Ljósmæðrablaðið - 01.11.1930, Qupperneq 4
G2
LJ ÓSMÆÐRABLAÐIÐ
brennaiuli áliugi liennar «g Jjarátta fyrir breyttum og
bættum kjörum ljósmæðrastéttarinnar. Verður því mið-
ur ekki liægt að segja bér svo vel frá þvi, sem vert væri.
Hefir lnin alloft staðið ein síns liðs í þeirri baráttu, og
mætt þar allri þeirri andúð og aðkasti sem rétt liefir
verið að ljósmæðrastéttinni í heild.
í þessi 25 ár liefir liún verið ein al’ þeim, sem liaft
liafa á hendi kenslu ljósmæðra, og á hún fjölda nem-
enda út um land, og var Ijósmæðraskólinn nú síðast
um nol’kur ár í liúsi hennar í Tjarnargötu 16.
Hafði hún þar einnig ofurlitla fæðingadeild, og er
það sagna sannast, að liún gerði það ekki lil að sýna
bve snjíill hún væri að útbúa ágætar snyrtistofur fvrir
þá, sem vel gætu borgað, heldur til að skjóta skjólshúsi
yfir húsvilta einstæðinga sem þyrftu að fæða l)örn.
Það var algerlega forgöngu bennar að þakka, að Ljós-
mæðrafélag íslands var stofnað vorið 1919. Hefir liún
verið formaður félagsins alla þess tíð, og sem kunnugt
er, borið mestan ]>unga félagsstarfseminnar.
Árið 1923 gekst liún fyrir stofnun og útgáfu Ljós-
mæðrablaðsins. Sá hún það besl ráð til að sameina stétt-
ina í þeirri strjálbygð sem við eigum við að búa. Má
hiklaust þakka félagsstofnuninni vöxt og viðgang ljós-
mæðrastéttarinnar síðustu árin, ásamt bæltum launa-
kjörum frá þvi sem áður var.
Var því ekkert sjálfsagðara fyrir blaðsins og félags-
ins hönd, en að fyrsta myndin sem blaðið flytti lesend-
um sínum, væri einmitt af Þuríði Bárðardóttur ljós-
móður, á 25 ára starfsafmæli hennar, með þökkum og
árnaðaróskum l'yrir unnin störf.
Reykjavík 25. nóv. 1930.
Jóhanna Friðriksdóltir.
Sigríður Sigfúsdóltir.