Neisti - 15.11.1979, Blaðsíða 4

Neisti - 15.11.1979, Blaðsíða 4
N E I S T I Frumvörp FinnsTorfa Málsmeðferð á Alþingi þykir oft sein í vöfum og ekki er óalgengt að frumvörp velkist þar árum saman án þess að fá afgreiðslu. Gildir þetta einkum um þingmannafrumvörp, en svo eru þau frumvörp nefnd sem einstakir þingmenn flytja til aðgreiningar frá stjómar- fmmvörpum. Til fróðleiks er hér birtur listi yfir þingmanna- frumvörp þáu sem Finnur Torfi Stefánsson beitti sér fyrir á Al- þingi þann skamma tíma sem hann sat þar. Einungis eru talin frumvörp þaU sem hann undir- bjó sjálfur og flutti; sem fyrsti ílutningsmaður, en þeim sleppt þar sem hann var meðflutn- ingsmaður að. 1. Frumvarp til stjómskipunar- laga um afnám deildarskipt- ingar Alþingis. í því er lagt til að Alþingi verði ein málastofa, sém spara mundi málalenging- ar og kostnað. Þingmenn Al- þýðuflokksins hafa áður flutt frumvarp sama efnis. Frum- varpið varð ekki útrætt. 2. Frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um meðferð opinberra mála. Efni Þessa frumvarps lýtur að því að tryggja handteknum mönnum og sökunautum í refsi málum mannúðlegri meðferð og ömggari réttargæslu, en verið hefur. Frumvarpið fékk fulla meðferð Alþingis og er nú orðið að lögum. 3. Frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um samvinnufé- lög. I frumvarpi þessu er lagt til að stjórn Samband Islenskra samvinnufélaga verði kosin beinni leynilegri kosningu allra félaga í samvinnufélögum, sem aðild eiga að sambandinu. Til- gangurinn er að gera lýðræði i hreyfingunni beinna og virk- ara. Frumvarpið varð ekki út- rætt. 4. Frumvarp til laga um flug- málaáætlun. Frumvarpinu er ætlað að verða grundvöllur stóraátaks í flugsamgöngum Is- lendinga innanlands. Megin- efni þess er að skylda ríkisstjóm til að leggja fram með reglu- bundnum hætti áætlun til sam- þykktar á Alþingi um flugsam- göngur. Frumvarpið var lagt fram í haust og hefur ekki fengið þinglega meðferð enn. eáss»ts "'•**»*» Kjörskrá til Al þingiskosninga í Siglufirði sem fram eiga að fara 2. og 3. desember 1979, liggur frammi almenningi til sýnis á bæj- arskrifstofunni í Siglufirði, frá 3. nóvember til 17. nóvember 1979, kl. 9-15, mánudaga -föstu- daga. Kærur vegna kjörskrár skulu berast skrif- stofu bæjarstjóra eigi síðar en 17. nóvember 1979. Siglufirði, 1. nóvember 1979. Ingimundur Einarsson bæjarstjóri Fj ármálaráðherra Alþýðu flokksins lætur verkin tala. Framkvæmdir í stað orða - skvaldurs. Utanlandsferðum ríkisstarfs- manna sem kosta munu um 500 millj. 1979 stór fækkar. (Dæmi um verkfræðinga flugmála- stjómar sem voru 385 daga úti. Inneign á hlaupareikningi ríkisstjóðs hjá Seðlabanka í fyrsta sinn í 4 ár. Lántökur erlendis stöðvaðar. Útgjöld ríkisins skorin niður um 500 millj. fram til áramóta. Fjölgun ríkisstarfsmanna stöðvuð. Fjárlagafrumvarp Tómasar Ámasonar sem gerði ráð fyrir miklum skatta hækkunum á al- menning endurskoðað með það í huga að lækka tekjuskatt um allt að 8 milljarða. Hækkunarbeiðnum ýmissa ríkisstofnana hafnað. M.a. 15% hækkúnarbeiðni Pósts og Síma. Margt fleira mætti nefna til. Augljóst mál er að tillagan um stórlækkun tekjuskatts og nið- urfellingu hans á lágum tekj- um og meðallaunum mun koma til kasta næsta Alþingis. Vonandi verður það þing þannig skipað að vægi Alþýðu- flokksins dugi til að fram- kvæma þessar hugmyndir. Viljirðu niðurfellingu tekju- skatts, aukið aðhald í ríkisfjár- málum þá kjóstu Alþýðuflokk- inn í aðventukosningunum. Svolítið um glundroða Aí hverju skyldu sjáflstæðis- men'n og Mogginn tala svo mikið minna um gludnroða nú fyrir þessar kosningar en marg- ar undanfarandi kosningar? Þeir hafa þó jafnan haft hátt um það fyrirbæri sem þeir hafa kallað glundroða hjá vinstri flokkunum — nú og kannske haft nokkuð til síns máls, stundum. Sérstaklega hafa þeir blásið þetta upp varðandi stjóm Reykjavíkur, en ótæpileg notað það varðandi landsmálin einn- ig. Ástæðan er náttúmlega öll- um ljós sem með pólitíkinni fylgjast, því að nú er komið uppá yfirborðið sú ólga sem lengi er búin að krauma undir- niðri í sjálfstæðisflokknum, Tveir listar sjálfstæðismanna í tveimur kjördæmum og með naumindum tóks t að koma í veg fyrir að hið sama gerðist í Reykjavík. íhaldið þorði ekki í prófkjör hér í kjördæminu, Eykon hræddur um að falla ef það hefði verið við haft — og kannske hefðum við þá fengið i tvo íhaldslista hér? Hver veit. Síðan kom í ljós hve flokkurinn er sundurgrafinn, hefur heldur varla verið minnst á kenning- una um hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokksins utan það, að þetta slapp úr pennanum hans Pálma á Akri í síðasta Norðanfara — en líklega hefur hann nú skrifað það'aður en hann vissi hvemig flokk hann hafði fæðst inn í. Flestum hlýt- ur að vera ljóst að í glundroða- flokki eins og sjálfstæðis- flokknum getur ekki verið að finna það sterka stjómmálaafl sem íslenska þjóðin þarf nú á að halda. Og í þessum hugleið- ingum kynni etv. að rifjast upp fyrir einhverjum að Einn Torfa vantaði ekki nema 9 r atkvæði síðast til að fella Eykon í síðustu kosningum. ARNARFWG HF. Fiskveiðasjóður lánar nú meira til fiskvinnslu: „Margar vinnslustöðvar á hjólbörustiginu“ sagði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra „Margar af þessum fisk- vinnslustö&vum eru hörmulegir vinnustaöir og sumar á hjölböru- stiginu enn þá”, sagbi Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsríó herra, er hann kynnti fyrir blafta- mönnum breytingar á lánaregl um Fitkveiftasjófto Breytingarnar eru fólgnar i þvi ab auka heimildir Fiskveiftasjófts til lánveitmga i fiskvinnslu. Meft framh á siðu 5 Til stuðningsmanna A-listans. Umboðsmenn og kosningaskrifstofur A-listans í þéttbýiisstöðum í Norðurlandi vestra Siglufjörður: Skrifstofan að Aðalgötu 18 verður opin fyst um sinn frá kl. 16.30-19.00. Sími 7 14 02 Hofsós: Guðni S. Óskarsson, sími 6386 Sauðárkrókur: Skrifstofan í Sjálfsbjargarhúsinu v / Sæmundargötu. Sími 5700. Opið 17.00-19.00, fyrstu um sinn. Skrifstofustjóri, Guðbrandur Frímarinsson 5156 Blönduós: Unnar Agnarsson, sími 4399 Hvammstangi: Skagaströnd: Magnús Olafsson, sími 4674 Baldur Ingvarsson sími 1338 Stuðningsfólk A-listans Hafið sambandi við skrifstofurnar og umboðsmenn og veitið allar upplýsingar sem að gagni kunna að koma í komandi kosningum. Veitið upplýsingar um fólk «em vérður fjarverandi á kjördag t.d. námsfólk og sjómenn. Brýnið fyrir fólki að kjósa snemm'a. Fjársöfnun Allt stuðningsfólk er hvatt til að styrkja kosningabaráttuna. Það má öllum teljast ljóst að baráttan kostar mikla peninga, og engir peningar til í sjóði, baráttuna verður því að fjármagna með frjálsum framlögum stuðningsmanna. Umboðsmenn og kosningaskrifstofur taka á móti framlögum í kosningasjóðinn. Vinnum ötullega að sigri Alþýðuflokksins í komandi kosningum. SIGLÚTRÍÚIÐ DANSLEIKUR Verðum r i Alþýðuhúsinú r i kvöld Föstudaginn 16 kl. 10-02

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.