Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 51
Á heimasíðu skrifstofu bresku ríkisstjórn-
arinnar sem fer með þessi mál, er að finna
lista yfir þau ríki heims sem náð hafa 30%
markmiði Sameinuðu þjóðanna. Þar er að
finna öll Norðurlöndin nema ísland
vinnumarkaðslöggjöf við setningu sinnar
fyrstu jafnréttislöggjafar þá á hún það
sammerkt að leggja bann við mismunun
vegna kynferðis og skilgreina úrræði eða
leiðir fyrir þann sem telur sig sæta slíkri
mismunun. Löggjöfm var almennt hlut-
laus, tók jafnt til kvenna og karla og kall-
aði ekki á neinar sérstakar aðgerðir í sam-
félaginu.
Um tíu árum síðar sjáum við hins veg-
ar verulegar breytingar. í fyrsta lagi er
löggjöfm ekki lengur kynhlutlaus heldur
tekur mið af þeirri staðreynd að það hall-
ar á konur og því sé aðgerða þörf. Ríkis-
valdið ber nú skilgreinda, lagalega ábyrgð
á að tryggja þróun í átt að markmiðinu. Á
þessum tíma er samningur Sameinuðu
þjóðanna um afnám allrar mismununar
gagnvart konum orðinn að veruleika.
Þann samning hafa öll ríki Evrópu sam-
þykkt. Samningurinn leggur þær skyldur
á aðildarríkin að „gera allar viðeigandi
ráðstafanir á öllum sviðum, sérstaklega á
sviði stjórnmála, félagsmála, efnahags og
menningar, þ.á.m. með lagasetningu ....“
til að ábyrgjast fulla þróun og framfarir.
Samningurinn tekur því til allra sviða
samfélagsins. Hann byggir á þeirri stað-
reynd að konur njóta ekki jafnréttis á við
karla og hann skilgreinir tímabundnar
aðgerðir sem miða að því að flýta raun-
verulegu jafnrétti kynjanna sem hluta af
jafnréttismarkmiðinu en ekki sem and-
stæðu þess.
Sérstök lagaákvæði á fleiri
sviðum en vinnumarkaði
Kvennasamningur SÞ sem og starf ýmissa
fjölþjóðastofnana eins og Evrópuráðsins
og Evrópusambandsins hafði án efa mik-
il áhrif á þessa evrópsku lagaþróun. Á
síðusta áratug eða svo sjáum við enn eina
þróunina á lagasviðinu. Ríki Evrópu hafa
í æ ríkara mæli sett sérstök lagaákvæði
eða sérstök lög er varða jafnrétti kynja á
öðrum sviðum samfélagsins en á vinnu-
markaði. Slík lög/lagaákvæði varða m.a.
ofbeldi gagnvart konum, heilbrigði
kvenna og völd þeirra eða öllu heldur
valdaleysi.
Hér tel ég að við höfum verk að vinna.
í því sambandi er áhugavert að íhuga
hvað felist í 2. mgr. 65. gr. stjórnarskrár-
innar um að konur og karlar skuli njóta
jafnréttis í hvívetna. Skýrt er tekið fram í
greinargerð með ákvæðinu að það komi
ekki í veg fyrir að sérstökum tímabundn-
um aðgerðum sé beitt enda væri slíkt í
andstöðu við alþjóðlegar skuldbindingar
okkar. Þó svo ákvæðið leggi ekki jákvæð-
ar skyldur á ríkisvaldið til aðgerða þá
bera stjórnvöld slíkar skyldur bæði á
grundvelli stjórnarskrárinnar sjálfrar og á
grundvelli alþjóðlegra mannréttinda-
samninga ef fyrir liggur rökstuddur
grunur um mismunun. Og ekki verður
horft fram hjá því að hann er til staðar í
samfélagi okkar. Hins vegar er erfítt um
vik þegar síðan þessi sömu stjórnvöld
horfa fram hjá ákvæðinu við röðun á lista
eigin stjórnmálaflokka eða skipan í
nefndir á þess vegum. Ég tel því nauðsyn-
legt að hugað sé að útfærslu þessara
skyldna í lögum.
Haldlaust ákvæði í íslenskum
jafnréttislögum
Og vfkjum þá aftur að þátttöku kvenna í
stjórnmálum. Nauðsynlegt er að huga að
möguleikum kvenna til að gera sig gildandi
í stjórnmálastarfi og þar með til að ná kosn-
ingu. Eru þær jafn vel þekktar og karlarnir
innan flokksins? Hverjir gegna trúnaðar-
störfúnum? Hverjir veljast aðstoðarmenn
ráðherra eða til annarra pólitískra starfa í
ráðuneytunum? Hverjir veljast í nefndir
sem ráðherrar skipa og fá þannig dýrmæta
reynslu og möguleika til að kynna sig innan
flokks sem utan? Og hvernig getur löggjöf
tryggt hér framþróun?
Frá árinu 1985 hefur verið neyðarlegt
og haldlaust ákvæði í íslensku jafnrétt-
islögunum um skipan í opinberar nefnd-
ir, stjórnir og ráð. Segir í 20. gr. núgild-
andi laga að í nefndum, ráðum og stjórn-
um á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli,
þar sem því verði við komið, sitja sem
næst jafnmargar konur og karlar og að
ávallt skuli á það minnt þegar óskað er
tilnefningar í hlutaðeigandi nefndir, ráð
og stjórnir. Ákvæðinu er að því ég best
veit ekki fylgt eftir. Er ekki kominn tími
til að viðurkenna haldleysi þessa ákvæðis
og líta til reynslu annarra þjóða? Danir
hafa, svo dæmi sé tekið, verið með löggjöf
um skipan í opinberar nefndir og ráð frá
árinu 1985 og frá árinu 1990 um skipan í
stjórnir ríkisstofnana. Núgildandi löggjöf
þeirra er frá árinu 2000. Er þar kveðið á
um jafnt hlutfall kynja í nefndum og ráð-
um og svokölluð tilnefningaleið lögfest.
Skyldan tekur bæði til ráðherraskipaðra
nefnda, stjórna ríkisstofnana, stjórna
hlutafélaga í eigu ríkisins, stjórna fyrir-
tækja sem eru í meirihluta eigu ríkisins
og stjórna stofnana sem starfa samkvæmt
fjárframlögum frá ríkinu. Jafnréttisráð-
herrann fær upplýsingar um fyrirhugað-
ar skipanir og getur gert athugasemd sé
þess talin þörf og jafnvel óskað breytinga.
Frakkland og Belgía hafa, svo annað
dæmi sé tekið, lögfest ákvæði um svokall-
aða fléttulista við framboð til þings og
sveitarstjórna. Belgía er nú eitt þeirra
ríkja sem náð hefur 30% markinu á sínu
þingi. Vegna galla í löggjöf Frakka geta
stjórnmálaflokkar þar vikið frá ákvæðinu
og því er árangur löggjafarinnar ekki eins
verulegur. Slóvenía er eina land Evrópu,
sem mér er kunnugt um, sem hefur í sín-
um jafnréttislögum ákvæði um skyldur
stjórnmálaflokka til að setja sér jafnréttis-
áætlun til fjögurra ára í senn. Segir þar í
31. gr. að í áætluninni, sem ber að senda
Jafnréttisstofu þess lands innan ákveð-
inna tímamarka, skuli koma fram hlutfall
kynja í trúnaðarstöðum innan flokksins,
markmið flokksins skulu skilgreind og
fyrirhuguðum aðgerðum til að ná því
markmiði lýst. Lögin eru frá árinu 2002.
Ég kom að samningu þeirra sem ráðgjafi
við slóvensk stjórnvöld. Framangreint
Slóvenía er eina land Evrópu, sem mér er
kunnugt um, sem hefur í sínum jafnrétt-
islögum ákvæði um skyldur stjórnmála-
floklca til að setja sér jafnréttisáætlun til
fjögurra ára í senn
vcra / 1. tbl. / 2005 / 51