöldum til hernaöar-
þarfa, „athugaöi máliö betur.“ Um
miðjan september viöurkendi her-
málaráöherrann opinberlega, að Dan-
mörk ætli sér að efna loforð sín viö
Þjóðabandalagið; ætli sér reyndar aö
„afvopna", en enganveginn aö afnema
landvörnina.
Eftir aö hinn svokallaði jafnaðar-
maöur, Stauning forsætisráðherra,
kom heim af síðasta fundi Þjóða-
Imndalagsins, birtist afvopnunartil-
laga^dönsku ,,jafnaðarmannanna“ í
breyttu ljósi. Samkvæmt henni skyldi
lögð áhersla á, að efla sjóliðið, hern-
aöarútgjöld skyldu hækka úr 9 upp
1 x8 miljónir króna. Auk þess voru
lagðar frarn tillögur um að endur-
bæta og stækka herskipaflotann að
miklum mun. Þessi aukni vígbúnaöur
Dana voru ekki að eins óskir og
kröfur Þjóðabandalagsins, heldur
áttu þær og sögulegar rætur á öðr-
um vettvöngum. England lítur á Dan-
mörku „sem þægan vörð um sigling-
árleiðirnar þrjár til Eystrasaltsins“,
eins og blaðið „Kreuz Zeitung“ komst
að orði. Dönsku sósíaldemókratarn-
ir litu á það sem skyldu Danmerkur,
að taka að sér þetta verk fyrir auð-
valdið i hinni fyrirhuguðu krossferð
]>ess jjegn ráðstjórnarlýðveldunum.
öflun orðið afar þýðingarmikið
atriði i næsta stríði. Ef uppeisn-
ir verða í nýlendunum eða sam-
göngur við þær teppast, myndu
fiskimiðin við Island verða þeim
kærkomið forðabúr. Vér getum
verið vissir um, að i næsta striði
talca Bretar öll matvæli vor og
skamta oss verð fyrir.
Ef lsland gerist meðlimur í
Þjóðabandalaginu, er samkvæmt
alþjóðalögunum hægt að
þröngva oss til að ganga í lið með
óvinum mannlcynsins gegn vold-
ugustu menningaröflunum, sem
veraldarsagan þekkir.
Hvað skeður á Alþingishátíðinni?
Vera má„að öflug mótmæli frá
íslenskri alþýðu geti aftrað því,
að landinu verði fleygt í faðm
erlends drotnunarvalds á þúsund
ára liátiðinni. En eftir öllum sól-
armerkjum að dæma, yrði það
þá aðeins frestur til næsta Alþing-
is.
Á Sturlungaöldinni seldu höfð-
ingjarnir landið í hendur er-
lendum konungum. Á eftir fóru
miðaldir Islands, með öllum þeim
hörmungum, sem lesa má um í
sögu landsins, Ef höfðingjarnir
á tuttugustu öldinni selja landið
í liendur Þjóðabandalaginu, eru
það sísl minni landráð.
íslensk alþýða mun hafaglögg-
ar gætur á því, hvað margir Giss-
urar Þorvaldssynir verða saman-
lcomnir á Alþingi á Þingvöllum
næstu daga.
Þessa daga gefur íslenskur
verkalýður rússneskri alþýðu
dráttarvél. Sú gjöf er lákn þess,
að alþýðan á fslandi mun standa
við hlið rússnesku stéttarbræðr-
a.nna í hinni yfirvofandi baráttu
milli auðvalds og verkalýðs um
heim syfirráðin.
Hvort það á fyrir oss íslend-
ingum að liggja í náinni framtíð,
að búa við hrörnandi auðvalds-
skipulaý og erlent kúgunarvald
eða skipulag jafnaðarstefnunnar,
veltur á því, Iwernig þessari bar-
áttu lýkur.