Vera - 01.02.2005, Síða 36

Vera - 01.02.2005, Síða 36
Mynd: Dagstjós Tímamóta dómur MAL GUÐRUNAR SIGURÐARDOTTUR FÉLAGSRÁÐGJAFA GEGN AKUREYRARBÆ » Það uröu mikil tímamót í jafnréttisbaráttunni þegar Hæstiréttur kvaö upp þann úr- skurð að starf Guðrúnar Siguróardótur félagsráðgjafa og deildarstjóra á Fjölskyldudeild Akureyrar væri jafn verömætt starfi deildartæknifræðings bæjarins og dæmdi bæinn til að greiða Guðrúnu 3,7 milljónir í skaðabætur vegna þess launamunar sem verið hefur á þessum störfum. Það hefur verið rótgróið í hugum fólks að eólilegt sé aó borga meira fyrir umsjón meö byggingum en fólki og dómurinn því mikilvægt skref til breytinga á því. Það sem er einnig sérstakt vió dóminn er aö í honum kemur fram að ekki sé nóg að borga fólki eftir kjarasamningum heldur verði að gæta jafnræðis milli sambærilegra starfa hjá sama vinnuveitanda. Um leið og VERA óskaði Guðrúnu til hamingju með sigurinn báðum við hana að segja nánar frá málavöxtum. Guórún segir að niðurstaða málsins hafi verió sér mikill léttir. Mál- ió hafi staðið yfir í rúm fjögur ár og hún finni nú hvað þungu fargi sé af sér létt. Það mun vera einsdæmi að einstaklingur sem hefur farió í mál við atvinnurekanda sinn vinni mál á meðan hann er enn í starfi. Guórún útskrifaðist frá Háskóla íslands 1983 með BA próf í uppeldisfræði og starfsréttindi i félagsráðgjöf, auk kennsLuréttinda. Hún hóf starfsferil sinn sem félagsráógjafi hjá Reykjavíkurborg en flutti til Akureyrar 1984 og byrjaði þá að vinna á félagsmálastofn- un bæjarins. 1988 tók hún við deiLdarstjórastarfinu og hefur bor- ið þann titiL síóan þó starfssviðió hafi breyst mikið og umfangið aukist. Það hefur vakið athygLi hve mörg jafnréttismáL hafa verið rekin gegn Akureyrarbæ og segir Guðrún að það sýni einmitt að þar hafi eitthvað verið aó gerast í jafnréttismálum. „Á árinu 1995 óskaði þáverandi jafnréttisnefnd bæjarins eftir því við kjaranefnd að gerð yrði tilraun til að nýta starfsmat tiL saman- buróar Launa og starfa karla og kvenna í deildarstjórastöðum hjá bænum, út fyrir þann hóp sem samkvæmt samningum gangast und- ir starfsmat. Þetta var gert og þrjár tvenndir bornar saman. Um var að ræða a) deildarstjóra LeikskóladeiLdar og b) deildarstjóra öLdrun- ardeildar, a) jafnréttis- og fræðslufulltrúa og b) atvinnumálafuLLtrúa og a) deiLdarstjóra ráðgjafardeildar og b) deiLdartæknifræðing. Kon- ur gegndu a) störfunum en karLar b) störfunum. Niðurstaóa þessa starfsmats lá fyrir i júní 1996. ÓveruLegur munur var á störfunum og i tilviki deiLdarstjóra ráðgjafardeiLdar og deiLdartæknifræðings var hann enginn en bæði störfin voru metin til 169 stiga. Á þessu starfsmati grundvaLLast öLL jafnlaunamáLin frá Akureyri en þau hafa nú tvö farið alla leið fyrir Hæstarétt. Auk þess hefur Akureyrarbær 36/ l.tbl. / 2005 /vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.