Alþýðublaðið - 06.11.1919, Side 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
St. Jeanne í’yirc.
Eftir Mark Twain í Harpera
líagazin. Lausl. þýtt.
(Frh.).
Henni var nú varpað í myrkra-
klefa Rouen kastalans og þar var
hún reirð, með járnfestar um
hendur, háls og fætur, við máttar-
atoð í klefanum. Og alla þá mán-
uði sem hún dvaldi þarna, héldu
ruddafengnir hermenn vörð yflr
henni nótt og dag. Og svo voru
verðirnir ósvífnir, að þeir héldu
fyrir inni í klefa hennar, en ekki
fyrir framan dyrnar eins og venja
er til í fangelsum. Þetta var dap
urleg og viðbjóðsleg fangavist; en
það gat þó ekki unnið bug á
henni, því kjarkurinn var óbilandi.
Það var fágætt og hrífandi, að
sjá þessa göfugu stúlku, einmana
og yfirgefna, fjarri öllum vinum
og vandamönnum, sem hefðu get-
að rétt henni hjálparhönd og
hughreyst hana á þessum reynslu-
tíma. Hún gat ekki fengið afrit
af þeim kærum, sem á hana voru
bornar, né heldur fékk hún út-
drátt af öllum þeim flóknu og
viðfangsmiklu réttarhöldum, sem
haldin voru yflr henni á hverjum
áegi. í stuttu máli: Henni var
synjað um alt það, sem á ein-
hvern hátt gat létt henni þær
voðalegu sálarkvalir, sem hið
undraverða minni olli henni, og
um alt sem gat styrkt hana í
sjálfsvörninni. En móti öllum
þessum órétti barðist hún með
dásamlegri þrautseigju og kjarki,
enda á hún engan sinn líka, hvorki
í árbókum veruleikans, né í hetju-
sögum skáldanna. Og hversu fögur
og mikilfengleg voru ekki orð þau
er hún talaði daglega; hversu and-
rík og látlaus! Og líkamsþrekið
var hið sama, þrátt fyrir of-
sóknir, þreytu og fæðisskort. Saga
hennar leikur á allan tónstiga
mannlegra tilfinninga og orða —
alt frá reiði og ógnunum, eins og
það tvent lýsir sér í gletni og
smánaryrðum hermannanna, og
niður til hinnar djúpt særðu göfgi
og sómatilfinningar, er lýsir sér í
hinum göfogu orðum, sem hún
mælti, þegar þolinmæði hennar var
að þrotum komin við allar þær
rannsóknir og flækjur, sem ofsækj-
endur hennar beittu, til þess að
komast íyrir það, með hvaða djöfla-
mætti og göldrum hún hefði get-
að vakið stríðsandann hjá hinum
öttaslegnu hermönnum sínum.
(Frh.).
Ný bók.
HallcLór frá Laxntsi: Barn náttúr-
nnnar. Ástarsaga. Bókaverzl. Arin-
bj. Sveínbjamarsonar. Rvík 1919.
Þeir sem þekkja Halldór frá
Laxnesi, munu opna bók þessa
með nokkurri forvitni, því höf. er
kornungur, Og fiestir munu van-
trúaðir á, að slíkt barn hafi nokk-
uð nýtt á borð að bera fyrir heim-
inn. En þeim sem þannig hugsa,
vi) eg ráða til að lesa bókina, þvi
að hún er vafalaust inngangur að
mörgum, og vonandi miklu betri
sögum frá Halldóri. Og það er
jafnan fróðlegt, að fylgjast með
þroska rithöfundanna frá byrjun.
Sagan er mestmegnis lýsing á
ungri stúlku, sem hvorki þekti
hvað móðurumhyggja né föðuragi
var. Hún hét Hulda. Faðir hennar,
sem var efnaður bóndi, lét hana
alast upp í algerðu sjálfræði og
agaleysi. Hún þurfti ekkert fyrir
lífinu að hafa, og þess vegna lék
hún sér öllum stundum í náttúr-
unni. Og því fór svo, að hún varð
stjúpu sinni, náttúrunni, samgróin
að lunderni og lifnaðarháttum.
Hún varð einræn og dutlungafull.
Stundum var hún blíð og innileg,
og elskaði alt og alla, en hitt
veifið var hún ólm og trylt og
þoldi engin bönd. Hún hafði eng-
an hemil á tilfinningum sínum og
ást hennar gekk æði næst. Og um
afleiðingar hugsaði hún aldrei.
Þess vegna skeytti hún því engu,
þó að hún sviki unnusta sína,
hvern af öðrum, nálega strax eftir
að hún hafði trúlofast þeim. Það
var ólán aðdáenda hennar.
Þetta er nú aðal söguhetjan
hans Halldórs, og er hugmyndin
góð, og meðferðin má heita stór-
lýtalaus. En þá er mikið fengið.
Önnur aðalhetja sögunnar er
Randver, fasteignasalinn. Fyrst
kynnumst vér honum sem kvenn-
hatara. Hann hafði reynt kvik-
lyndi kvennþjóðarinnar. En engu
að síður tekst Huldu að ná ást-
um hans, og fyr en varir eru þau
harðtrúlofuð. Og Randver er sá
eini unnusti hennar, sem hún fær
sanna ást á. En þrátt fyrir það
svíkur hún hann eftir stutta við-
kynningu. Tekst höf. klaufalega
með ástæðurnar fyrir heitrofinu,
og sérstaklega er hið heimskulega
gheit* Randvers barnalegt.
Þegar Hulda hefir brugðið Rand-
veri upp, reynir hún að fullnægja
ástarþrá sinni með því, að trúlof-
ast Ara kaupmanni. Og í fyrstu
fer vel á með þeim, enda er hann
reiðubúinn til að verða við þeirri
bón hennar, sem Randver hafði
synjað henni um, sem sé, að
ferðast með henni um útlönd. En
þegar Húlda er ferðbúin og komin
á leið til skips, sér hún Randver
liggja á götunni útúrfullan og
eyðilagðan af sorg og ofdrykkju.
Þá gýs hin niðurbælda ást hennar
til gamla unnustans upp af nýju.
Og hún læðist burt frá Ara og
sameinast Randveri aftur. Er þetta
eini þátturinn í sögunni, sem vek-
ur dálitla samúð með Huldu.
Höf. skiftir bókinni í 25 kafla
með ýmsum fyrirsögnum, svo sem:
Maðkurinn, Huldumærin, Maður-
inn í hellinum o. s. frv. Fer all-
vel á því, og bókin verður þægi-
legri aflestrar fyrir vikið.
Fyrsti kaflinn er leiðinlegur ogr
klaufalegur. Hann segir frá fyrsta
elskhuga Huldu, og hvernig hann
ræður sér bana fyrir trygðrof
hennar. Og engu betur tekst höf.
í 24. kafla, þegar hann segir frá
sjálfsmorði Ara og aðdraganda
þess. Betur væri, að höf. hefði
slept sjálfsmorðskryddinu, því van-
smíð þess verða á kostnað Huldu.
Enskusletturnar í bókinni eru
óþolandi. Þær minna alt of mikið
á lauslega þýdda eldhúsrómana,
nema hvað málið er miklu af-
káralegra.
Yiðvaningshöndin er auðfundin
á allri bókinni. En þrátt fyrir alla
gallana, hlýtur lesandinn að dáðst
að dugnaði og dyrfsku unglings-
ins, og eg hygg, að vér megum
vænta hins bezta frá honum, þeg-
ar honum vex aldur og vizka.
Dauðinn hefir verið djarítækur
til íslenzku skáldanna á síðstunni,
og þjóðin bíður með eftirvæntingu
eftir mönnum í auðu sætin. En
þá fær hún því að eins, að húö
hlúi að nýgræðingunum, og láti
þá ekki þurfa að leita sér rótfestu