Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Blaðsíða 17
Ljósmæðrablaðið 13 1. í J?eim umdæmum, J?ar sem fólkstal er 300 eða minna, skulu árslaun yfirsetukonu vera 200 kr. 2. í umdæmum þeim, sem hafa fleiri en 300 manna, skulu árslaunin vera 200 kr., að viðbættum 10 kr. fyrir hverja fulla 5 tugi manna, sem fram yfir eru 300, þó svo, að launin fari aldrei fram úr 1000 kr. 3. í kaupstaðaumdæmum, þar sem eru tvær eða fleiri yfir- setukonur, skal deila íbúatölu jafnt milli þeirra, og því næst reikna þeim laun á sama hátt og öðrum yfirsetukonum, þó aldrei yfir 1000 kr. Laun allra yfirsetukvenna skulu hækka fimta hvert ár um 25 kr., uns launabótin nemur 75 kr., og hafa þær þá náð há- marki launa sinna. 2. gr. Aftan við 5. gr. bætist: Eftirlaun greiða sömu aðiljar og launin greiða, í sama hlutfalii. 3. gr. 7. gr. laganna orðist þannig: Yfirsetukonum ber sanngjörn þóknun fyrir yfirsetu og að- hjúkrun sængurkvenna, og að auki ókeypis fararbeini báðar leiðir. pessi þóknun skal vera eigi minni en 7 kr. fyrir að sitja yfir og kr. 2,50 fyrir hvern dag, sem yfirsetukona dvelur hjá sængurkonunni, nema þann dag, er hún tekur á móti barninu, en 1 kr. fyrir hverja vitjun í kaupstað eða kauptúni, þar sem yfirsetukona býr. Ef sængurkona þiggur af sveit eða er svo fátæk, að hún getur ekki borgað, þá á yfirsetukona heimtingu á, að sveitarsjóður greiði henni þóknunina fyrir yfirsetustarfið og nauðsynlega að- hjúkrun, og skal ekki telja þau gjöld sem veittan sveitarstyrk. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1920.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.