Vera - 01.02.2005, Qupperneq 23

Vera - 01.02.2005, Qupperneq 23
Þegar skipta þarf um pabbahelgi SAGA ÚR SAMSETTRI FJÖLSKYLDU » Þegar rætt er um fjölskylduna hættir okkur til að hugsa um hina klassísku En fjölskyldur eru fjölbreytilegri og flóknari en það. Foreldrar margra barna búa ekki saman, heldur með öðrum eða þriðja maka og er samsett fjölskylda því veruleiki margra. Hér er lítið dæmi úr þeim veruleika. Ég á tvö yndisleg börn með jafnmörgum mönnum en þeir lieyra báðir fortíðinni til. Eins og gengur og gerist gekk nýr maður inn í líf mitt og honum fylgir son- ur hans sem dvelur hjá okkur aðra hverja helgi og rúmlega það. Saman myndum við fimrn manna fjölbreytta íjölskyldu sem hefur náð ótrúlegum árangri síðast- liðin þrjú ár í að verða samheldin íjöl- skylda. Það fer samt ekki fram hjá okkur að íjölskyldumálin geta verið snúin og ein- faldar ákvarðanir geta átt flókið ákvarð- anaferli að baki. Ef fjölskyldunni er t.d. boðið í afmæli þær helgar sem börnin okkar eru stödd hjá hinum foreldrunum þarf a.m.k. að hringja þrjú símtöl. At- huga þarf hvort hinir foreldrarnir geti séð af börnurn sínum nokkrar klukkustundir „þeirra” helgi. Stundum tekst að ná lend- ingu og stundum ekki. Og símtölin eru jafnvel fleiri, þó þau snerti okkur ekki beint, því hinir foreldrarnir eiga einnig nraka og þeir makar eiga börn með fyrr- verandi mökum. Hér er eitt dæmi: Fyrir nokkru vildi barnsfaðir minn skipta urn pabbahelgi. Ég og maðurinn minn höfðurn börnin hjá okkur sömu helgar og þurftum því að athuga hvort hinir foreldrarnir gætu skipt um helgi. Ég athugaði með hinn barnsföður minn og maðurinn minn at- hugaði málin hjá barnsmóður sinni. Þá fóru málin að vandast því barnsmóðir hans er í sambúð með rnanni sem á þrjú börn með jafnmörgum konum. Hann hefur börnin hjá sér sömu helgi og hefði eflaust þurft að ræða við allar barnsmæð- ur sínar. Málin gengu aldrei svo langt því okkur féllust hreinlega hendur. Einföld fyrirspurn hefði haft áhrif á ótal fjöl- skyldur sem við þekkjum ekki. Og hvers vegna ætti eitthvað bláókunnugt fólk út í bæ að vilja skipta urn pabbahelgi af því það hentar betur einhverjum sem það þekkir ekki? vera / 1. tbl. / 2005 / 23

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.