Vera - 01.02.2005, Síða 48

Vera - 01.02.2005, Síða 48
Vilborg árið 1998, um svipað leyti og viðtalið var tekið. dóttur í keppnina á Akranesi, og í jóla- brjálæðinu sópuðum við einu sinni Lækj- artorgið og hengdum upp dúkku í líki ör- þreyttu húsmóðurinnar.” Þetta vakti mikla kátínu en einnig sárindi og hneyksli. „Húsmæðrunum fannst að sér sneitt og lítið gert úr sínum störfum. Feg- urðardísirnar brugðust hins vegar þannig við að um árabil lagðist fegurðarsam- keppnin niður af því stúlkur fengust ekki til að taka þátt í þessu.” Árið 1974 var ákveðin stefnubreyting í starfi hreyfingarinnar. Á ráðstefnu á Skógum var samþykkt: Kvennabarátta er stéttabarátta - og þannig var barist með láglaunastéttum kvenna. „Þetta var um- deilt og átök nokkuð hörð og nokkrir fé- laganna sögðu skilið við hreyfmguna. Þá komu líka inn í hana hópar sem ætluðu að reyna að yfirtaka hana, bæði Fylkingin, maóistar og fleiri. Dálítið erfitt tímabil.” Frjálsar fóstureyðingar Rauðsokkahreyfingin barðist hart fyrir frjálsum fóstureyðingum, og aðstoðaði stúlkur í vandræðum í trássi við óréttláta löggjöf. Vilborg vann að lokum sérstak- lega að þessum málum í opinberri nefnd, og varð niðurstaðan nýtt frjálslynt frum- varp eftir mildar deilur og átök. Frum- varpið var samþykkt sem lög 1975: „Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.” Lögin eru enn í gildi og hafa reynst svo vel að um þau hefur varla verið nokkur ágreiningur allan þennan tíma. Ástandið var þannig að fjöldi kornungra stúlkna var beinlínis neyddur til að eignast börn, sem þær höfðu ekki bolmagn til að sjá fyrir, kannski gefa það, kannski baslast einhvernveginn áfram, og kannski bindast barnsföður sem þær kærðu sig ekki um. Og jafnframt missa tækifæri til náms og/eða starfs „Aðalrökin fyrir frjálsum fóstureyð- ingum eru að konur eigi sjálfar að ráða líkama sínum og hvað skeður með hann. Þær verða sjálfar að geta ákveðið hvenær þær eru í stakk búnar til að eignast barn og sjá um það. Þær verða að njóta frelsis í þessum málum. Ástandið var þannig að fjöldi kornungra stúlkna var beinlínis neyddur til að eignast börn, sem þær höfðu ekki bolmagn til að sjá fyrir, kannski gefa það, kannski baslast ein- hvernveginn áfram, og kannski bindast barnsföður sem þær kærðu sig ekki um. Og jafnframt missa tækifæri til náms og/eða starfs. En það voru ekki aðeins ungu stúlkurnar sem gömlu lögin léku illa. Konur sem voru kannski búnar að eignast mörg börn og höfðu hvorki heilsu né aðstæður til að taka við fleirum fengu heldur ekki fóstureyðingu,” segir Vilborg og heldur áfram: „Á sama tíma voru getnaðarvarnir ófullkomnar og lítil sem engin fræðsla um kynlíf. Fyrir utan bak- hliðina: Ólöglegu fóstureyðingarnar sem fengust fyrir háar fjárhæðir og voru stór- hættulegar. Sumar konur gátu aldrei eignast börn aftur, sumar biðu stórtjón á líkamlegri og andlegri heilsu sinni, og sumum hreinlega blæddi út.” Helsta gagnrýnin á þetta var sú að frjálsar fóstureyðingar kæmu í stað getn- aðarvarna en sú hefur ekki orðið raunin, enda fá dæmi þess að konur fari í fóstur- eyðingu án djúprar umhugsunar. Skemmtilegir tímar Rauðsokkahreyfingin starfaði framundir 1980. Þetta átti að verða hreyfmg sem þjónaði sínu hlutverki á sínum tíma en ekki staðnað nátttröll. Sumar vildu halda áfram en að lokum fóru þær hver í sína áttina til margvíslegra starfa, til dæmis í verkalýðshreyfingunni og í stjórnmálum. Síðar voru stofnuð Samtök um kvenna- lista í kjöifar Rauðsokkanna. Konurnar eru sammála um að Rauðsokkahreyfing- in hafí verið góður skóli sem hafi kennt þeim margt. Varanleg áhrif Rauðsokkahreyfingar- innar segir Vilborg vera fyrst og fremst breytt viðhorf: „Nú dettur fáum í hug að kona geti ekki staðið sig á hvaða sviði sem er til jafns við karla. Konurnar sjálfar hafa öðlast áræði og sjálfstraust til að leggja í það sem hugur þeirra stendur til.” Hún segir ennfremur að kvennaframboð sé um það bil að verða tímaskekkja nú í lok aldarinnar. Á sínum tíma uppfyllti það þó brýna þörf og varð til að fjölga konum verulega á þingi og í sveitarstjórnum. „Galli hlýtur það alltaf að vera að slíkt framboð er í rauninni ólýðræðislegt - stuðningsmenn af öðru kyninu eiga þess ekki kost að komast á lista og þar með í opinber ábyrgðarstörf á vegum síns flokks.” Hún segist ekki sjá eftir þessum árum. „Allt hefur sínn tíma. Mér fannst ég ekk- ert leggja á mig - þetta var allt nauðsyn- legt og líka skemmtilegt, alger nautn á sínum tíma. Ég mundi gera það sama aft- ur við sömu aðstæður. En ekki núna. Nú er ég komin á þann aldur eða til þess þroska að ég sækist eftir öðrum hlutum. En auðvitað var þetta þess virði.” Guðmunda Sirrý valdi sér það verkefni á fjölmiðlanámskeiði í MA að taka viðtal við Vilborgu. Viðtalið var þannig unnið að Vilborg svaraði skriflega spurningum Guð- mundu en þeim tókst aldrei að hittast og fara yfir lokagerð þess, enda ekki stefnt að birtingu í upphafi. Skriflegu svörin virðast nú glötuð en þessi aðferð veldur því ef til vill að ekki er í viðtalinu minnst á það sem margir telja nú eitt rnesta einstakt framlag Vilborgar til íslandssögunnar og kvenna- hreyfmgarinnar, frumkvœði hennar að kvennaverkfallinu eða -fríinu 24. október 1975. Sonur Vilborgar, Mörður Árnason, aðstoðaði við yflrlestur og ritstjórn viðtals- ins eins og það birtist hér. 48/1. tbl. / 2005 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.