Neisti - 15.11.1979, Blaðsíða 1

Neisti - 15.11.1979, Blaðsíða 1
Málgagn Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 48. árgangur Fimmtudagurinn 15. nóvember 1979 3. tölublað Framboðslisti Alþýðuflokksins í norðurlands kj ördæmi vestra 3. Jón Sæmundur Sigurjónsson deildarstóri, Hafnarfirði 4. Elin Njálsdóttir póstmaður, Sauðárkróki 5. Unnar Agnarsson meinatæknir, Skagaströnd 6. Guðni S. óskarsson kennari, Hofsósi 7. Baldur Ingvarsson verlsunarm., Hvammstanga 8. Erla Eymundsóttir húsmóðir, Siglufirði 9. Dóra Þorsteinsdóttir húsmóðir, Sauðárkróki 10. Jóhann G. Möller ritari verkalýðsf. Vöku, Siglufirði 1. Finnur Torfi Stefánsson fv. alþingism., Hofi I, Hjaltadal 2. Jón Karlsson form. Verkalýðsfél. Fram, Sauðárkróki Höldum 6. þingmanninum Eins og kunnugt er hefur Norðurlandskjördæmi vestra 5 kjördæmakjöma þingmenn. Þingmennimir hafa skiptst þannig milli stjómmálaflokka að Framsókn hefur haft 2, Sjálfstæðisflokkur 2 og Alþýðubandalag 1. Þessi skipt- ing hefur reynst mjög stöðug um langt árabil og sé málið skoðað af raunsæi og áróðri kosningahríðarinnar sleppt munu fáir telja líkur á að hún breytist nú. Þingsæti flokkanna þriggja má telja nokkuðörugg. Hvað Alþýðuflokkinn varðar horfir þetta mál öðruvísi við. Samkvæmt kosningalögum er 11 uppbótasætum skipt milli flokkanna til að þingmannatal- an verði í sem mestu samræmi við atkvæðatölu þeirra. Al- þýðuflokkurinn hefur að jafn- aði fengið fjögur þessara upp- bótasæta, en stundum fimm eins og var í síðustu kosningum. Eitt þessara uppbótarsæta, hef- ur að jafnaði komið í hlut Alþýðuflokksins í Norður- landskiördæmi vestra. Út af því brá þó í eitt skipti í kosn- ingunum 1974. Þá tapaði Al- þýðuflokkurinn hér nokkm fylgi og þar með uppbótarsæt- inu. Við það fækkaði þing- mönnum kjördæmisins úr 6 í 5, en aðrar breytingar urðu ekki. Frambjóðendur Alþýðu- flokksins bentu á þessar stað- reyndir við siðustu kosningar. Þá var vakin athygli á því, þrátt fyrir herskátt tal sumra fram- bjóðenda hinna flokkanna um að þeir ætluðu að fella þennan eða hinn, að ekki mætti búast við breytingum um skipan kjördæmakosinna þingmanna. Þau sæti væru örugg. Hins veg- ar snerust kosningamar um það eitt hvort Alþýðuflokkurinn bætti við sig nægilegu fylgi til þess að endurheimta uppbótar- sætið og fjölgaði þar með þing- mönnum kjördæmisins ur 5 í 6, eins og áður hafði verið. Svo sem vænta mátti stað- festu kosningamar síðast að þetta mat var háreít. Alþýðu- flokkurinn vann stóran kosn- ingasigur og Finnur Torfi Stef- ansson varð 2. landskjörinn þingmaður og þar með 6. þing- maðurinn sem féll í hlut Norð- urlandskjörd. vestra. Þing- mönnum kjördæmisins fjölgaði um einn. Aðrar breytingar urðu ekki. Þær kosningar sem nú fara í hönd munu snúast um þetta sama. Tekst Alþýðuflokknum að halda sínum landskjöma þingmanni? Verða þingmenn kjördæmisins 6 eða 5? Mun kjördæmið áfram eiga mál- svara í þingflokki Alþýðu- flokksins? Við því má að sjálfsögðu bú- ast að hinir flokkamir hver um sig muni halda því ákaft fram að þeir muni vinna kjördæma- kjörinn mann. Nú muni það loksins takast að fella þennan eða hinn, eftir því hver í hlut á. En kjósendur allir vita að slíkt tal á sér ekki stoð. Þessar kosn- ingar munu á sama hátt og síð- ustu kosningar snúast um efsta mann á lista Alþýðuflokksins og annað ekki. Verður Finnur Torfi áfram landskjörinn þing- maður eða fækkar þingmönn- um kjördæmisins um einn. Þeir kjósendur sem efla vilja stöðu kjördæmis síns á Alþingi munu því styðja Alþýðuflokkinn í þessum kosningum eins og þeir gerðu með svo góður árangri í síðustu kosningum. Framboðsfundir vegna Alþingiskosninga í Norðurlandskjördæmi vestra verða sem hér segir: Skagaströnd laugardaginn 17. nóv. kl. 3 Blönduósi s unnudaginn 18. nóv. kl. 3.00 Siglufirði f immtudaginn 22. nóv. kl. 8.30 Hofsósi föstudaginn 23. nóv. kl. 9.00 Hvammstanga laugardaginn 24. nóv. kl. 3.00 Varmahlíð m ánudaginn 26. nóv. kl. 9.00 Sauðárkróki þriðjudaginn 27. nóv. kl. 9.00 Frambjóðendur

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.