Neisti - 15.11.1979, Side 2

Neisti - 15.11.1979, Side 2
2 NEISTI útgefandi: Alþýðuflokkurinn, Nl. vesfra Ritstj. og ábyrgðarmaður: Jóhann G. Mðller Viljinn, stefnan, þorið Ýmsir hafa orðið til þess að átelja Alþýðuflokkinn fyrir að slfta vinstri stjórninni. Og víst er það að margir gerðu sér vonir um betri og stærri árangur af störfum þeirra stjórnar en raun varð á. Menn hafa rætt um að kosningar nú séu áhætta fyrir Alþýðuflokkinn því að hugsanlegt sé að hann tapi atkvæðum. Þá hafa menn bent á að mun hægara hefði verið fyrir flokkinn að sitja áfram og njóta ráðherrastólanna út kjörtímabilið. Víst er það að það hefði verið í samræmi við háttu fyrri ríkisstjórna að láta stefnuna fyrir stólanna. Vinstri stjórnin gamla sat í dýrtíðinni í 3 ár og hafðist ekki að. Hægri stjórnin sem þá tók við sýndi enn meiri þrautsetu og gaufaði í árangursleysi í 4 löng ár áður en kjósendur ráku hana frá völdum. Almennt er ekki unnt að neita því að það hefur yfirleitt verið regla ríkisstjórna að hafa það sem fyrsta boðorð að sitja sem lengst, en láta það að öðru leyti ráðast hvort einhver árangur næst. Alþýðuflokkurinn hefur tekið sér það bessaleyfi að líta öðru vísi á þessi mál. Fyrir honum er það aðalatriði að ná árangri; að koma fram stefnumálum sínum. Langlífi í ráðherrastólum er aukaatriðið. Náist enginn árangur í ríkisstjórn sem Alþýðuflokkurinn situr í þá hættir flokkurinn þátttöku þar og leitar annarra úrræða til að koma málum sínum fram, jafnvel þótt stjórnin heiti því fagra nafni, vinstri stjórn. Það er mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir þessu, því hér er sérstaða Alþýðuflokksins alger. Eins og kunnugt er fór svo um stjórn efnahagsmála, ríkisfjármála, peningamála, verðlags og kaupgjalds- mála. Alþýðubandalagið barðist gegn þessu í öllum greinum og vildi ekki hafast að. Framsókn eins og vanalega hafði ekki skoðun á málinu, en hallaðist stundum að Alþýðuflokki og þess á milli að Alþýðubandalagi. Rétt er þó að unna Framsókn þess að undir það síðasta viðurkenndi hún það að stefna Alþýðuflokksins væri hin eina raunhæfa lausn og flokk- urinn hallaðist í æ ríkari mæli í þá átt. Það grundvall- aratriðiFramsóknar, að leggja meiri áherslu á að sitja en stjórna, breyttist þó ekki. Þess vegna var hún jafnan reiðubúinn að láta Alþýðubandalagið eyðileggja vonir um árangur, ef vera mætti að það fengist til að sitja örlítið lengur. Þess vegna m.a. lagði Framsókn sig undir þá auðmýkingu í annað sinn að leggja fram fjárlaga- frumvarp sem ríkisstjórnin öll stóð ekki að og var þannig ekki stjórnarfrumvarp. Þess vegna þoldi Fram- sókn það í mörgum dæmum að mál voru afgreidd með atkvæðagreiðslu í ríkisstjórn, sem þýddi að ríkisstjórnin stóð ekki öll að niðurstöðum og að baki þeim lá ekki þingmeirihluti. Um þessa frammistöðu má almennt segja að Fram- sókn er flokkur sem unnt er að ná árangri með, þótt tæpast sé þaðan forystu að vænta. En ef réttur flokkur er með henni getur allt gerst. Þá hljóta menn að spyrja hvaða flokkur það sé, sem veitt getur Framsókn slíka forystu. Er það ef til vill „Flokkur allra stétta“, Sjálfstæðisflokkurinn, sem nú berst undir slagorðunum „Efliim einn flokk til ábyrgð- ar“ og hefur steingleymt þátttöku sinni í hægri verð- bólgustjóminni. Getur Sjálfstæðisflokkurinn talað af töluverðri kokhreysti um þessi mál, þar sem honum hefur nú tekist að koma fram sameiginlegum framboð- um í sex af átta kjördæmum, sem telja má góðan ár- angur eftir atvikum. Þá hefur það tekist fyrir fórnfýsi eins’sigurvegara í prófkjöri flokksins í Reykjavík að koma saman framboðslista þar sem átta efstu sætin mi skipuð sex lögfræðingum, einum heildsala og einum fulltrúa sjómanna. Þótt þessi mál hafi þannig færst til hins betri vegar hjá Sjálfstæðisflokknum þá er ljóst að hann mun enn um hríð vera of upptekinn af sínum innri málum til að skipta sér af landstjóminni að ráði. Skynsamir menn og vel- viljaðir Sjálfstæðisflokknum hafa talið það flokknum hollast að vinna að þeim málum fyrst og þjóðmálunum svo. Jafnvel kæmi til álita að endurskoða kjörorð flokksins í því skyni. „Eflum sundmng til ábyrgðar“ gæti til dæmis komið að góðum notum. „Flokkur allra lögfræðinga“ mundi líka hljóma mun meira sannfærandi en gamla slagorðið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki getað veitt sjálfum sér forystu og því ekki líklegur til að veita öðmm forystu f ríkisstjórn, hvað þá heldur allri þjóðinni. Vilji þjóðin forystu út úr efnahagsöngþveiti síðustu ára er ' hana að finna hjá Alþýðuflokknum. Hann hefur sýnt það með þátttöku sinni í síðustu ríkisstjórn að hann hefur viljann og stefnuna. Hann sýndi með stjórnarslit- nnum að hann hefur þorið. En þetta er það þrennt sem til þarf að vinna á dýrtíðinni. Viljann, stefnuna og þorið. Alþýðuflokkurinn hefur það. Aðra flokka skortir það. Stuðningsfólk A-listans Minning d.'5.'okóu9TO Einar Ásgrímsson Einar Ágrímsson var fæddur að Nefstöðum í Fljótum 6. nóv.1896 og voru foreldrar hans Margrét Sigurðardóttir og Ásgrímur Guðmundsson Ólst hann upp í hópi sjö systkina og er Helgi, fyrrverandi banka- maður góður maður og vel lát- inn búsettur hér í Siglufirðieinn á lífi af þeim dugmikla syst- kinahópi. Hingað til Siglufjarðar flutt- ist Einar tvítugur að aldri og átti hér heima ávallt síðan. Árið 1925 kvæntist Einar eftirlifandi konu sinni Dorotheu Jónsdótt- ur. Með Einari Ásgrímssyni er til foldar hniginn merkismaður úr alþýðustétt. Maður sem allt sitt líf meðan heilsan entist, vann hörðum höndum fyrir sér og sínum og með hjálp dug- mikillar konu sinnar tókst það vel og með sæmd. Fyrst eftir að Einar kom hingað stundaði hann alla al- menna launavinnu og einnig sjósókn. Eftir að síldarsöltunin varð snarasti þátturinn í atvinnulífi Siglfirðinga vann hann sem matsmaður, verkstjóri eða beykir. en það þótti mjög vandasamt starf og aðeins fyrir harðduglega menn. Til þessa starfs var Einar eftirsóttur, enda ósérhlífinn og vann sín erfiðu verk með létt ri lund. Einar var einn af forustu- mönnum um tunnusmíði hér í Siglufirði, og vann marga vetur í Tunnuverksmiðju sem var sameign þeirra, sem þar unnu, og síðar hjá T.R. Hann var félagslyndur og stéttvís maður og um áratuga- skeið tók hann virkan þátt í starfi verkalýðshreyfingarinnar hér og gengdi ýmsum trún- aðarstörfum á vegum hennar. Nú síðustu árin er veikindin voru farin að þjá Einar var eld- móáurinn samt sá sami og áður, sífellt hvetjandi að verkamenn stæðu saman og létu ekki und- an síga, heldur sæktu fram til meiri réttinda og betra þjóðfé- lags. Slíkur baráttumaður og Einar var um velgengni verka- manna skipaði hann sér snemma undir merki jafnaðar- stefnunnar og Alþýðuflokksins og var þar ávallt einn af bestu liðsmönnum ávallt reiðubúinn til starfa fyrir hugsjónir sínar. Einar Ásgrímsson var vinsæll af öllum sem nokkur sam- skipti eða kynni höfðu af hon- um og bar þar margt til. Hann var glaðvær og hjálp- samur reifur heim að sækja, en fyrst og fremst var hann dreng- ur góður og svo gegnvandaður að hann vildi í engu vamm sitt vita. Slíkum manni var gott að kynnast og eiga að kunningjgi og vini. Þau Einar og Dorothea eign- uðust sjö ipannvænleg börn, sem öll eru á ^ífi. Ástvina hópur Einars er stór og samstilltur og með Dorothleu í fararbroddi léttu þau holnum síðustu ævi- sporin, og þ^u munu hlúa að minningu ha[ns af ást og alúð um leið og þau minnast þess að dauðinn er engin endalok, heldur umbrbyting til æðra og betra lífs. Ég kveð feinar Ásgrímsson með einlægri þökk fyrir langa og hugþekka samleið og fyrir ógleymanlega vináttu. í guðs friði Jóhann G. Möller.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.