Neisti - 15.11.1979, Blaðsíða 6
NEISTX
Fimmtudagurinn 15. nóvember 1979
NOKKUR STEFNUMÁL
Landbúnaðarmál
Það stefnuleysi sem einkennt
hefur stjóm íslenskra landbún-
aðarmál um langt skeið heldur
áfram að valda bændum bú-
sifjum og þjóðinni allri auknum
kostnaði. Þrátt fyrir stórar fjár-
fúlgur sem varið hefur verið til
útflutningsbóta, hefur enn ekki
tekist að tryggja bændum fullt
umsamið verð fyrir framleiðslu
sína.
Framleiðslutryggingarkerfið,
þar sem ríkisvaldið ábyrgist
sölu afurða landbúnaðarins,
hefur reynst hafa fleiri galla en
kosti. Það hefur leitt til offram-
leiðslu, aukið tekjubil milli
bænda og reynst auk þess allt of
dýrt. Þá veitir það bændum
enga vörn þegar yfir dynur
harðæri, eins og það sem nú
hefur gengið, sem þó væri fullt
tilefni til.
Umfram allt veitir það
bændum enga tryggingu um
tekjur. Það tryggir framleiðsl-
una en ekki tekjumar. Þess
vegna hefur það og mun ávallt
leiða til offramleiðslu án þess
að veita nokkra tryggingu um
afkomu bænda.
Þessu kerfi er brýn þörf að
breyta. Landbúnaður á íslandi
verður ekki rekinn án stuðnings
frá ríkisvaldinu. Skynsamlegast
er að sá stuðningur beinist beint
að því, sem mest þörf er á, að
styðja tekjur og afkomu bænd-
anna. Þvi þarf að leggja fram-
leiðslutryggingarkerfið niður,
en taka í staðinn upp tekju-
tryggingu bænda. Það væri
ólíkt heppilegra að nota t.d. út-
flutningsbótaféð frekar til að
tryggja tekjur bænda beint, en
að hafa það til að greiða niður
vömr til útlendinga, eins og nú
er.
Tekjutryggingu bænda mætti
framkvæma á svipaðan hátt og
nú er um kauptryggingu sjó-
manna eða persónu afslátt til
skatts. Ákveða þyrfti lágmarks-
kaup bóndans á meðalbúi. Sú
fjárhæð færi síðan hlutfallslega
lækkandi með minni bústærð,
en héldist óbreytt á stærri bú-
um. Þetta yrði lágmarkskaup,
sem bóndanum yrði tryggt.
Bóndi, sem auka vildi tekjur
sínar mundi gera það með
aukningu framleiðslu, þar til
meðalbúi er náð. Vilji bóndinn
þá enn auka framleiðslu sína er
það honum að sjálfsögðu frjálst
en á hans eigin ábyrgð. Hag-
kvæmnismat yrði þá að ráða.
Fyrirkomulag þetta mundi
tryggja afkomu, búsetu og
jöfnuð meðal bænda og hvetja
til aukinnar hagkvæmni. Það
mundi einnig draga úr hættu á
offramleiðslu. Það er sönn
jafnaðarstefna í landbúnaði.
Kj ördæma málið
Eitt þeirra mála sem óum
flýjanlega kemur til kasta Al-
þingis á næsta kjörtímabili er
kjördæmamálið. Eins og kunn-
ugt er hefur um skeið verið
knúið á það all fast af þing-
mönnum suðvesturhomsins að
kjördæmi þeirra fái fleiri þing-
menn, Þá hefur stjórnarskrár-
nefnd starfað og velt fyrir sér
valkostum í þessu efni. Meðal
þeirra hugmynda, er reifaðar
hafa verið, eru þessar:
1. Fjölga þingmönnum í
Reykjavík og Reykjanesi.
2. Flytja þingsæti af lands-
byggðinni til Reykjavíkur og
Reykjaness. Er þar einkum rætt
um að taka uppbótarþingsæti
landbyggðarinnar og flytja
suður.
3. Taka upp nýja kjördæma-
skipan með breyttum kjör-
dæmum og jafnframt breyttri
kosningaaðferð.
Nú eru skoðanir mjög skiptar
um þörf suðvesturhomsins fyrir
fleiri þingmenn. Hafa margir
bent á þá staðreynd að nálægð
kjördæma þar við Alþingi og
stjómarstofnanir sé í sjálfu sér
margra þingmanna virði. Þá
mun það mat flestra að lands-
byggðarkjördæmunum veiti
aíls ekki af þeim þingmönnum,
sem þau hafa nú, enda er það
viðurkennt að starfsþörf lands-
byggðarþingmanna fyrir kjör-
dæmi sín er mun meiri og fjöl-
þættari en þéttbýlisþingmanna.
Af þessum ástæðum er sá val-
kostur, sem hér að ofan var
nefndur númer 2, ótækur fyrir
landsbyggðina. Er brýn þörf á
að kjördendur hér í ícjördæm-
inu krefji frambjóðendur allra
flokka um skýr svör í þessu efni.
Annað er það að rík ástæða
sr til að endurskoða og breyta
þeirrakosningaaðferð,, sem not-
ast hefur verið við hér á landi.
Mörgum hefur verið það þymir
í augum að kjósendum er ekki
gefinn kostur á að kjósa um
menn heldur einungis um
flokka. Þótt stefnumál flokk-
arina skipti miklu, þá er hitt
ljóst að málefnin mega sín litils
ef ekki eru mennimir til að
framfylgja þéim. Það er því
brýnt að koma fram þeirri
breytingu að kosningin verði
gerð persónulegri en nú er og
kjósendum gert kleift að kjósa
jafnt menn sem flokka.
Ef einhvér fær lánaðan bíl frá
bíleiganda og skilar honum
aftur eftir tilskilinn tíma án
hjóla og sæta, þá hefur nánast
hver einasti maður þá réttlæt-
iskennd, að hér sé illa farið
með eiganda bifreiðarinnar og
að eigi sjálfsagða kröfu til
að fá hlut sinn bættan. Ef hins
vegar maður fer með andvirði
bifreiðar til banka og leggur
það á sparireikning og bank-
inn endurgreiðir honum þessa
upphæð ásamt vöxtum éftir til-
skilinntíma, þá uppgötvar mað-
urinn, að upphæðin hrekkur
Vextir í verðbólgu
vegna verðbólguþróunarinnar
hvergi nærri til kaupa á þeirri
bifreið, sem hann gat keypt í
upphafi. Nú vill allt í einu svo
til, að réttlætiskennd margra,
þ.á.m. forystúmanna Alþýðu-
bandalagsins, er svo brengluð,
að þeir halda því fram, að þessi
þjófnaður á sparifé mannsins sé
aíveg í himnalagi.
Þeir halda því blákalt fram,
að verðtrygging innlánsfjár sé
af hinu illa, en setja samt nefið
upp í loftið og þykjast vernda
kaupmáttinn manna best,
Alþýðufólk, sem á eitthvert fé
aflögu af brauðstriti sínu, á
hreint ekki í mörg hús að venda
til ávöxtunar fjársins, því stórar
fjárfestingar eru alla jafna ekki
á dagskrá. Ef Alþýðubandalag-
ið hvetur fólkið til aukinnar
neyzlu, þá er það að hvetja
fólkið til að láta stela af sér
kaupmætti, því að í lágvaxta-
kerfi Alþýðubandalagsins gild-
ir: glataður er geymdur eyrir.
Og þetta sama Alþýðubandalag
dirfist svo að kalla sig „brjóst-
vöm alþýðunnar“.
Alþýðuflokkurinn hefur lagt
megináherslu á tilkomu raun-
vaxta þ.e. verðtryggingu inn-
lána og útlána. Með því er
klippt á þau ótrúlegu rangindi,
misrétti og þjófnað að greiða
ekki nema hluta þess kaup-
máttar til baka, sem upphaflega
var tekinn að láni. Skulda-
kóngar, braskarar og alls kyns
fyrirgreiðslu- og forréttinda-
fólk, sem á greiðan aðgang að
sjóðum og bankastofnunum
getur ekki lengur makað krók-
inn í skjóli þessa arðránskerfis,
sem Alþýðubandalagið vill
viðhalda, og sem er ein af und-
irrótum þess verðbólguöng-
þveitis sem hér ríkir.
Hin hliðin á málinu er sú, að
verðtrygging inn- og útlána
dugar ekki ein sér sem vopn á
verðbólguna, ef ekki koma til
samræmdar aðgerðir í peninga-
og fjárfestingamálum svo og
nauðsynlegt aðhald í ríkisfjár-
málum. Það var þar sem ríkis-
stjómin brást: fyrst í slælegri
stefnumörkun, síðan í ónýtri
framkvæmd.
Mönnum hefur verið það
áhyggjuefni, að raunvextir
kæmu til með að kollsteypa
húsnæðismálalánakerfinu. Það
er alveg rétt, enda er það kerfi
byggt á þeim fölsku forsendum,
að skattborgarinn verði að fjár-
magna það að mestu, því að
verðbólgan sér um að andvirði
lána skilar sér ekki, og kerfið
getur því ekki staðið undir sér.
Það leiðir svo enn fremur til
þess, að húsbyggjendur verða
að leita fanga annars staðar.
fjármögnunin verður dýr, óþjál
og endurgreiðslubyrðin er vart
berandi fyrstu árin. Kerfið
leiðir af sér að húsbyggjendur
verða taugaspenntir vinnu-
þrælar, sem verða þar að auki
oftlega að búa óratíma i hálf-
kláruðu húsnæði.
Með raunavöxtum er hús-
næðismálakerfinu komið á
fastan grundvöll. Endur-
greiðslukjör fara þá eftir láns-
tíma, sem verður lengdur veru-
lega, þannig að
greiðslubyrðin samsvarar
nokkurn veginn eðlilegri húsa-
leigu á leiguhúsnæði, sem er þá
samasem greidd í eigin vasa. í
Húsnæðismál
frumvarpi félagsmálaráðherra,
Magnúsar H. Magnússonar,
um húsnæðismál er stefnt að
lánveitingum til nýbygginga,
sem nema munu allt að 80%
byggingakostnaðar. Þessi lán
verða afborgunarlaus fyrsta ár-
ið, en endurgreiðist á 20 árum
með jöfnum greiðslum vaxta og
afborgana auk verðbóta.
1 þessu frumvarpi ráðherra
Alþýðuflokksins er lögð rík
áhersla á hið samfélagslega
þjónustuhlutverk húsnæðis-
málakerfisins. Lán til íbúða-
bygginga á félagslegum grund-
velli verða 90% af bygginga-
kostnaði til 33 ára og skal stefnt
að því að unnt verði að full-
nægja þriðjungi árlegra íbúð-
arþarfar landsmanna innan
þess ramma. Allt láglaunafólk,
sem ekki á íbúð fyrir, á jafnan
rétt til þessara lána samkvæmt
frumvarpinu, Þrátt fyrir að lán
þessi verði fullverðtryggð skal
tekið fullt tillit til þess, að
greiðsluskilyrði lánanna verði
aldrei umfram hóflegt hlutfall
af ráðstöfunartekjum viðkom-
andi húseiganda.
Þetta er svar Alþýðuflokksins
við hinu lágvaxtarotna píning-
arkerfi í húsnæðismálum, sem
aldrei getur staðið undir sér og
þar af leiðandi aldrei veitt þá
b'ónustu sem slík
samfélagskerfi eiga að veita.
Menn eiga að geta stofnað
heimili og komið sér þaki yfir
höfuðið, án þess að þurfa að
kikna af áhyggjum og vinnu-
þrælkun og án þess að þ arfa að
neita sér um eðlilegt mannlíf.
Ein af forsendum þess að
raunvaxtastefnan verði vopn í
baráttunni gegn verðbólgunni
er sú, að breytt verði um stefnu
í fjárfestingamálum. Og um
leið og verðtrygging fjár-
skuldabindinga er orðinn að
veruleika er breytt fjárfestinga-
stefna beinlínis afleiðing þess
ástands.
Hnífurinn stendur í kúnni
jw^emjmennerua^Jdöngrast^
með gjörsamlega óarðbærar
fjárfestingar og reka svo upp
ramakvein, þegar þeim er ætlað
að gjalda lánin aftur í sömu
mynt og að þeim er rétt. Það er
undarlegar tilviljanir, að þetta
eru oft sömu aðilarnir, sem eru
hvað mest á móti rikisrekstri,
sem þannig vilja láta þjóðnýta
hjá sér tapið og svo hins vegar
Alþýfðubandalagsbubbarnir^
jem eru sælir ef þeir fá að
Fjárfestingamál
þjóðnýta eitthvað, þótt ekki sé
annað en tapið hjá kapitalist-
unum.
Raunvextir tryggja að einka-
aðilar leggja ekki út í fjárfest-
ingar nema þær séu réttilega
arðbærar og nauðsynlegar.
Einkarekstur og samvinnu-
rekstur á að standa Undir sér án
þess að arðrán sparifjáreigenda
eða ríkisforsjá komi til. Við
minnumst þess ekki, að menn .
þar um slóðir kalli sig gjarnan
sósíalista.
Opinberir fjárfestingasjóðir
eiga líka að haga sér í samræmi
við þetta. Það er t.d. þjóðhags-
leg skemmdarstarfsemi að beita
fjárfestingum í landbúnaði
þannig að til sífelldrar um-
framframleiðslu horfi með þar
af leiðandi niðurgreiðslum (út-
flutningsuppbótum) á matvæl-
_um_ofanJ^ióðir^sem^erujmm^
ríkari en við, og það á meðan
neytendur á heimamarkaði
verða að greiða mun hærra verð
fyrir sömu vöru.
Skynsamleg er aftur á móti
sú ráðstöfun Kjartans Jóhanns-
sonar, sjávarútvegsráðherra,
sem gerir ráð fyrir þeim breyt-
ingum á lánahlutfalli Fisk-
veiðasjóðs að vaxandi fjármagn
komi í hlut fiskvinnslunnar og
_______________framh. á síðu 5