Vera - 01.02.1994, Síða 47
UR SIÐU ADAMS
KARLAFRÆÐ
Karlmenn undir beltisstab
Kenneth Purvis
Stefán Steinsson þýddi
Mál og menning 1994
Karlafræðarinn greinir skilmerkilega og á gamansaman hátt
frá staðreyndum og ýmsum bábiljum urn hvatalíf og æxlunar-
færi karlmanna. Höfundurinn beitir þeirri aðferð til að ná at-
hygli kynbræðra sinna að skreyta læknisfræðilega útlistun
sína bröndurum. Þetta gerir hann væntanlega vegna þess að
umræða karlmanna um kynferðismál hefur til skamms tíma
einkennst af slíkum bröndurum sem eru ákjósanlegir til að
halda ákveðinni fjarlægð frá kjarna málsins. Þetta veldur svo
því að karlmenn eru oft fákunnandi um líffærafræðilegar, sál-
rænar og félagslegar ástæður kynhegðunar sinnar. Bókin bætir
úr vankunnáttu á líffærafræðilegu hliðinni, en eykur lítið við
upplýsingar um þá sálrænu og félagslegu. Hún skýrir kynlífs-
vandamál karlmanna nær eingöngu út frá líffræðilegu sjónar-
miði og verð ég að játa að ég hefði gjarnan viijað sjá umfjöll-
unina fara um víðari völl. Eftir að hafa fræðst um allt sem úr-
skeiðis getur farið í hormónafabrikku okkar karlmanna og
hvernig aldur og fyrri störf geta leikið vininn eina, þá getur
maður ekki annað en undrast yfir því að þetta skuli allt saman
virka manni til ánægju og yndisauka.
Bókin er skemmtilega skrifuð og prýðilega þýdd og kær-
komið innlegg í fátæklegar bókmenntir um sérstakan reynslu-
heim karla, þar sem konur geta kynnt sér kynlíf karla og karl-
menn eigið lif. n
Hafliði Helgason
Karlímyndin
„...það er komið að sjálfskoðun karlmanna, hið þögla kyn sunnan
nafla fær ekki lengur frið í hinni hljóðu naflaskoðun heldur verður
hér gerð krafa um að sjá sig í tengslum við nýjan tíma, rými og
efni.“ Þannig hljóma orð Hörpu Bjömsdóttur hugmyndasmiðs ný-
afstaðinnar myndlistasýningar í Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi sem bar nafnið Karlímyndin. Þetta var samsýning tólf lista-
karla sem leituðust við að túlka ímynd kynbræðra sinna, karl-
ímyndina. í sambandi við sýninguna voru einnig haldnir fyrir-
lestrar þar sem rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir og Guð-
rnundur Andri Thorsson lögðu sitt til umræðunnar.
Sýningin tengdist aukinni umræðu um breytta stöðu karla í
samfélagi með jafnari verkaskiptingu og íjölskylduábyrgð. I raun
má segja að þetta sé rökrétt afleiðing af kvenfrelsisbaráttunni sem
tekið hefur áherslubreytingum og er vonandi að þróast í átt að
frelsisbarátttu beggja kynja.
En hvernig stendur á því að karlmenn hafa ekki lagt eins
mikla áherslu á að skilgreina sig sem karlmenn í stað „mannsins í
mannkynssögunni“? Hefur Guðbergur Bergsson kannski rétt fyrir
sér í nýútkominni bók sinni þegar hann segir: „Karlmönnum hætt-
ir til að lokast inni í eigin gildismati á svipaðan hátt og hendir
þjóðlíiið í einræðisríkjum og þeir verða því hrömun að bráð og
bíða bana vegna oftrúar á lífskraft sinn.“ Því verður hvorki svarað
hér né reynt að túlka útfærslu listakarlanna i Gerðubergi. Hins
vegar var sýningin gott innlegg í þá umræðu sem nú er í gangi á
Islandi.
Menningarmiðstöðin Gerðuberg lætur hér ekki staðar numið
og mun árlegt málþing hennar að þessu sinni íjalla um „ímyndir“
svo sem kvenímyndir, karlímyndir og listamannsímyndir. Mál-
þingið verður í Gerðubergi þann 20. mars, hefst kl. 13.00 og eru
allir velkomnir. n
Ragnhildur Helgadóttir