Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 27
degi var mér bara skellt inn í hringiðuna
og ég átti að hafa sögustund íyrir tuttugu
4 ára börn. Óneitanlega man ég enn
hjartsláttinn en sögustundin gekk ágæt-
iega og einnig þær sem ég sá um það sem
eftir lifði vetrar. í minningunni var þetta
bara ekkert erfitt. Þessi börn voru fjórar
til fimm klukkustundir á dag í leikskólan-
um, komu til að leika sér full starfsorku,
kát og hress og nutu dagsins.
Núna þarf ég að hafa sögustund fyrir
tíu 5 ára börn og gengur oft á ýmsu. Ég tel
mig ekki leiðinlega og les bara ágætlega
en samt fanga ég illa athygli hlustenda
minna. Þó hafa þau öll fæðst með tíu tær
og tíu fingur, vel af Guði gjörð í alla staði.
Þessi börn eru 8-9 klukkustundir á dag í
leikskólanum. Þau lifa í tölvuheimi. Þau
horfa á bíómyndir sem þau ráða engan
veginn við að vinna úr. Þau eiga foreldra
sem vinna fullan vinnudag, foreldra sem
fara í ræktina ef ekki klukkan sex á
morgnana á meðan barnið sefur þá eftir
vinnu og barnið fer í gæsluna þar sem
unglingsstúlka lítur eftir því á meðan það
horfir á mynd. Eru þetta góðar aðstæður
íyrir lítil börn?
Barnið verður útundan
Það er mikið álag fyrir fjölskyldur þegar
bæði foreldranna vinna fullan vinnudag.
Þurfa svo að fara í ræktina til þess að út-
litið sé nú í lagi, á námskeið til að halda
sér við í örri þróun tækniheimsins, vera í
kvöld- eða íjarnámi til að ná sér í gráðu
til að komast ofar í pýramída fýrirtækis-
ins og kaupa síðan öll heimsins gæði á
100% láni. Því eins og við heyrum svo oft
fæst undirstaðan að góðu heimili í Húsa-
smiðjunni.
Eitthvað verður útundan.
Eru það foreldrar á hlaupum með
nagandi samviskubit?
Eru það foreldrar sem eru hrædd við
börnin sín og þora ekki að ala þau upp?
Eru það foreldrar sem kaupa sér frið
fyrir samviskubitinu sem leiðir til enn
meira samviskubits?
Nei það er barnið sem verður útund-
an, því ofdekur telst líka vera vanræksla.
Ég er ekki að segja að við eigum að hverfa
aftur til fortíðar, fitja upp á íjóra prjóna
og prjóna leista eða vera alltaf tilbúin
með kakó þegar börnin koma heim úr
skólanum. En eitthvað verður að gera. Ég
vil kenna breyttum aðstæðum fjölskyld-
unnar um óöryggi og ört vaxandi hegð-
unarvandamál barna og unglinga. Börn,
unglingar og fullorðið fólk er teygt og
togað og veit ekkert í hvorn fótinn það á
að stíga. Ég vil kenna rekstraraðilum leik-
og grunnskóla um ástandið á börnum
innan skólakerfísins. Börnum er ætlað að
vera í alltof stórum hópum og kennurum
er alls ekki gert kleift að sinna störfum
sínum sem skyldi. Eftir stendur nagandi
samviskubit foreldra og misskilningur á
störfum kennara.
Það verður að gera foreldrum kleift að
sinna hlutverki sínu sómasamlega svo
barnið geti notið þeirrar fræðslu og nýtt
alla möguleikana sem skólakerfið á að
hafa upp á að bjóða. Það verður einnig að
gera kennurum kleift að sinna störfum
sínum þannig að bæði barnið og kennar-
inn séu sátt.
Það þarf sterkan vilja til að forgangs-
raða eftir sínu höfði og vera sátt við sitt
þegar umhverfið hrópar stöðugt að við
eigum að vera alls staðar og hvergi.
Það er gott að geta sagt við barnið sitt:
Svona er þetta hjá okkur, mér er alveg
sama hvernig það er hjá hinum.”
Það er ánægjulegt ef eitthvað er að
rofa til fyrir augum ríkisstjórnar, forseta
og biskups þessa lands. Það er langt síðan
við hin vissum að ástand barna og ung-
linga landsins er á villigötum. Það verður
að forgangsraða. Hvort er mikilvægara
jarðgöng, stóriðja og tvöföldun Reykja-
nesbrautar eða litlu börnin, stóru börnin
og unglingarnir okkar? Það er ekki nóg
að slá sér á lær um áramót og fyrir kosn-
ingar. Það getur reynst erfitt að ná barn-
inu úr brunninum þegar það er dottið
ofan í. Ég vil sjá að sveitarstjórnir og rík-
isvald taki höndum saman og geri ísland
að fjölskylduvænu samfélagi, ekki bara á
hátíðis- og tyllidögum heldur í raun, svo
við öll getum átt betri framtíð.
vcra / l.tbl. / 2005 / 27