Ljósmæðrablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 6
16
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
og hjiálpa náttúrunni í starfi sínu. Hin aðferðin er sú, að
binda sem fyrst enda á þau með því að tæma út legið
svo flótt sem verða má.
Séu fósturlólin yfirvofandi að því er ætla má, skal að
sjálfsögðu reyna að koma i veg fyrir þau. Til þcss verður
?ð forðast alia áreynslu og óþarfa hreyfingu *— konan
liggur rúmföst i viku tíma eða lengur, fær léttmeti að
borða og ópíum tii að draga úr verkjum eða varna þeim.
Að kvöldi til fær konan olíupípu, 200 grm. og ef það ekki
nægir, gefa sumir laxerolíu að morgni, til þess að halda
hægðunum í lagi, en það liefir mikla þýðingu. Mcð þessu
móti tekst oft að koma í veg fyrir fósturlát. Innri rann-
sókn skal forðast meðan líklegt þykir að fósturlátin séu
að eins yfirvofandi, því hún getur valdið þeirri ertingu,
sem ríður baggamuninn.
Fullkomin fósturlát (al)ortus completus) þarfnast engr-
ar aðgerðar nema rúmlegu í nokkra daga.
Hvað „missed abortion“ snertir er ekki nauðsynlegt að
flýta sér með aðgerðina, Konan losnar ofl við fóstrið sjálf-
krafa eftir lengri eða skemmri tima — vikur eða mánuði.
Sé læknirinn þó viss í sinni sök er ekki venja að biða,
einkum sé langt liðið frá því að fóstrið dó. Sé fóstrið ekki
eidra en 8 vikna skal vikka út leghálsinn og skafa legið,
en sé fóslrið eldra verður að leggja inn staula (laminaria)
og víkka svo úl næsta dag og tæma legið með fingri eða
töng og sköfu. Margir vilja heldur klippa upp leghálsinn
og ljúka verkinu í einu lagi. Aðgerðin ef hættulaus og
smithætta minni en ef stautar eru notaðir.
Þau fósturlát, sem læknar fiá oftast til meðferðar eru
ófullkomnu l'ósturlátin (abortus ineompletus), þar sem
meiri eða minni liluti eggsins er eftir í leginu og viðlield-
ur blæðingu. Sé konan hitalaus skal slrax tæma legið, ef
útvíkkun er nægilcg, sem venjulega er á þessu stigi máls-
ins, nema fóstrið sé því slærra. Sé konan aftur á móti með
liila, sem er tákn þess að smitun hafi átt sér stað, þá vand-