Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 8
18 LJ ÓSMÆÐRABLAÐIÐ sem fylgja þessari stefnu, biða þvi eftir að legið hreinsist af sjálfsdáðum, en gefa kinin og pituitrin lil að flýta fyrir. Báðar þcssar stefnur liafa sina kosti og ókosti. Róttæk- ari stefnan hefir þann kost að stytta leguna, sem annars getur orðið lalsvert löng, en virðisl aftur á móti kosta fleiri konur lífið en hin aðferðin, sem hefir þann ókost, að sjúklingur verður oft að liggja æði lengi. Flestir læknar munu sem vandlegast vilja komast lijá því að þurfa að ásaka sig um að hafa kannske með aðgerð sinni valdið tjóni og því virðist siðari stefnan — sú, að láta náttúruna leysa spursmálið með þeirri hjálp, sem hægt er að veita lienni í lyfjum — hafa rneira fylgi. En vegna hennar ókosta, hefir verið reynt að finna nýja lausn á málinu - einskonar' milliveg, sem er i þvi fólg- inn að biða nokkra daga, þar lil hiti hefir lækkað. Sé konan svo liitalaus i 3—4 daga, er legið hreinsað, i þeirri trú, — sem athuganir virðasl staðfesta, — að sóttkveikj- urnar hafi þá misst nokkuð af kralti sínum. Sumir hafa aftur farið þá leiðina, að gera strax sótlkveikjurannsókn- ir, komast að þvi um hvaða tegundir sýkla er að ræða og skafa þá legið, ef um meinlausari tegundir þeirra er að gera, en híða annars. Slíkar ræktunaraðferðir eru sein- legar og víða óframkvæmanlegar, og virðast ekki hafa fengið mikið fylgi. Sú aðferðin, að fara milliveginn, sýnist mjög skyn- samleg, meðan deilan um hinar aðferðirnar er ckki til lykla leidd.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.