Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 7
LJOSMÆÐRABLAÐIÐ 17 ast málið. Sé bólgan komin út fyrir legið — um einkennin var áður talað — skal beðið, nema blæðing sé svo mikil að líf konunnar sé í hættu af þeim orsökum, en reynt skal að flýta fyrir tæmingu legsins með kíníni og pitui- irini. Eru nú eflir þau tilfelli, þar sem um smitun er að ræða i leginu eða egginu. En þar skiptast skoðanir sérfræðinga svo mjög, að erfitt cr að gel'a fastar reglur um hvað gera skal. í aðaldráttum eru það tvær stefnur, sem hér togast á. Önnur er sú, að tæma skuli legið strax, hvað sem liita lið- ur. Rök þessarar stefnu eru helst þessi: að blæðing stöðv- ast þegar aðgerð er lokið, að legan verður styttri, að komist verður lijá því að sýkingin bcrist út fyrir legið, þcgar ekk- ert er lengur eftir af fegginu. Þeir benda á það, að smitun- in sitji oftast — minnsta lcosti framan af ■— að eins í sjálfu egginu og af þeim ástæðum cigi að losa konuna við það eins og livert annað skaðlegt sóttkveikjulireiður. Ilin stefnan vill bíða og fordæmir alt inngrip, og styður sinn miálstað með þeirri staðreynd, að konur hafi dáið úr blóð- eilrun eftir slíkar aðgerðir. Þeir segja, að jafnvel þó að sóttkveikjurnar séu framan af bundnar við cggið sjálft, þá finnist við smásjárrannsóknir brcytingar í fellibelgn- um til varnar sóttkveikjunum — einskonar varnarveggur úr trefjaefni og hvitum blóðkornum — eins og annarsstað- ar í líkamanum, þar scm bólgur eiga sér stað. Sé legið skafið rifur maður þennan varnargarð niður og opnar um leið æðarnar fvrir sóttkveikjunum. Því til sönnunar er það, að telcist liefir að rækta sýklana úr blóði konunn- ar strax eftir aðgerðina, þó ekki bafi þeir fundist þar áður. Skjálftaköst þau, sem oft koma eftir slíkt inngrip hendir einnig til ])ess, að sóttkveikjur hafi komist inn í blóðið. Með þvi að opna þannig leið fyrir sóttkveikjunum gerir maður aðeins tjón með aðgerðinni og framkallar bólgur utan legsins og jafnvel blóðeilrun (sepsis). Þeir

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.