Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Side 5
LJÓSMÆÐR ABLAÐIÐ
3
við og höndin hallast dálítið út á hlið í átt litla fingurs-
ins, en höndin sjálf lafir, svo að barninu er ókleift að
lyfta henni. Fingurnir, þar með talinn þumalfingurinn, eru
oftast nær krepptir inn í lófann. Þessi lömun getur orðið
með sama hætti og Erb-Duchennes-lömun, en auk þess
getur hún stafað af miklum þrýstingi, sem taugin verður
fyrir í holhendinni eða á upphandleggnum. Meðferðin er
í aðalatriðum sú, eins og við aðrar lamanir, að vinna móti
áhrifum ólömuðu vöðvanna, þar til sjúku vöðvarnir geta
tekið starf sitt upp að nýju, og það er, þegar um Radialis-
lömun er að ræða, gert með því að nota fóðraðar, stinnar
umbúðir, sem halda hendinni á lofti og mjög beygðri upp
á við. Síðar er hér einnig gripið til æfinga og ef til vill
rafmagnsmeðferðar.
Handleggsbrot. Handleggsbrot verður svo að segja
alltaf á upphandleggnum. Lang-algengasta orsök þess er
sú, að barn í sitjandastöðu er dregið fram og þess ekki
gætt að losa handlegginn á réttan hátt, þ. e. ná honum
niður með því að beygja hann í olnbogaliðnum og hreyfa
hann fram á við og inn á við, að líkamanum (,,eins og
barnið bandi flugu frá andlitinu“). Ef tekið er um upp-
handlegginn í stað olnbogaliðsins og handleggnum snúið
aftur á við, finnst handleggurinn oft bresta, meðan á átök-
unum stendur, og eins getur farið, ef öxl á barni í höfuð-
stöðu stendur föst og aftari handleggurinn er dreginn
fram á sama ranga háttinn eins og áður getur. Jafnvel
þótt ekki finnist eða heyrist, þegar beinið brotnar, vaknar
óðara grunur um brot, ef barnið hreyfir annan handlegg-
inn lítið eða ekkert, og þá má einnig oft sjá, að handlegg-
urinn er ekki eins beinn og skyldi. Við varlega þreifingu
má þá stundum finna marrið, sem áður er á minnzt og er
sérkennandi fyrir beinbrot, og ennfremur óeðlilegan hreyf-
anleika, líkt og einskonar liðamót væru á leggnum.
Sökum þess hve öll beinbrot ungbarna gróa afar fljótt
og vel (sjá einnig kaflann um viðbeinsbrot), bíða þau