Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 25

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 25
að klæðast, hvernig að búa o.s.frv. Já, í auglýsingum er tónninn gefmn og eins í glanstímaritum sem jafnan bregða upp myndum af flottheitum hinna efnameiri. Spenna milli heimila og vinnustaða Til að mæta óskum og væntingum sem verða til við þessar aðstæður þarf ungt fólk iðulega að vinna langan vinnudag en vinnusemi er reyndar höfuðdyggð í hug- um okkar Islendinga. Hver kannast ekki við samtöl eins og þetta: „Jæja, er ekki nóg að gera?” Og viðmælandinn svarar: „Jú, alveg brjálað, sem betur fer.” Þá vil ég fjalla hér aðeins um það sem ég vil kalla spennu milli heimila og vinnustaða. Það er staðreynd að bæði hjónin vinna oftast úti eða eru í námi og vandi unga fólksins felst ekki aðeins í því að láta enda ná saman fjárhagslega, held- ur að sinna börnum og heimilinu með sómasamlegum hætti. Þetta reynist mörgum um megn. Að sækja börnin í leikskóla eða skóla veldur iðulega mikilli spennu milli hjóna. Þrátt fyrir þá stað- reynd sem blasir við öllum, að í nútíma- samfélagi vinni bæði hjón utan heimilis, virðist enginn sveigjanleiki vera í gangi á vinnustöðum þegar börnin eru annars vegar. Þau eru vandræðafyrirbæri að þessu leyti. Þau passa ekki inn í þessa mynd. Hér þarf að sjálfsögðu að finna einhverja lausn en því miður virðist eng- in umræða vera í gangi. Þvert á móti virðist á mörgum vinnustöðum vera ríkj - andi mikill ótti við það að styggja vinnu- veitanda sinn. Menn vinna lengur en um- saminn vinnutíma til þess að ná meiri ár- angri og ganga þannig í augun á yfir- mönnum. Þessu fylgir streita og síðan ágreiningur við makann. Karlmenn taki meiri þátt Af framangreindum ástæðum er ekki að undra hve margir ungir foreldrar eru þreyttir og illa fyrirkallaðir þegar heim er komið og komið að þeim tíma að sinna börnum. Annar vandi sem mörg hjón glíma við í dag er svo baráttan um tíma til tómstunda. Ungir menn sem eru búnir að stofna heimili t.elja sér trú unr að þeir geti haldið áfram að gefa sér sama tíma og áður til að stunda golf eða önnur á- hugamál og telja sjálfsagt að stór hluti af sameiginlegu sumarleyfi fjölskyldunnar fari í veiðiferðir. Við þurfum að hvetja til opnari um- ræðu um fjölskyldumálin og þá sérstak- Ungt fólk á að mennta sig og helst að na. Þá þarf að sjálfsögðu að kaupa íbúð og bíl og þar eru kröfurnar ekki smáar. Sjónvarpsþættir eins og Innlit \ Otlit hafa gríðarleg áhrif lega að hvetja karlmenn til að taka meiri þátt í umræðunni. I hugum margra karl- manna virðast uppeldis- og fjölskyldu- mál vera kvennamál. Við finnurn það hins vegar vel hve feðraorlofið hefur haft góð áhrif á feður og fjölskyldur. Hjón fá góðan tíma til að vera saman á þessum mikilvæga tíma sem fyrstu vikurnar eftir fæðinguna eru. En því rniður, eins og fjallað var um í fjölmiðlum fyrir skömmu, virðast mörg dæmi um að þetta orlofskerfi sé misnotað og pabbarnir noti tímann til þess að vinna á svörtu. Það þarf að skapa umræðu um heimili og vinnustaði með sama hætti og um- ræðuna um heimili og skóla á sínum tíma. Fjölskylduvænn vinnustaður á að vera gæðastimpill í samfélagi okkar og slík fyrirtæki á að verðlauna í hvatningar- skyni. Það gleymist að vellíðan á vinnu- stað hefur áhrif á starfsgetu og sköpunar- gleði einstaklingsins. Eg vil í þessu sambandi geta þess að á mörgum vinnustöðum eru stjórnendur orðnir meðvitaðir um áfallahjálp þegar starfsmaður verður fyrir sorg og það er reynt að taka faglega á málum. Sama þarf að eiga sér stað hvað fjölskyldumálin varðar. Það þarf að taka þar á málum og finna lausnir svo foreldrum líði betur. Þá þarf að sjálfsögðu að ræða opinskátt um uppeldismál almennt. Hvaða aðstæður viljurn við skapa börnunum okkar og hvað kemur þeim best í lífinu? Hvað þroskar þau og gerir að góðum einstaklingum? Hvað um sjón- varpsgláp og tölvunotkun? Hvert stefnir í þeim efnum? Af hverju eru börn ekki úti að leika sér? Af hverju er svona mikið af börnum sem eiga við sálræna erfiðleika að etja? Er skýringa að leita í þeim að- stæðum sem hér hefur verið lýst? Þá þarf einnig að ræða opinskátt um afleiðingar hjónaskilnaða. Hvernig tilver- an breytist og ræða um áhrifm á börnin og hvernig haga þarf framtíðarsamskipt- um. Það þarf að breyta skilnaðarferlinu. Setja þarf reglur um fjölskylduráðgjöf þegar kemur til hjónaskilnaða og börn hjóna eru undir 18 ára aldri. Það er ekki nóg að við prestar brýnum þetta fyrir fólki. Lærður fjölskylduráðgjafi, helst barnasálfræðingur, þarf að fara vandlega yfir málin með þeim sem hlut eiga að máli. Sjálfur hef ég iðulega bent foreldr- um á að ræða við barnasálfræðing þegar til skilnaðar kemur. Það er vandasamt hlutverk að vera lítið barn og eiga allt í einu fjóra foreldra og jafnvel fleirri. Það skapast samanburður á milli heimila. Hvar er skemmtilegra að vera? Gilda sömu reglur á báðum heimilum? Að lokum vil ég segja þetta: Það þarf að breyta ríkjandi gildismati í samfélag- inu þar sem efnaleg verðmæti eru sett fremst í forgangsröðina. Við þurfum að slá af þeim rniklu kröfum sem við gerum um hús, bíla og ferðalög og fara að hugsa um börnin okkar og framtíð þeirra. vera / 1. tbl. / 2005 / 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.