Neisti - 15.11.1979, Blaðsíða 3

Neisti - 15.11.1979, Blaðsíða 3
N E I S T I 3 Viðtal við Jón Karlsson Við tókum tali annan mann á lista Alþýðuflokksins við kosn- ingarnar í desember, en það er Jón Karlsson á Sauðárkróki Hvað segir þú um að ganga til kosninga svo skömmu eftir að síðast var kosið? Ég tel að svo örar kosningar séu talandi tákn um það þjóðfé- lagsástand sem við búum við og um það rótleysi og upplausn sem einkennir þetta fyrirbæri sem við köllum íslenskt þjóðfé- lag. Þetta ástand einkennist af hinni hrikalegu verðbólgu og afleiðingar hennar sjást m.a. í svimandi tölum um skulda- söfnun við útlönd og skuld rik- issjóðs við Seðlabankann. Það hafi hver ríkisstjómin á fætur annarri verið sett á laggirnar með það að meginmarkmiði — í orði kveðnu — að ná tökum á verðbólguþróuninni, og færa hana niður, en yfirleitt hefur þeim mistekist. Á það sem kunnugt er við um síðustu rík- isstjóm, ekki síður en aðrar. Hinsvegar er nú búið að segja svo margt um glímu hennar við þennan draug og mikið er um gagnkvæmar ásakanir að ég sé ekki ástæðu til að blanda mér í það. En hvað segir þú þá um störf fráfarandi ríkisstjómar að öðru leiti? Um þau get ég ýmislegt gott sagt. Þó að stjómin félli í glím- unni við dýrtíðina, hélt hún velli varðandi ýmis mál önnur. Má þar t.a.m. nefna að gott at- vinnuástand hélst hennar starfstíma og var þó sannarlega ekki bjart yfir þeim málum við endaðan feril ríkisstjómar Geirs Hallgímssonar. Mér er einnig ofarlega í huga réttinda- mál ýmis, sem snerta verkafólk og ýmsa minnihlutahópa þjóð- félagsins sem staðið hafa höll- um fæti. Má þar nefna t.d. hinn margumtalaða félagsmála- pakka frá í fyrravetur. Ymis af þeim málum sem þar hlutu framgang voru búin að vera baráttumál verkalýðshreyfing- arinnár árum og jafnvel ára- tugum saman. Kröfur þau varðandi hafa verið gerðar í hverjum samningunum eftir aðra en venjulega náðst lítill sem enginn árangur. Því tel ég að það hafi verið mikið gæfu- spor sem stigið var þegar fram- gangur þessara mála var tryggður á Alþingi, jafnvel þó að það kostaði að hverfa varð frá nokkurri hækkun kaups. Þessi réttindamál koma fyrst og fremst þeim til góða sem minnst réttindi höfðu fyrir; láglauna- fólki aðallega, en það virðist nokkuð gegnum gangandi að þeir sem vinna fyrir lægstu kaupinu hafa minnst réttindi varðandi ýmis kjaraatriði önn- ur. Þrátt fyrir þetta hefir maður furðuoft séð talað um félags- málapakkann með lítilsvirð- ingu og hroka, t.d. í Morgun- blaðinu og hafa þau skrif öll lýst kannske fyrsti og fremst innræti þeirra sem um hafa fjallað eða þá fádæma van- þekkingu. Nú er mikið talað um minnkun kaupmáttar s.l. ár eða svo? Það mun rétt vera, að kaup- máttur tímakaups hefir lækkað, illu heilli, en það sannar kannske það, fyrst og fremst, að illmögulegt er að halda uppi kaupmætti við þessar verð- bólguaðstæður. Því tel ég, að það væri amk. ef til lengri tíma er litið vænlegasta kaupmáttar- tryggingin að brjótast útúr vítahring dýrtiðarinnar. Annars eru viðhafðar vissar blekkingar um þessi mál, þar sem ekki er tekið tillit til vissra aðgerða sem höfðu í för með sér kjarabætur sem ekki verða teknar aftur, sem ég hefi nefnt hér að fram- an, svo og skattalækkanir o.fl. Og varla ferst Morgunblaðinu og sjáfstæðismönnum um að tala því að væntanlega er mörgum í fersku minni aðgerð- ir Geirsstjómarinnar með febrúar- og maílögunum 1978 og ekki væri nú kaupmátturinn beysinn ef þau hefði gilt áfram. Telur þú að launamisrétti fari vaxandi? Já, á því er enginn vafi. En ég hallast að því að þar sé fremur um að ræða afleiðingu heldur en orsök — afleiðingu hins tryllta verðbólgudans. Að vísu munu liggja fyrir tölur um að launabil hafi fremur minnkað milli hópa innan ASÍ, en því má ekki gleyma að stórir hópar launþega em þar fyrir utan og hafa ýmsir þar tekið ótæpilega til sín. Að nokkm á þetta ráitur að rekja til aðgerða borgar- stjómar Reykjavíkur á sumrinu 1978, en að öðru leyti kallar ástandið á þetta og þegar það er svo ónormalt sem nú, þá virðist svo sem þeim sem mikið hafa fyrir, gangi betur að stækka enn sinn hlut, á kostnað þeirra sem hafa minna. Og hvaða ráð eru þá til úrbóta á þessu ástandi öllu? Ekki treysti ég mér til þess hér að setja fram sundurliðaðar tillögur til lausnar alls vanda, en það er mín trú að lykillinn að lausninni liggi í nánu, einlægu og heiðarlegu’samstarfi stjóm- valda og verkalýðshreyfingar. Án þess held ég að sé borin von að lausn á hinum hrikalegu vindamálum finnist. í tegslum við áð er líka hægt að ná fram ýmiskonar réttindamálum sem nauðsynlegt er að festa í lögum eða samningum fyrir launþega þessa lands. Þá er orðið mjög tímabært að verkalýðshreyf- ingin hyggi að sínum innri málum, t.d. tel ég brýna nauð- syn bera til að gera algjöra uppstokkun á öllu taxtafargan- inu, sem kunnugir segja að sé eitthvað um 900 talsins meðal félaga á samningssviði ASÍ. Þá er orðið tímabært að huga að skipulagsmálum hreyfingar- innar og e.t.v. mætti dusta rykið af skipulagstillögunum sem í gangi voru fyrir 1960 og vita hvort ekki væri þar eitthvað nýtilegt að finna. Ýmislegt af þessu tagi mundi létta róðurinn til að komast útúr ástandinu, þó að það væri ekki beint tilheyr- andi þeim pólitísku aðgerðum sem nauðsynlegar eru. Hvað um kosningahorfurnar? Á því er tæpst vafi, að hin mikla fylgisaukning Alþýðu- flokksins í síðustu kosningum kom frá verkafólki og öðrum )eim sem við lægri laun búa. Á >að reynir nú hvort þetta fólk >er enn sama traust til flokksins og það gerði þá. Flokkurinn er reiðubúinn til þess að leggja sig fram um að gæta hagsmuna þessa fólks í hvívetna og hlut- verk hans er það, öðru fremur, að standa vörð á hinum póli- tíska vettvangi fyrir þetta fólk og mun gera það hér eftír sem hingað til þó að það þurfi að vera að einhverju leiti á kostnað einhverra hálaunaðra forrétt- indahópa eða braskara. Flokk- urinn hefir viðurkennt hrein- skilningslega að ríkisstjóm þeirri sem hann aðild að, mis- tókst að ráða við verðbólguna, en það er líka alkunna að þau mistök voru örðum meira að enna en Alþýðufl. Það ætti að vera öllum ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn á ekki minnstan þátt í því ástandi sem nú ríkir enda beina talsmenn hans ekki Geiri sínum að öðru en því sem gerst hefir í tíð hinnar skammlífu vinstri stjómar en forðast að minnast á ástandið sem ríkti þegar hún tók við eða feril hægri stjómar- innar, enda tæpast við því að búast að þeir vilji rifja mikið upp af því. En ég hef trú á því að fólkið átti sig á staðreyndum í íslenskri pólitík um þessar mundir, og skilningur vakni á því að ekkert tryggir hag launafólks betur en að það skapi sér traustan og öruggan bakhjarl á stjómmálasviðinu og til þess er Alþýðuflokkurinn best fallinn íslenskra stjóm- málaflokka. Þessvegna horfi ég bjartsýnn til komandi kosninga. Jón Sæmundur Sigurjónsson: Að loknu prófkjöri Jón Sæmundtir Sigurjónsson Alþýðuflokkurinn hefur nú birt alla framboðslista sína. I öllum kjördæmum nema á Austurlandi hafa farið fram prófkjör og efstu menn lista valdir samkvæmt vilja fólksins í hverju kjördæmi, nema þar sem menn urðu sjálfkjömir sakir skorts á mótframbjóðendum. Hið sérstaka ástand, .sem skapast af hinum nauma tíma, sem til stefnu var, hefur orðið til þess, að færri hafa gefið kost á sér, en ella hefði væntanlega orðið. Hinn naumi tími afsakar þó ekki atferli hinna flokkanna, sem ekki fóru í prófkjör og má gjörla sjá ömurleika íhaldsins í þeim efnum á Norðurlandi eystra og á Suðurlandi. Hér í kjördæminu fór lýð- ræðið heldur ekki fagnandi hjá Kröfluflokkunum. Framsókn- armenn bræddu sinn lista með sér í þröngum hópi samkvæmt biðraðareglunni. Þar hjöktu allir í samvinnuhreyfingu fram um eitt sæti. í Alþýðubanda- laginu hafði bandalag örfárra ráðstjómenda vit fyrir alþýð- unni eins og endranær og komst nú eins og undanfarin 20 ár að sömu niðurstöðu um skipan Ustans. Lýðræðið í þeim flokki nær einfaldlega ekki lengra. 1 Sjálfstæðisflokknum náð andi frjálshyggjunnar aðeins áð svífa yfir örfáum er framboðs- listinn var ákveðinn. Hér var því heldur ekki um verulega frjálst framtak að ræða. Frumkvœði og framtak Alþýðuflokkurinn einn hafði frumkvæði og framtak um að gefa fólki kóst á lýðræðislegri skipan mála. Flokksmenn og óflokksbundnir borgarar hotuöu þetta tækifæri og staðfestu Finn Torfa Stefánsson, fyrrverandi alþingismann, með yfirgnæf- andi meirihluta í fyrsta sæti listans. Enginn frambjóðandi í þessu kjördæmi gengur til kosninga með jafn almennri traustyfirlýsingu umbjóðenda sinna og Finnur Torfi í þetta sinn. Fyrir mitt leyti vil ég þakka góðan stuðning þéirra, sem sáu ástæðu til að styðja mig í próf- kjörinu. Það sjónarmið réði úr- slitum í þessari kosningu, að þingmaðurinn hafi einfaldlega setið of skamman tima og sé efnilegur í alla staði og því ekki ástæða að sjá af góðum liðs- manni með því að velja annan kost, sem að auki var stórum hluta fylgisins ekki nógu kunn- ur. Það er því alls ekki kosið gegn því sjónarmiði, sem ég setti fram fyrir þetta prófkjör, að Alþýðuflokkurinn skyldi stefna aftur að myndun nýrrar vinstri stjómar að loknum al- þingiskosningum. Það sjónar- mið virtist einmitt fá mjög góð- ar undirtektir. Hið sama gildir um það sjónarmið, að fá Siglfirðing í fremstu röð. 40% þeirra, sem kusu á Siglufirði, aðhylltust það sjónarmið, en hjá meirihlut- anum var annað metið hærra. Yfirleitt ríða Siglfirðingar höltu hrossi til þessara þingkosninga, hvar á lista sem er litið. Má segja, að það sé ekki öðru vísi en áður var. Einhugur og samstaða Alþýðuflokksmenn ganga nú einhuga og baráttuglaðir til kosninga. Við vildum þessar kosningar af því að ágreining- urinn innan ríkisstjómarinnar var orðinn óþolandi og vinstri mönnum til vanvirðu. Málin snúast því ekki um það í dag, hvort Alþýðuflokkurinn ætli í stjóm með hinum eða þessum eftir kosningar. Við viljum vinstri stjórn sem rís undir nafni. Málin snúast því ein- faldlega um það, hvort lands- menn vilja í raun og veru skipta um efnahagsstefnu og velja þann kost, sem dugar til að kveða niður verðbólguna í þessu landi. Óðaverðbólgan hófst árið 1971 eftir að Olafur Jóhannes- son myndaði sína vinstri stjóm. Hægri stjóm Geirs Hallgríms- sonar sem tók við 1974 magnaði verðbólguna frekar en hitt. Báðum þessum ríkisstjómum var sameiginlegt, að Álþýðu- flokkurinn tók ekki þátt í þeim. Þegar vinstri stjórnin sáluga sýndi þess öll merki að fara ætti í sama gamla farveginn og slá slöku við gagnvart verðbólg- unni, þá sagði Alþýðuflokkur- inn nei takk. Alþýðuflokkurinn fékk ekki hið mikla kjörfylgi sitt, til að taka þátt í slóðaskap verðbólguflokkanna. Þjóðinni er því boðið upp á að styrkja hina einörðu baráttu Alþýðu- flokksins gegn verðbólgu og hafna slóðaskap þeirra, sem vilja láta reka á reiðanum. Það er kosið milli gömlu verð- bólgusmiðanna og A lþýðu- flokksins, sem ekki þolir að vikið sé af veginum í baráttunni gegn verðbólgunni, þessa ógn- valds heiðarlegra viðskipta- hátta og eðlilegs mannlífs. Samrœmd stefnuskrá Alþýðuflokkurinn er eini flokkurinn, sem býður upp á samræmda stefnuskrá, þar sem allir þættir stefnunnar eru skoðaðir með hið efsta mark- mið í huga. Þar rekast land- búnaðarmál ekki á kjaramál, þar rekast fjárfestingamál ekki á orkumál, þar ber allt að sama brunni: hjöðnun verðbólgunn- ar. Þversagnir og rökleysur í stefnum verðbólguflokkanna gera það að verkum, að þeir eru yfirmáta erfiðir í sambúð. framh. a 'síðu 5

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.