Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Side 8
6
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
andans, þá hlýtur lærleggurinn að brotna. Einnig getur
efri hluti lærleggjarins brotnað, þegar sitjandi er dreginn
fram og fingrunum stungið undir lærið ofanvert í stað
nárans, eða þegar fóturinn er dreginn fram og gripið er
um lærið í stað þess að láta sér nægja hné og öklalið.
Sjaldnast dylst mönnum þetta brot, því að barnið hreyfir
þá annan gangliminn ekki hið minnsta, þótt það annars
sé allt á iði. Við nánari rannsókn finnst marrið og óeðli-
legur hreyfanleiki á brotstaðnum. Þá má stundum með
mælingu komast að raun um, að sjúki fóturinn er styttri,
og stafar það af því, að beinendarnir hafa gengið á mis-
víxl. Þegar í stað verður meðferð að koma til, en hún er
fólgin í umbúðum um lærið beint; oftast framkvæmd á
þann hátt, að ganglimurinn er beygður til fullnustu í
mjaðmarlið og bundinn við bolinn.
Áríðandi er að fylgjast með legu beinendanna, þegar
um þetta brot er að ræða, og verður það bezt gert með
Röntgen-myndum. Annars er árangur yfirleitt góður af
þessari meðferð, því að umræddur umbúnaður kemur oft-
ast í veg fyrir það, að neðri beinendinn leiti upp á við.
Áður var minnzt á, hve beinbrot ungbarna gróa fljótt og
vel, og er hinn góði árangur ekki hvað sizt því að þakka.
# # *
Þá hefir verið getið helztu áverka, sem barnið getur
orðið fyrir í fæðingunni, og hefir lesendum væntanlega
skilizt, hversu mikla hættu barninu er stofnað í, ef við-
teknar reglur eru ekki haldnar, þegar um hverja einstaka
aðgerð fæðingarhjálparinnar er að ræða. Af þessu má
einnig vera ljóst, að barnið er líka í hættu, þótt það fæðist
sjálfkrafa og án aðgerða læknis eða ljósmóður. Yfirleitt
er grein þessari ætlað að brýna fyrir þeim, sem fæðingar-
hjálpina veita, að taka sí og æ tillit til beggja, móður og
barns.