Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Page 6

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Page 6
4 LJ ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ sjaldan varanlegt tjón af handleggsbrotinu. Margoft hefir með Röntgen-myndum tekizt að færa sönnur á, að jafnvel slæmbrot, þar sem beinendarnir hafa f jarlægzt eða gengið á misvíxl, gróa svo á einu eða tveimur misserum, að þeirra sjást engar menjar og handleggurinn er jafngóður eftir. Samt er mjög þýðingarmikið, að barnið fái þegar í stað læknishjálp og rétta meðferð, en meðan því verður ekki við komið, verður ljósmóðirin að gæta þess, að handlegg- urinn haldist sem kyrrastur, því að öll frekari hreyfing getur auðveldlega gert illt verra, m. a. geta oddhvassir beinendarnir stungizt inn í æðar og taugar í nánd við brotstaðinn. Bezt er að binda handlegginn beinan fast að bolnum með sárabindi eða öðru þvílíku. I aðalatriðum er meðferð læknisins á brotinu hin sama, því að hann réttir úr handleggnum og festir hann svo við bolinn; þó álíta margir rétt að skjóta áður fleygmynduðum púða upp í hol- höndina, því að þá verði handleggurinn liðugri, þegar um- búðirnar eru teknar af, en það má gera að 2—3 vikum liðnum. Jafn góður árangur fæst með tvöföldum, rétthyrndum spelkum, og eru þá báðir handleggirnir festir þannig, að þeir eru á lofti, snúnir út á við og beygðir í rétt horn í olnbogaliðnum. Þegar umbúðirnar eru teknar, er þegar í stað tekið til við nudd og æfingar til þess að örva stárfs- krafta vöðvanna. Framhandleggsbrot er mjög sjaldgæft og þarf því ekkj að lýsa því. Aðeins má geta þess, að um þetta brot verður að binda þannig, að höndin sé snúin út á við, því að annars liggja framhandleggsbeinin á ská hvort yfir annað og geta hæglega vaxið saman, þegar „kallus“-inn kemur til sögunnar.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.