Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Side 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
9
háttar blæðing, kviðurinn varð harður á ný og fóstur-
hljóðin hægðu á sér að mun. Klukkan 19 heyrðust aðeins
einstöku fósturhljóð, en fósturhreyfingar voru mjög mikl-
ar. Við innri rannsókn fannst höfuðið fast í grindinni
ofarlega, og talsverð mótun á langsaum höfuðsins, sem
lá þversum. Hríðirnar hættu nú, sjúklingurinn kvartaði
um verki í kviðnum, fölnaði upp og fékk 160 æðaslög á
mínútu. Kviðurinn varð mjög uppþembdur, hjá naflanum
fannst fósturhluti, sem virtist alveg út við kviðvegginn.
Þar sem um greinilegan legbrest var að ræða, var sjúkling-
urinn skorinn upp þegar í stað. I kviðarholinu var mikið
blóð. Barn og fylgja lágu þar laus. Legið var heilt, að
öðru leyti en því, að það hafði sprungið neðst, þvert yfir
að framanverðu. Á afturveggnum á blöðrunni var einnig
sprunga, sem náði þó ekki alveg í gegn. Legið var tekið
og blaðran saumuð.
Við rannsókn á leginu kom í ljós, að það hafði klemmzt
við grindaropið, svo harkalega, að vefirnir löskuðust og
þoldu ekki samdrættina.
Næstu daga á eftir leið konunni vel, en síðan kom líf-
himnubólga með ígerðum víðsvegar. Þær voru opnaðar
jafnóðum, en smátt og smátt dró af konunni og hún dó,
8 vikum eftir uppskurðinn.
Að þessu sinni er auðvelt að skilja ástæðuna fyrir brest-
inum. Vöðvarnir klemmast og merjast, unz þeir bila. Þarna
var einnig um talsverð grindarþrengsli að ræða. Barnið
var 4270 gr., sem að vísu er ekki sérstaklega mikið, en
þegar þess er gætt, að við síðustu innri rannsókn fannst
greinileg mótun, er auðsætt, að um veruleg þrengsli hefir
verið að ræða, sem valdið hafa legbrestinum.
Þessar tvær sjúkrasögur eru þess virði, að þeim sé
gaumur gefinn, sérstaklega vegna þess, hvað aðdragandi
atburðanna er tíðindalaus. I kennslubókunum er legbresti
lýst sem auðþekktu fyrirbæri, og aðdraganda hans með
glöggum einkennum, sem sérhver ljósmóðir þekkir. En í