Rödd verkalýðsins - 01.06.1930, Qupperneq 4
RÖDD YERKALÝÐSINS
Á Alþix&gisl&átidii&x&i gefvu* islex&sk alþýda
rnssneskri a,lþýdu dráttarvj el,
og* minnist þannig1 13 ára starfs ad því ad reisa riki jafnadarstefnunnar í landi verka-
lýdsins, i sama mund og* islenskir auðmenn, stórbændur og sosialdemokratar
minnast 1000 ára kúgunar á íslandi.
Hvers mlnnast bargelsarnlr
á Alþinglshátíðlnnl?
Hvers mlnnlst verkalýöurinn ?
Mótmæli verkalýðsins.
Undir merki Lenins heldur hún áfram
hröðum skrefum að fullkomnun
jafnaðarstefnunnar. Það boðar lausn
verkalýðs allra landa úr ánauð og ber
hátt hinn rauða fána heimsfriðarins
fyrir sambandi jafnaðarmanna-lýð-
velda um heim allan.
Það er skylda allra verkamanna og
vina Ráðstjórnarríkisins á íslandi, að
berjast eftir megni gegn lygum og
rógi auðvaldsins og hinna smáborg-
aralegu samherja þess, og verja Ráð-
stjórnarríkið gegn öllum óvinum þess.
Sú ákvörðun, að senda samyrkju-
búum Ráðstjórnarríkisins dráttarvél-
ar, hefir vakið geisi áhuga og samtök
um alla Evrópu og Ameríku. Drátt-
arvélin ykkar frá íslandi mun verða
kröftugt svar við framkomu borgara-
stéttar ykkar gagnvart Ráðstjórnar-
ríkinu og um leið öflug sönnun þess,
að vinir vorir á íslandi hafa ákveðið
að treysta og styrkja bönd stéttar-
meðvitundarinnar, sem tengja verka-
menn og bændur Ráðstjórnarríkisins
við íslenska verkamenn.
Breskir vinir Ráðstjórnar-Rúss-
lands senda hugheilar bróðurkveðjur
til allra íslenskra verkamanna og vina
Ráðstjórnarríkisins á íslandi.
Við óskum ykkur velgengni í starfi
ykkar og baráttu móti borgurum
lands ykkar — óvinum Ráðstjórnar-
Rússlands.
Niður með féndur Verkamanna- og
Jafnaðarmanna-lýðveldisins!
Niður með þá, er koma af stað stór-
velda-styrjöldunum!
Verjum Ráðstjórnarríkið!
Lengi lifi alþjóðasamtök verka-
manna!
Með bróðurkveðju.
f. h. ,,Vina Ráðstjórnarlýðveldanna
í Bretlandi".
Thomas Bell.
ritari.
Verkalíðssamliaml
Skipulagsbreyting á Alþýðuhreyfing-
unni nauðsynleg.
A síðasta þingi Alþýðusambands
íslands var meðal annars samþykt
að á næsta hausti skyldi halaið sér-
stakt verkalýðsþing, sem legði drög
að því,. ef mögulegt væri, að stofnað
yrði sérstakt, óháð verkalýðssamiband
— fagsamband. Af því hér er um
að ræða all mikla skipulagsbreytingu
á alþýðuhreyfingunni, skal farið
nokkrum orðurn um fortíð Alþýðu-
flokksins og starfsemi hans. Alþýðu-
flokkurinn var stofnaður, að líkind-
um með það hvorttveggja fyrir aug-
um, að verða pólitískur flokkur, —
samkv. stefnuskránni — fyrir jafn-
aðarmenn og svo kaupgjaldsbaráttu-
samband verkalýðsins. Það leyndi
sér ekki þegar í byrjun að stjórnmála-
baráttan átti að verða hans aðal hlut-
verk.
Stjórnmálastefna hins unga flokks
var almenningi hér, urn þær mundir,
gersamlega ókunn og þess vegna því
auðveldara fyrir hina harðsnúnu
borgarastétt, með blaðastóli sínum og
launuðum málþjónum, að ófrægja
hana svo og afskræma í augum al-
]iýðu að nægilegt væri til að hindra
útbreiðslu hennar fyrst um sinn, auk
þess voru þá jafnaðarmenn mjög fá-
ir og illa vopnum búnir til þess að
mæta því ofurefli blaða og annara
pólitískra vigtóla sem andstæðing-
arnir höfðu á að skipa. Foringjar
jafnaðarmanna voru fljótt kyntir
allri alþýðu. landsins, af blöðum borg-
aranna og það að illu einu.
Mest af því, sem alþýða las um
jafnaðarstefnuna, var í blöðum í-
haldsins, útsent og uppspunnið til að
villa mönnum, sýn á þessum málum.
Samtímis lifði verkalýðurinn við
sultarkj ör um alt land, sundraður, átta-
viltur og þekti ekki sinn vitjunartíma.
Á þeim stöðum, þar sem stofnuð
höfðu verið verkalýðsfélög til að
berjast fyrir hækkuðu verkakaupi var
venjulega örðugasta stríðið háð við
stéttabræðurna, setn ekki vildu ganga
í félögin „af því að þau voru póli-
tísk“ eins og þeir sögðu.
Sannleikurinn var sá að verkalýð-
urinn átti sér engin allsherjarsamtök
til þess að berjast fyrir brýnustu
hagsmunamálum sínum, hærri laun-
um og bættum vinnuskilyrðum.
Enn þá búa verkalýðssamtökin ís-
lensku að fyrstu gerð. Heill her
verkamanna stendur utan við sam-
tökin. Víða á landinu eru verkalýðs-
félög, sem standa utan við Alþýðu-
sambandið, og verða að standa ein
og óstudd, hvert í sínum stað, aðeins
fyrir þá sök að þau sjá sér engan hag
í aö ganga i Alþýðusambandið, eins
og það er og hefir verið. Nú er það
ekki lengur „af því að það er póli-
tískt“, heldur vegna þess einnig, að
mörg verkalýðsfélög vita að pólitík
Alþýðuflokksins gengur í meginat-
riðum á snið við nauðsynjamál verka-
lýðsins
Eitt af tilfinnanlegustu afleiðing-
um skipulagsleysis verkalýðssamtak-
ann ei; það hvað kaupgjald víðsvegar
um landið, er afar mismunandi. Það
er algerlega óviðunandi að það skuli
vera helmings munur og jafnvel
meira á tímakaupi verkamanna á hin-
um ýmsu stöðum landsins við sömu
vinnu með sama tilkostnaði. Þetfta
getur ekki færst i lag nema með
öflugra og nánara sambandi í milli
allra félaga landsins.
Þegar í byrjun stign íslenskir jafn-
aðarmenn vixlspor, byrjuðu að skjóta
yfir markið, ,;leituðu langt yfir
skamt“ og fundu ekki verkalýðinn.
í stað þess að leggja meginþunga
starfsorku sinnar í að byggja upp og
skipuleggja harðsnúið verkamanna-
samlband, ]>ar sem baráttan snerist
fyrst og fremst um hin daglegu hags-
níunamál alþýðu, kaupgjaldið, lögðu
]>eir aðaláhersluna á stjórnmálastarf,
sem Htinn árangur bar, var lepgi
fálmandi, en er nú orðið að smáborg-
aralegu káki.
Þessara mistaka geldur alþýðu-
hreyfingin íslenska enn þann dag í
dag.
Hin ráðandi stefna innan Alþýðu-
sambandsins hefir til þessa gengið
út á það, sem aðalstarf, að útbreiða
innan sambandsins, mjög smáborg-
aralega pólitík, en upjibygging og
skipulagning kaupgjaldsbaráttunnar,
sem vitanlega er hinn traustasti
grundvöllur heilbrigðrar alþýðu-
hreyfingar, hefir að mestu leyti set-
ið á hakanum.
Saga alþýðuhreyfingarinnar hefir
sannað okkur það, að stofnun óháðs
verkamannasambands um land allt er
r.auðsynlegt.
Hvað líður undirbúningi verka-
lýðsþingsins í vörslum þeirra sem Al-
þýðusambandið fól þetta mál?
Jón. Rafnsson.
RÉTTUR
i. og 2. heftir eru nýkomin út.
Annað heftið er minningarrit um
þúsund ára ríki yfirstétta á íslandi. í
])ví eru þessar greinir: Náttfari, eftir
Gunnar Benediktsson, Hvers er að
minnast, eftir Einar Olgeirsson og
Neistar uppreisnar úr ])úsundáraríki
alþýðukúgunar á íslandi.
Allir eru skyldir að fagna og vera
glaðir á hátíðinni á Þingvöllum, ekk-
ert andlit má bera hin minstu merki
um óánægju. Þetta er súhátið semall-
ir jafnt eiga að fagna. Að taka sér
verk í liönd þessa þrí-heilögu hátíð,
er sama og að gerast vargur í véum
borgaranna. Alt skal fágað og prýtt,
ekkert skal verða hinu þúsund ára
,,föðurlandi“ til hneisu, þegar hinir
tignu boðsgestir borgaranna ríða í
garð.
Hvað stendur til? Hverjir hafa á-
stæðu til að fagna? Hverju fagna
þeir ?'
Skattskyldar tekjur landsmanna
eru samtals 34—35 miljónir króna.
30% skattgjaldenda hafa 77% hinna
skattskyldu tekna. 190 einstaklingar
telja fram til tekjuskatts '*>1A miljón
króna. Þeir sem halda því fram, að
hér sé enginn fátækur og enginn rík-
ur ættu að festa í minni að 77% af
skattskyldum tekjum þjóðarinnar
hafa 7—8% landsmanna.
Skattskyldar eignir í landinu eru
100 miljónir. Einn þúsundasti hluti
landsmanna (100 meenn) eiga 25 mil-
jónir, þ. e. einn fjórða af öllum skatt-
skyldum eignum. Þó má ganga að því
vísu, að þessar skýrslur gefi ekki
rétta mynd af hinum raunverulega
auði, því skattgreiðendur stela meira
eða minna undan framtali. Enn frem-
ur er það víst, að rétt verðmæti eign-
anna er miklu meira en fasteigna-
matið sýnir. Hér er því um mikTu
roeira auðmagn að ræða.
Auðmennirnir hafa ástæðu til aö
fagna og gera sér glaðan dag. í helg-
um eldmóði syngja þeir: „Ó guð vors
lands, ó lands vors guð!“ Þeir eiga
landið. Þeir eiga guðinn.
í þúsund ár hefir íslensk alþýða
lifað við allskonar harðrétti og hörm-
ungar; háð tvísýna baráttu fyrir
hinni ömurlegu tilveru sinni; lifað
við áþján og undirokun af hálfu ör-
fárra erlendra og innlendra kúgara.
í þúsund ár hefir Alþingi íslend-
inga sett innsigli sitt á þetta svívirði-
lega athæfi.
Hvað er þá hér um að vera?
Hefir þá nokkru verulegu verið
breytt til batnaðar á högum alþýðu?
Hefir alþýðan nú loks, eftir þúsund
ár náð rétti sínum, jafnað hlut sinn?
Er þetta sigurhátiö í ])ví tilefni? At-
hugum ])að nánar.
70% skattgjaldenda hafa undir
])úsund krónum í skattskyldum tekj-
um. Þar við bætast þeir, sem engan
skatt geta greitt og þeir, sem þyggja
af hinu opinbera. Þetta er sveit ör-
eiganna, meginþorri landsmanna.
Það er viðurkent af borgurunum
sjálfum að meðal fjölskylda í Reykja-
vík þurfi 4000 króna árstekjur til að
geta lifað. Hvernig á þá öll þessi ör-
eigasveit að framfleyta lífinu? Hvern-
ig eiga verkamennirnir í Reykjavík,
sem fulivíst er að ekki ná meiri árs-
tekjum að jafnaði en 2000 krónum, að
halda lífinu í fjölskyldu sinni?
Ekki nóg með þetta. Ca. 90% af
tekjum rikissjóðs eru óbeinir skattar,
sem beinlínis eru klipnir utan af
brauði alþýðunnar og barna hennar.
„Hvað er þá orðið okkar starf“ í
])úsund ár?
Verkalýðurinn til lands og sjáfar
]>rælar 10—16 stundir á sólarhring,
baki brotnu, undir ríkisfargi auð-
borgaranna og uppsker aðeins vesælt
og gleði-snautt líf. Húsakynni hans
eru víða hreinræktaðar gróðrastíur
berkla og úrkynjunar.
Verkalýðsfélagið Baldur á ísafirði
hefir samþykt eftirfarandi tillögur:
1. Verkalýðsfélagið Baldur mót-
mælir harðlega þeirri ókurteisi, sem
Sambandi sósíalistiskra Ráðstjórnar-
ríkja hefir verið sýnd með því, að
bjóða því ekki að senda fulltrúa á
Alþingishátíðina, og skorar félagið á
Alþýðusambandið, að taka fulltrúa
flokksins þegar í stað úr hátíðanefnd-
inni.
2. Verkalýðsfélagið Baldur mót-
mælir því harðlega, að ísland gangi
i Þjóðabandalagið, og skorar á stjórn
Alþýðusambandsins að beita sér gegn
]) ví.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í
Vestmannaeyjum hefir samþykt eft-
irfarandi:
Fulltrúaráð verkalýðsfél. í Vest-
mannaeyjum mótmælir því, að ísland
verði selt í hendur Þjóðabandalagsins
og krefst þess, að fulltrúar Alþýðu-
Auðvaldsbústýran, landsstjórn og
])ing, efnir til gildis á Þingvöllum
1930 til að minnast þúsund ára ]n-ælk-
unar.
Hvað er þessi minningarhátíð fyrir
verkalýðinn? Þessi samfagnaður inn-
lendra auðdrottna og erlendra mötu-
nauta þeirra, sem þeir hafa boðið til
þessa (ó)hófs í hinni ósvífnu sigur-
gleði kúgaranna?
Þúsund ára minning, þrældónis,
þrauta og ánauðar.
Hver borgar átveislur og vínveisl-
ur arðræningjanna ? Hver borgar
blótveislur þessar, Mammoni til dýrð-
ar ?
íslensk alþýða.
ITvað fyllir hug og hjarta yfir-
ráðastéttanna á Alþingishátiðinni ?
„Ættjarðarást", Mammonssást.
Hvað fyllir hug og hjarta stétt-
vísrat alþýðu?
Hatur. Hatur gegn kúgunarvaldi
auðsins. Verkamaður.
Stytting vlnnudagsíns —
liækkað kaug.
Á öndverðum vetri síðastliðnum
var því hreyft í „Dagsbrún" að nauð-
syn bæri til, að verkamannakaupið
yrði hækkað og það að allmiklum
mun. Komu þá einnig brátt fram
raddir um það, að eigi væri siður þörf
á því að stytta hinn óhæfilega
langa vinnutíma við höfniria og
víðar. Voru það verkamenn er hófu
máls á þessu. Var þessu máli tekið
mjög vel af félaginu og lofaði nú
stjórnin að gera eitthvað í málinu,
þótt henni þætti ýms vandkvæði
á framkvæmdum. Nú líður á
veturinn, oftast nær er stytting vinnu-
dágsins á dagskrá, en aldrei var
það rætt neitt að ráði og aldrei kem-
ur stjórnin með neina tillögu í mál-
inu. Líður svo fram í apríl að ekkert
er að hafst. Þá er það á fundi í Dags-
brún, að á dagskrá er stytting vinnu-
dagsins, eins og fyrr, og stjórnin
ætlar að salta ]>að eins og fyrr, að
ungur og áhugasamur verkamað-
ur, Þorsteinn Pétursson (kommún-
isti), kemur með tillögu um að
unnið sé við hafnarvinruu eins og
aðra vinnu, frá kl. 7 að morgni til kl.
6 að kveldi með klukkutíma matar-
liléi og 2 hálftíma kaffihléum; sömu-
Ieiðis hækki tímakaupið úr 1,20 í 1,35
um kl.st.
flokksins 'ljái ekki slíku hneyksli liö
sitt.
Jafnframt vottar fulltrúaráðið át-
veislum yfirstéttanna í minningu um
þúsund ára lcúgun fyrirlitningu sína.
Auk þess hafa þorist kröftug mót-
mæli frá Verkalýðssambandi Norð-
urlands.
Þessi félög hafa gefið í traktorsjóð-
iun, og tekið þannig afstöðu gegn
alþingishátíð borgaranna:
Jafnaðarm.fél. Sparta, Verkam.fél.
Dagsbrún, Verkam.fél. Drífandi Vest-
manneyjum, Sjómannafél. Vestm,-
eyja, Jafnaðarmannafél. Vestm.eyja,
Verkam.fél. Baldur, Isf., Jafnaðarm.-
fél. ísaf., Verkam.fél. Sigluf., Verka-
kvennafél. Sigluf., Jafnaðarm.fél.
Sigluf., F. U. J. Sigluf., F. U. J.
Akureyri, Verkam.fél. Ak„ Verkakv.-
fél. Ak„ Jafnaðarm.fél. Ak. og fleiri
félög víðsvegar um land. Auk þess
hafa gefið í frjálsum samskotum
mörg hundruð alþýðumenn.
Varaformaður Dagsbrúnar, Ólafur
Friðriksson, er stýrði fundi sagðist
ekki bera upp þessa tillögu, þar eð
stjórnin væri ekki búin að gera sín-
ar tillögur í málinu. Það tjáði ekki
þótt verkamenn heimtuðu að tillagan
va:ri borin upp, fundarstjóri neitaði
og þar við sat. Tæpum mánuði seinna
komu svo tillögur stjórnarinnar, er
svo voru kallaðar.
Fyrri tillagan var tillaga Þorsteins
Péturssonar, það breytt, aö einum eyri
var bætt við tímakaupið, en kaup-
takstinn átti að ganga í gildi réttum
mánuði seinna en tillaga Þorsteins
fór fram á.
Seinni tillagan hljóðaði upp á
styttri vinnutíma en lægra dagkaup.
Báðar þessar tillögur voru lagðar
undir allsherjar atkvæðagreiðslu í
Dagsbrún. Tillaga Þorsteins var sam-
]>ykt með mjög miklurn meirihluta.
Þegar verkamenn liöföu þannig
borið tillögu sína fram til sigurs,
sagöi varafórmaður Dagsbrúnar, að
mi væri ])að örðugasta eftir, og ])að
væri að koma verkamönnum i skiln-
ing um það, hvaða þýðingu stytting
vinnutímans hefði fyrir þá, og baö
hann ýmsa að skrifa um það í Al-
])ýðublaðið. Urðu sumir til þess, en
öðrum fanst meiri þörf á að skýra
það fyrir ýmsum úr stjórninni. Ár-
sæll Sigurðsson, sem flestir verka-
menn kannast við að dugnaði síðan
hann var í stjórn Dagsbrúnar, og
sem hefir mikið kynt sér verkalýðs-
mál erlendis ritaði eina grein um mál-
ið. En honum varð sú skissa á, að
telja Þorstein Pétursson höfund að
þeirri tillögu er samþykkt var. Fyrir
])etta var honum neitað um rúm í
Alþ.bl. af varaformanni Dagsbrúnar.
Nú (var iöll þessi kauphælkkun og
stytting vinnudagsins að þakka
l)roddunum í stjórn Dagsbrúnar, en
ekki verkalýðnum sjálfum —; sá sem
ekki vildi viðurkenna það, átti ekki
aðgang að blaði sem geíið er út fyrir
aura verkamanna.
Verkamenn! Við gleðjumst yfir
þeim sigri er við höfum unnið í vor,
hann sýnir aö við getum unnið stærri
sigra ef við einungis höfum hugfast
að bera fram kröfur okkar sjálfir —
stjórnum málefnum vorum sjálfir.
Trúin á samtök okkar losar okkur
við öll þau sníkjudýr, sent Hfa af
vínnu vorri og hugsjónum.
Verkamaður.
Félegeprentamiðjnn